mánudagur, 31. maí 2010

Dellan hjá Illuga og Hallgrími

Ég heyrði á tal þeirra Illuga Jökulssonar og Hallgríms Thorsteinssonar í ríkisútvarpinu mínu nú síðdegis. Ég veit ekki hvað þessi þáttur heitir en hann ætti að heita útvarp Samfylking enda getur Hallgrímur illa dulið það hvert hans pólitíska blóð rennur þó hann vinni hjá okkur öllum.

Hallgrímur fullyrti þar að stjórnandastaðan í þinginu hafi farið neðar í leðjuna í málflutningi sínum, öfugt við stjórnarflokkana, en áður hafi þekkst. Þarna er Hallgrímur líklega að vísa í baráttu stjórnarandstöðu og þjóðar fyrir höfnun Icesave samninganna. Kyngimögnuð söguskýring hjá útvarpsmanninum og hún verður fáránlegri með hverjum deginum.

Þegar kom að umræðum um fjórflokkinn margumtalaða opinberaði fyrrverandi ritstjóri DV delluhrokann sem hann ber til Sjálfstæðsflokksins og þess stóra hóps sem kýs þann flokk.

Hann talaði um að sá flokkur stæði ekki fyrir neitt nema þá kannski frelsi einstaklingsins og annað ekki og hann væri í raun bara fyrir öðru fólki sem hefði almennilegar hugsjónir. Auk þess væri fólk þar sífellt að takast á um hlutina eins og það sé vond staða fyrir stjórnmálasamtök. Gaman væri að heyra Illuga setja Samfylkinguna og VG inn í þetta sama mengi...

Alveg magnað hvað menn sem telja sig vera stadda í Samfylkingarkaffiboði en ekki í útvarpsþætti allra landsmanna geta missti sig í þvælu þegar pólitísk hjörtu slá fallega saman.

Og í raun stórmerkilegt að ég skuli láta þetta pirra mig því þetta er daglegt brauð og algerlega fyrirséð.

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg er ég hjartanlega sammála þér! Þetta pirraði mig svo að ég var næstum farin yfir á rauðu því ég æsti mig svo yfir þessari ótrúlegu pólitísku slagsíðu hjá "útvarpi ALLRA landsmanna"! Svo getur maður ekki einu sinni sagt þessu helv... upp!

Nafnlaus sagði...

Ekkert frekar en þegar að RÚV sýndi stórvirkið sem að mig minnir heitir Skýrslustofnun Ríksins, þættina "maður er nefndur" og frameftir götunum. En þó hefur íhaldið boðið þér þann valkost að skipta um stöð Röggi, þú hefðir bara átta nýta þér frelsið til þess

Nafnlaus sagði...

En Röggi minn góður.
Hvað ert þú eiginlega að hugsa.
Átt líklega ekki bót fyrir rassinn, en bítur í skjaldarendur fyrir FLokkinn, sem vill örugglega ekkert með þig hafa. Þú ekki rétt ættaður, ekki í kíkunni.
Íhaldið slær enga skjalborg um þig og þína Röggi. Face it.

Nafnlaus sagði...

Hallgrími hefur nú tekist að eyðileggja þátt sem ég hef í áraraðir hlustað á en er hættur nú; Vikulokin. Gaf honum sjens fyrstu vikurnar, mánuðina en er búinn að gefast upp á þessu rugli. rúv er þvi miður orðið sjóræningjastöð Samfylkingar og hefur farið niður á við síðan Óðinn tók yfir fréttastofuna. Sorglegt. Maður efast orðið verulega um að rúv sé best fyrir komið í höndum ríkisins.

Nafnlaus sagði...

Hallgrímur er yfirlýstur Samfylkingarmaður.

Hann lýsti sér ítrekað þannig þegar hann var á Útvarpi Sögu.

Hörmulegur útvarpsmaður á alla kanta. Hann hleypir t.d. viðmælendum sínum sjaldnast að!

Furðulegt er að ráða svo flokkspólitískan og sjálfhverfan mann til starfa á útvarpi almennings í landinu.