miðvikudagur, 7. apríl 2010

Guðmundur Ólafsson talar um skatta

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur er óhemjuskemmtilegur fýr. Hann mætir reglubundið í morgunútvarp rásar 2 og gerði það svikalaust þennan morguninn og hóf mál sitt á því að tala um Rússland og skattheimtumenn. Enginn er honum skemmtilegri þegar kemur að sögum frá gamla Sovét.

Svo hóf Guðmundur að tala um skattheimtumenn nútímans hér á landi. Þar ruglaði hann af ákefð og hélt þvi fram að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafi hækkað skatta. Líklega kemst hann að þessari niðurstöðu vegna þess að skatttekjur ríkissins hækkuðu þrátt fyrir lækkaða skattprósentu. Mögnuð niðurstaða og svo reyndi hann að þvæla sig í gegnum rökréttar spurningar útvaprsmannsins sem ekki skilur að lækkuð skattprósenta sé skattahækkun.

Öfugt fara vinstri menn að í dag en Guðmundur hélt því blákalt fram að lækkuð skattprósenta lækkaði tekjur ríkissins og öfugt. Þetta er risaeðlutal sem menn nenna orðið ekki að elta ólar við lengur. Indriði og félagar ætla sér að snúa sögunni við með því að skattleggja okkur í kaf og ekkert virðast þeir geta lært af sögunum hans Guðmundar.

Guðmundur komst þó ekki nálægt því að halda þvi fram að núverandi ríkisstjórn sé ekki að hækka skatta eins og Stefán Ólafsson Samfylkingarfræðimaður gerir. Skattamál flækjast alltaf sérlega mikið fyrir vinstri mönnum sem eru þó fleiri og fleiri að átta sig á að hækkuð skattprósenta og hækkaður virðisaukaskattur skila ekki auknum tekjum í ríkissjóð.

þrátt fyrir þennan meinlega galla er Guðmundur stórskemmtilegur og var það í morgun líka. Hann þarf bara að læra af sögum sínum frá gamla skattpínda Sovét. Og það mun hann auðvitað gera eins og við öll ættum að gera þessa dagana.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn hækkaði skatta, mest á lágar og meðaltekjur og allarmest á barnafjörlskyldur.
Þetta voru meiri hækkanir en þekkust í nokkru öðru vestrænu ríki.
Þetta er allt hægt að sjá á töflum á heimasíðu OECD og víðar.

Nafnlaus sagði...

Þú náðir þessu reyndar ekki alveg. Guðmundur benti á að hlutur ríkisins í þjóðartekjum (eða framleiðslu, skiptir þó ekki máli hvort var) hefði aukist. Slíkt er ekki hægt að gera nema raunveruleg skattprósenta aukist, ekki bara með því að velta aukist með lægri sköttum, því þá hefði hlutur ríkisins lækkað.

Hinu er ég sammála þér að það er alltaf hressandi að hlusta á kallinn.

Ómar Harðarson