laugardagur, 8. maí 2010

Pepsi deildin auglýst

Ég bara verð að segja það að auglýsingarnar sem birtast á stöð 2 vegna Pepsi deildarinnar í fótbolta eru ropandi snilld. Ég er haldinn áunnu óþoli gagnvart auglýsingum...

.. en stend mig að því að hlakka til að horfa á þessa trailera. Flottar hugmyndir frábærlega útfærðar...

Verðlaunastöff.

Röggi

6 ummæli:

Heiða B Heiðars sagði...

Vá hvað þú ert ósamkvæmur sjálfum þér Rögnvaldur!!!

Þú borgar sem sagt áskrift af Stöð 2. Án þess að hafa hugmynd um eignarhald... þ.e.a.s annarra en vinar þíns Jóns Ásgeirs.

Er ekki kominn tími til að svona blöðruselir eins og þú standi með skoðunum sínum?

Unknown sagði...

ég veit ekki betur en að S2 sýni t.d. fréttir í opinni dagskrá? Það þarf ekkert að borga fyrir það...

Heiða B Heiðars sagði...

Jæja...sætt af þér að koma Rögga til varnar

En heldurðu að hann sé bara að horfa á óruglaða dagskrá?

Ef ekki... ertu þá sammála mér í því að hann sé ósamkvæmur sjálfum sér með því að borga fyrir áskrift á þeirri stöð í ljósi þess sem hann hefur skrifað um Jón Ásgeir?

Unknown sagði...

Já, að sjálfsögðu. Hins vegar finnst mér það mjög merkilegt að þú varst strax búinn að brennimerkja hann án þess að athuga að hluti dagskrárinnar er send út í opinni dagskrá og að hann gæti þar af leiðandi séð þessar auglýsingar án þess að borga fyrir. Lýsir svolítið andrúmsloftinu á Íslandi. Annars veit ég ekki betur en að Rögnvaldur hafi skotið föstum skotum að JÁJ á þessum vettvangi og skil því ekki af hverju þú kallar þá vini sérstaklega. Bestu vinir manns eru þeir sem þora að segja hlutina eins og þeir eru og því myndi ég ætla að Rögnvaldur væri að reynast vinur í raun, ef þeir eru einhverjir sérstakir vinir. En ég veit auðvitað ekkert um það...

Heiða B Heiðars sagði...

Það er einmitt VEGNA ÞESS sem ég er að skjóta á Rögga. Hann hefur verið ófeiminn við að tjá lesendum síðunnar hvaða álit hann hefur á Jóni Ásgeiri og hans viðskiptaháttum.... Þess vegna er það vægast sagt skrítið að hann skuli ekki getað neitað sér um áskrift á Stöð 2.

Og já.. ég hef ástæðu til að ætla að Röggi sé áskrifandi, meira að segja mjög góða ástæðu

En svar þitt lýsir kannski ástandinu á Íslandi í dag.

Unknown sagði...

Ég hef ekki hugmynd um hvort Rögnvaldur er með áskrift eða ekki. Vissi ekki að þið væruð svona vel kynnt að þú vissir það. Bið þig síðan velvirðingar þó ég sé ekki fylgjandi lynch-mob stemmingunni á Íslandi. Og áður en þú ferð upp á Háa-C þá er ég ekki að tala um handtökur þeirra Hreiðars Más og Magnúsar, hef fulla trú á að saksóknari hafi haft ástæðu til þeirra.