miðvikudagur, 9. júní 2010

Veit Davíð af þessu?

þau eru oft óljós mörkin milli þess að vera álitsgjafi og spunaséní. Guðmundur Ólafsson er einn af þessum aðilum. Hann þykir skemmtilegur karlinn og er fenginn til að tala í útvarp vikulega um það sem honum finnst merkilegt.

Í morgun heyrðist mér hann vera að tala um leiðtogamál Sjálfstæðisflokksins en þeim málum hlýtur Guðmundur að vera sérfróður og hlutlaus algerlaga. Hann telur að nú sé hópur manna að ryðja veginn fyrir formannsendurkomu Davíðs.

Guðmundur segist nefnilega hafa þetta eftir tengiliðum sínum innan flokks. þetta myndi teljast sérlega skemmtilegur spuni á sumum heimilum. Og vel heppnuð samsæriskenningasmíð hjá spunameistaranum en algert bull auðvitað og gert til þess eins að hræra í flokknum rétt fyrir landsfund. Hvaða hagsmunum þjónar það......

Allir vita hvaðan Hannes Hólmsteinn er að koma þegar hann tjáir sig. Það er mikilvægt og hollt og sanngjarnt en vita allir hvaðan Guðmundur Ólafsson er að koma þegar hann talar um stjórnmál eins og hlutlaus fræðimaður? Skiptir það ekki máli nema þegar Hannes Hólmsteinn talar?

Ætli Davíð viti af þessu?

Röggi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Davíð Oddsson er andlegur leiðtogi Sjálfstæðismanna.

Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir predikun hans á næsta landsfundi safnaðarins mæli ég með eftirfarandi

http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv

Takið alveg sérstaklega eftir klappkórnum !!!

Þetta minnir helst á glæsilegar flokksráðstefnurnar í Búkarest á dögum félaga Sjáseskú !!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Ég fatta ekki alveg þetta væl ykkar Sjálfstæðismanna um að sumt (lesist: Nánast allir aðrir en HHG) háskólafólk sem tjáir sig í fjölmiðlum sé að villa á sér heimildir, eða hvernig sem má nú orða það.

Maður sem segist hafa eitthvað eftir heimildum utan í bæ er tæpast að tjá sig sem 'hlutlaus fræðimaður'. Eða hvað kemur slíkt fræðimennsku við? Er verið að halda því fram að það hafi áhrif á trúverðugleika þessara meintu heimilda að Guðmundur Ólafsson sé háskólakennari? Yfir hverju er verið að væla nákvæmlega? Að hann fái að tjá sig í fjölmiðlum yfir höfuð, þar sem hann hefur ekki lýst yfir hollustu gagnvart einhverjum flokknum þannig að fólk 'viti hvar það hefur hann'?

Þegar maður skrifar hins vegar pistil þar sem hann 'rökstyður' að það sé eðlilegt að fyrirtæki greiði Sjálfstæðisflokknum styrki, en óeðlilegt að þau greiði öllum öðrum flokkum styrki, þá er hugsanlega aðeins meiri fótur fyrir því að halda því fram að viðkomandi sé að reyna að setja fram þau 'rök' á grundvelli fræðimennsku sinnar. Slíkt rugl finnst sumum hins vegar í fínu lagi af því að HHG er það stækur og yfirlýstur í slagsíðu sinni.

Skemmtilegt hvernig er hægt að snúa ruglinu í hring með því að fara með það nógu langt.

Nafnlaus sagði...

Hvernig veistu að þetta er algert bull? Þarftu ekki að bera eitthvað fyrir þið í því til að vera trúverðugari en GÓ?

Nafnlaus sagði...

Þessi Guðmundur Ólafsson þykir nú ekki skemmtilegri en svo, að honum var úthýst af utvarpsstöð eldri borgara, Útvarpi Sögu. Þar hafa nú svona montrassar eins og Guðmundur Ólafsson yfirleitt þótt vera álíka viðeigandi og bakon á morgunverðarborði englendinga. Eitthvað hefur nú gerst úr því að Guðmundur hvarf þaðan?

Að fá þennan náunga síðan inn á Rás 2 reglulega er virkilega stílbrot. Þar á bæ er verið að reyna að poppa stöðina upp með fólki, sem á helst ekki að geta beygt nafnið sitt rétt, segjandi sko, hérna og náttlega í öðru hverju orði. Síðan kemur þessi bangsi að tala um einhverjar fabúleringar í pólitíkinni sem enginn hlustandi í þessum markhópi sem hlustar á Rás 2 hefur áhuga á.

Guðmundur er að vekja á sér athygli með þessu skoti. Ef hann hefði eitthvað fyrir sér, þá hefði hann að sjálfsögðu týnt til hemilidirnar. Pravda, AP, DV, Jónas Kristjáns eða einhvern sem hann hefði sínar heimildir frá. Því er ekki að heilsa. Þetta er eitthvað sem Guðmundur kokkar sjálfur upp, líklega til að draga athyglina frá hryllingnum sem er að hlaðast upp í kringum blessaða ríkisstjórnina. Smjörklípuaðferð???