föstudagur, 17. september 2010

Predikarinn Andri Snær

Andri Snær Magnason er svona Gunnar í krossinum. Hann sýður saman gríðarlega skemmtilegan orðgraut og söfnuðurinn hlustar dolfallinn. Predikarinn Andri Snær kann að setja saman frasa og orð. það er víst.

Eins og aðrir predikarar segir Andri Snær það sem söfnuðurinn vill heyra. Það er vissulega stór hópur sem telur iðnað á Íslandi mikinn óþarfa. Virkjanir einnig. Andri Snær er litlu betri en þeir sem telja álver upphaf og endi alls lífs. Hann er bara öfgamaður í hina áttina.
Jarðvegur fyrir spámenn er frjór um þessar mundir og Andri sáir akurinn...

Andri Snær er nákvæmlega eins og höfuðsnillingarnir sem góðærið flutti hingað inn aftur og aftur til að messa yfir hinni hjörðinni í fokdýrum hádegisverðum. Hann er bara með annan markhóp. Og passar sig á að segja það sem lýðurinn vill heyra.

Álvers og virkjanaþráhyggja rithöfundarins er magnað fyrirbrigði sem leggst á listamenn helst. Eitthvað segir Andra að 3 álver sé nóg og við virkjum meira en sumir aðrir og það er ótækt. Af hverju er þetta vandamál í sjálfu sér?

Kannski rennur sá dagur upp að við þurfum ekki að framleiða neitt annað en beservissera í líki rithöfunda. Lifum af því að lesa bækur og halda fyrirlestra í háskólum og horfa á bíó. Það væri draumur....

Röggi

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ef þú hefðir nú bara brot af því sem hann hefur fram að færa þá væri þetta blogg vinsælt,enn svo er ekki.

Traustit sagði...

Þú gerir enga tilraun til þess að hrekja það sem Andri Snær hafði fram að færð. Spurning afhverju?

Nafnlaus sagði...

þú ert greinilega vitlítill

Nafnlaus sagði...

Sammála.

Þetta er það sama en markhópurinn annar.

Nákvæmlega!

Nafnlaus sagði...

Þú ert augljóslega í "hinu liðinu" sem vill setja álbræðslu í hvern fjörð. Það er framtíðarsýn sjálfstæðisflokksins.

Það er nauðsynlegt að hafa mann eins og Andra Snæ sem er alveg á hinum endanum. Annars myndi álbræðsluliðið ekki hlusta á nokkrun mann - heldur valta yfir allt og alla. Það er þeirra stíll sbr. þöggunar og kúgunaraðferðir sem beitt var til að reisa Kárahnjúkavirkjun sem eingögnu er ætlað að framleiða orku fyrir eina álbræðslu. Talandi um geðsýki.

Nafnlaus sagði...

Það eru t.d. 3 hérna frekar málefnafáir í kommentakerfinu.
Þeir eru sennilega flinkir að horfa á bío..

Ólafur sagði...

Röggi, hvernig væri nú að að svara þeim rökum sem Andri kemur fram með? Þetta inlegg þitt er bara þvættingur og skólabókardæmi um þá skítkast-rökræðu sem tröllríður bloggheimum: Farið í manninn en ekki boltann. Og klysjan um að fjallagrasatínsla sé eini valmöguleikinn á móti álbræðslu er orðin ansi þreytt.

nemo sagði...

Þú fjallar ekki á neinn hátt um það sem Andri Snær sagði í greininni.Umræða um grein Andra fór fram uppí Háskóla í dag. Það verður frólegt að heyra hvað kom út úr henni.

Nafnlaus sagði...

Andri Snær virðist aðallega vera á móti því að búa til verðmæti.

Er þörf á því að hrekja það sem Andri sagði? Gerir hann það ekki sjálfur með sýnum orðum?