miðvikudagur, 8. september 2010

Guðmundur Ólafsson og skattamálin

Ég reyni að missa helst ekki af spjalli Guðmundar Ólafssonar við sjálfan sig á rás 2. Hann er víðáttuskemmtilegur þó að mér finnist hagfræðin hans ekki fimmauravirði á löngum köflum. Í morgun hafði hann eðlilega nokkrar áhyggjur af skattamálum.

Guðmundur taldi skatta alltof háa hér og þeir stæðu framþróun fyrir þrifum. Um þetta deilum við Guðmundur ekki nema þá helst við Indriða sjálfan og þórólf Matthíasson.

Guðmundur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem hafi hækkað skattana og þess vegna væri þetta svona. Ríkisstjórnin sem nú sæti hafi að mestu skorið niður en ekki hækkað skatta.

Þetta minnir mig á annan merkilegan fræðimann, Stefán Ólafsson, sem þrætti árum saman fyrir það að ríkisstjórn Davíðs væri að lækka skatta en þegar allt féll hér taldi þessi sami Stefán að skattalækkanir Davíðs hafi verið fóðrið sem hrunið nærðist á.

Vissulega skemmtilegir fýrar báðir tveir en hver getur tekið mark á svona tali? Sú ríkisstjórn sem nú situr mun verja alltof stórt ríkisapparat út yfir gröf og dauða með skattahækkunum og forðast niðurskurð.

Þannig er þetta og er öllum kunnugt nema einstaka hagfræðingum sem ruglast á fræðunum sínum og stjórnmálum.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er bullandi rangt hjá þér, skattar lækkuðu á auðróna og hækkuðu á millitekjur og lágar tekjur. Allt eftir frjálshyggjubókinni a la Bush.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði...

Lestu grein Óla Björns Kársonar frá því í fyrra í Þjóðmálum, þetta er hans niðurstaða. Alltaf gott að kynna sér málið áður en menn fara að setja fram kenningar um hvað þeim finnst.

Nafnlaus sagði...

Í svona bloggi væri tilvalið að vísa í heimildir eða birta tölur máli þínu til stuðnings.

jens