miðvikudagur, 12. maí 2010

Nei, Jón Ásgeir. Við töpuðum...

Jón Ásgeir þykist vera kominn að fótum fram. það er flott taktík og fer vel í landann sem vill sjá blóð renna. Mér dettur ekki í hug að þannig sé um hann farið. Vígstaðan hefur breyst og hann berst nú fyrir öðrum málsstað. Sú barátta á að snúast um að við trúum því að hann sé búinn að vera og eigi ekkert.

Vissulega hefur nafn hans skaðast og hann gæti þurft að nota sömu aðferð erlendis og hann notar hér heima með eftirtektarverðum árangri. það er hin sígilda aðferð að nota leppa. Við sjáum þetta glöggt á fjölmiðlarisanum hans sem eiginkonan ásamt þöglum andlitslausum aðilum á. Haga ætlar pabbi hans að eiga ásamt útlendingum.

Gott fólk. Þetta er honum að takast beint fyrir framan nefið á okkur. Samningsstaða fjölskyldu Jóhanneasr Jónssonar í bönkunum Íslensku hlýtur bráðum að fara að laskast. Gleymum ekki sögunni og gleymum ekki stóryrðum kaupmannsins sem situr í yfirveðsettri "eign" sinni fyrir norðan á meðan þjónar skottast um í nýju glæsivillunni í útlöndunum.

"þeir unnu" sagði svikahrappurinn í dag og vísaði í Davíð en hjörðin sem dansaði með öll árin er að missa trúna. Þarna skjöplast Jóni Ásgeir stórlega. það er nefnilega þannig að "VIÐ TÖPUÐUM".

Íslensk þjóð tapaði kæri Jón Ásgeir. Stríðið sem þú háðir við andstæðinga þína var háð til að geta fengið að ræna Íslenska þjóð óáreittur. Vonandi tekst Jóni Ásgeir ekki að telja meðvirka þjóð trú um að hann sé píslarvottur núna.

En verið þið viss. Það mun hann reyna....

Röggi

3 ummæli:

Unknown sagði...

Jón ásgeir er ekkert ríkur, hann hefur ekki einu sinni efni á klippingu greyið...

Unknown sagði...

Flott grein hjá þér

Unknown sagði...

Þetta er svona líka með "hina" þeir eiga ekki neitt sjálfir. Vegna þess að megnið af því sem þeir hafa milli handanna er stolið.

Frá mér og þér..!!!