Össur Skarphéðinsson ráðherra ESB hamrar nú sem aldrei fyrr á ágæti inngöngu okkar. Allt gott um það að segja enda eðlilegt að stjórnmálamenn fylgi sannfæringu sinni eftir. Ég er þó hugsi yfir sumu sem Össur segir en dáist um leið að snilld spunameistarans...
Össur sér áhuga erlendra fjárfesta stóraukast við inngöngu í ESB. Þetta finnst mér áhugavert. Össur tilheyrir nefnilega ríkisstjórn sem hefur sérstaka óbeit á slíku. Hvað heldur Össur að muni geta dregið erlenda fjárfesta til Íslands? Kannski bankakerfið? Ilmrækt? Hmm, ég bara spyr... Nei, líklega eitthvað sem ekki má nefna í dagsbirtu þegar VG er annars vegar.
Eva Joly sem er nýjasta besta vinkona Össurar eftir að hún trúði okkur fyrir þvi að okkur væri best borgið inn í ESB talar helst út frá hagsmunum ESB þegar hún rökstyður þá skoðun. ESB hafi svo mikið hingað að sækja. Hvað myndi það vera??
Ég er reyndar alls ekki einn af þeim sem sé ofsjónum yfir því að ESB telji sig hafa hag af okkar inngöngu. Mér finnst eðlilegt að báðir aðilar hafi eitthvað á málinu að græða. Ég held hins vegar að bakland Össurar muni ekki þola ESB og "erlendu fjárfestunum" hans áhuga á því sem er kallað auðlindir landsins.
Össur er seigur og sér eins og nánast allir aðrir en samráðherrar hans að nú er nauðsyn að laða erlent fé til landsins annað en AGS fjármagn. Þess vegna reynir hann að slá tvær flugur í einu höggi og reimar þetta tvennt saman. Inngöngu í ESB og stóraukna erlenda fjárfestingu hér.
Sniðugt en heldur varla vatni....
Röggi
fimmtudagur, 28. október 2010
Össur, ESB og erlendir fjárfestar
ritaði Röggi kl 11:41 3 comments
laugardagur, 16. október 2010
Leikritið heldur áfram
Jóhanna Sigurðardóttir heldur áfram með leikritið sem hún setti af stað þegar mótmælin stóðu sem hæst. Lokaatriðið hefur hún samið líka og það verður á þann hátt að öllum öðrum en henni sjálfri verður um kennt hvernig staðan er.
Stjórnarandstaðan verður talin standa í vegi fyrir lausnum og allir hagsmunaaðilar sem um lausnirnar hennar Jóhönnu hafa fjallað líka. Þetta fólk allt ásamt þeim sem eiga bankana núna og hafa flestir unnið sér það helst til saka að hafa lánað þeim peninga á sínum tíma verður líka vonda fólkið.
Þetta er söguþráðurinn í þeirri sápu sem ríkisstjórn Jöhönnu og Steingríms er með á fjölum núna. Töfralausnir á töfralausnir ofan er boðskapurinn. Engar fastar skoðanir eða kjarkur heldur bara hrakist undan háværum kröfum fjölskyldna og loforðum sem byggð eru á hreinni óskhyggju.
Hvers vegna stígur Jóhanna ekki niður? Auðvitað getur verið að þeir sem eru þjakaðir af pólitískum rétttrúnaði kaupi það að vondir menn í þjóðfélagi ætli að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin leysi vandann á augabragði með einu pennastriki. En meginþorrinn þarf væntanlega að hafa mikið fyrir því að sjá ekki í gegnum skrípaleikinn.
Verkefni ríkisstjórnarinnar hefur mistekist hrapalega. Helsta baráttumál Steingríms um að borga Icasave upp í topp ætlar líklega ekki að ganga eftir heldur eingöngu fyrir styrk stjórnarandstöðunnar. Það eina sem tekist hefur afar vel hjá ríkisstjórninni er að leggja stein í götu atvinnulífs og framfara.
Verkefnið var einmitt að byggja upp en ekki rífa niður allt þrek og frumkvæði. Ég bjóst alls ekki við því að nein ríkisstjórn eða stjórnmálaleiðtogar gætu komið með töfralausn. Grundvallarskoðanir vinstri stjórnarinnar eru þannig að hún á ekkert erindi núna.
Það tók þau tvö ár að reyna að taka á vandanum og ég ætla rétt að vona að þau taki ekki næstu tvö að koma sér úr ráðherrastólum sínum. Þjóðin hefur ekki lengur efni á þessari mislukkuðu tilraun sem vinstra vorið var alltaf.
Þessi sýning féll með stæl....
Röggi
ritaði Röggi kl 14:06 1 comments
fimmtudagur, 14. október 2010
Ögmundur; Álver eða dauði
Félagi Ögmundur Jónasson telur að Sjálfstæðismenn sjái bara álver eða dauða þegar kemur að lausnum í atvinnu og efnahagsmálum. Kannski ekki alveg svona einfalt en þó er einhver broddur í þessu hjá ráðherra aðgerðaleysisstjórnarinnar.
Ögmundur sér nefnilega dauða þegar kemur að álverum og framkvæmdum hverskonar öðrum en fjölgun opinberra starfsmanna og auknum skattaálögum. Það sem við höfum horft upp á í tvö ár er svo sannarlega dauði.
Og það er að hluta til vegna erfiðra aðstæðna en að stærstum hluta vegna þess dauða sem Ögmundur og félagar hafa dregið yfir allt frumkvæði og allar tilraunir til að koma af stað atvinnuskapandi atburðarás.
Vaxtabroddur Ögmundar er nefnilega ekki í iðnaði. Hann liggur í "einhverju" allt öðru. Þetta hefur félagi Ögmundur alltaf vitað og nú lemur hann höfðinu við steininn og kann ekki að skipta um skoðun.
Líklega á Ögmundur þægilegt sæti við samráðsborðið góða sem enginn hefur nennt að sitja við í tvö ár. Þar gefst Ögmundi kærkomið tækifæri til að láta ljós sitt skína og kenna okkur hvað hann hefur til málanna að leggja annað en að drýgja tekjur ríkisins með því að seilast í galtóma vasa fólks og fyrirtækja.
Ef ég ætti að skipta á álversframkvæmdum nú eða dauðanum sem ríkisstjórnin hans Ömma býður upp á er valið auðvelt.
Röggi
ritaði Röggi kl 14:12 0 comments
Það er víst pressa á að auka framleiðslu
Þær stöllur Björk og Eva Joly eru á móti nýtingu orkuauðlinda landsins. Þær eru í hópi ofstækisfólks sem hefur gert það að karríer að vera á móti iðnaði og orkunýtingu. Þetta fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu að nóg sé af verksmiðjum sem framleiða málm og að nóg sé virkjað.
Ég spyr. Nóg fyrir hvern? Hvernig nóg? Þetta fólk ásamt öðrum í þeirra andstöðuiðnaði fabúlerar út í eitt um að nóg sé að gert en rökstyður það afar fátæklega. Þau notast við orðfæri sem færustu áróðursmeistarar sögunnar hefðu verið fullsæmdir að.
Það eru alver út um ALLT. Það á að virkja ALLAR sprænur. ALLIR sem vilja vinna í þessum bransa eru vont fólk, líklega útlendingar, sem vilja það eitt og helst að græða peninga á litlum varnarlausum þjóðum. Orðin alltaf og allsstaðar eru í öndvegi. ALLIR íslendingar sem vilja skoða nýtingu og aukna framleiðslu eru hirðulausir um umhverfi og náttúru. Ílla meinandi fólk sem vill sjá eiturspúandi málmverksmiðjur um allar koppagrundir....Eru ekki örugglega 20 álver á Íslandi?
Félagi Ögmundur fer mikinn núna og talar um þá sem vilja skynsamlega nýtingu í sátt og samlyndi við Guð og menn.
Það fólk vill bara álver eða dauða segir Ömmi. Ofstækið er augljóst og þegar gengið er á hann með hugmyndir um nýtingu auðlinda eða atvinnulíf almennt kemur annað orð sem atvinnuandstæðingarnir nota mikið. Við gerum auðvitað "eitthvað annað". Hvað það er höfum við séð undanfarin tvö ár.
Það er enginn pressa á að auka framleiðslu segja græninginn og söngkonan. Ég held því fram að því sé öfugt farið en hávaðinn í þessu liði og aðgengið að fjölmiðlum er stórt. það er pressa á að auka framleiðslu á Íslandi. Við getum ekki öll lifað á því að vera listamenn eða atvinnustjórnmálamenn með aðsetur erlendis.
Skoðum okkar möguleika í sátt við Guð og menn. Náttúru og umhverfi. Og losum okkur við þvælukreddur og ofstæki í leiðinni. Dellan um að við "þurfum" ekki að framleiða meira af rafmagni er svo fáránleg firra að engu tali tekur og líka að öll slík framleiðsla sé vond fyrir land og þjóð, náttúru og umhverfi.
Hverjum dettur í hug að Norðmenn eigi að hætta að vinna olíu úr sjó af þeirri ástæðu að nóg sé komið? Og það þeir ættu að snúa sér að "einhverju öðru"?
Röggi
ritaði Röggi kl 10:08 1 comments
þriðjudagur, 5. október 2010
Ólína og töfralausnirnar
Ég er nefnilega aldrei þessu vant algerlega sammála Ólínu Þorvarðadóttur sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu til neinar töfralausnir handa skuldugri þjóð. Pólitíkin sem forsætisráðherrann hennar er að spila núna eru sjónhverfingar.
Vinstri stjórnin sem nú situr skilur ekkert af hverju staðan er orðin eins og hún er. Kannski trúðu vinstri flokkarnir þvi að hægt væri að leysa þjóðina úr snörunni með einhverjum sértækum aðgerðum stjórnmálamanna. Þar er vinstri mönnum reyndar rétt lýst. Þeir trúa allra helst á mátt stjórnmálamanna.
Núna hefur þessi stjórn eytt tveimur árum í að rífast innbyrðis og meðfram því komið í veg fyrir að atvinnulíf geti blómstrað með fjölmörgum hamlandi aðgerðum. Heilt ár fór í að fá Steingrím ofan af því að gefa Bretum og Holendingum stóran hluta af óinnheimtu skattfé barnanna hans.
Vandann átti að leysa með því að gera allt ríkis eitthvað og skattleggja svo allan pakkann fyrir skuldunum. Þetta var og er gersamlega vonlaus aðferðafræði og nú er svo komið að meira að segja Indriði getur varla fundið nýja skattstofna og því fátt annað eftir en að draga úr útgjöldum.
Ef haldið hefði verið öðruvísi á málum en gert var gagnvart atvinnulífinu væri kannski að skapast jarðvegur fyrir fólk og fyrirtæki til sköpunar og frumkvæðis og þá væri kannski einhver möguleiki á rísandi kaupmætti og minna atvinnuleysi.
Það fólk sem situr í ríkisstjórn er svo sannarlega ekki verra fólk en ég eða hver annar. Það bara trúir á mátt stjórnmálamanna og ríkisins. Og vegna þess að bankakerfi heimsins hrundi hefur því tekist að koma óorði á einkaframtak og frelsi. Og afleiðingarnar eru að koma í ljós.
Stjórnmálamennirnir ráða ekki við neitt og þeir bara skilja ekki af hverju öll þeirra góðu ráð og allar þeirra góðu aðgerðir virka ekki. Hvernig stendur á því að við sem höfum skattlagt allt nema hugsanir fólks og fyrirtækja eigum ekki fyrir skuldum?
Kúrsinn sem var tekinn var rangur alveg eins og kúrsinn sem fyrri ríkisstjórnir tóku í góðærinu var líka rangur. Skattaæðið hefði hentað vel í góðæri en drepur allt niður í hallæri. Þarna liggur meinið meðal annars og því fyrr sem við hverfum frá þessari stefnu því betra.
Það er engin alsherjar töfralausn að lækka skatta og ýta þannig undir framkvæmdir atvinnulífs og einstaklinga. En það er örugglega alrangt að standa í veginum eins og VG og Samfylking hafa komið sér saman um að gera.
Hættum að reikna með því að Jóhanna Sigurðardóttir eða einhver annar forsætisráðherra birtist okkur einn daginn og segist hafa reddað málinu. Það mun ekki gerast. Stjórnmálamenn eru ekki töframenn. Þeir geta sett okkur reglur og lög og þeir marka stefnuna. Það erum við, þjóðin sem vinnum okkur út úr vandanum en þá þurfum við ríkisstjórn sem rambar á rétta leið handa okkur.
Það hefur þessi stjórn ekki gert og Ólína hittir naglann á höfuðið. Þau eru ráðþrota og þau eru líklega verr stödd en ég hélt ef þau halda að hægt sé að draga kanínu úr hattinum núna til lausnar á skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Við þurfum öðruvísi stjórn með aðra stefnu.
Röggi
ritaði Röggi kl 15:34 7 comments
mánudagur, 4. október 2010
Jóhanna þumbast við
Ég sit hér og horfi á Jóhönnu Sigurðardóttir tala frá alþingi í fréttatíma. Hún er reynslubolti hún Jóhanna og ætlar sér ekki að fara frá. Hún talar um að hún ætli sér að taka mótmæli alvarlega en þá með því að reyna að fá stjórnarandstöðuna að borðinu til að leysa vandann. Hún treystir á að hinir flokkarnir séu jafn lafhræddir við kosningar og hennar eigin og þannig muni þessi sameiginlega hræðsla þrýsta flokkunum saman. Það kann að vera rétt mat og margt er til þess vinnandi að koma góðum verkum í gang. En kosningar verða vart umflúnar....
Þetta er því snilldarbragð atvinnustjórnmálamannsins Jóhönnu. Takist ekki að fá stjórnarandstöðuna til liðs mun hún reyna að kenna henni um að ekki tekst frekar en fyrr að leysa nokkurn vanda.
Jóhanna virðist ekki átta sig á að þjóðin hefur glatað tiltrú á ÞINGINU en ekki bara ríkisstjórninni. Þessa tiltrú hef ég ekki trú á að verði hægt að kaupa með sjónhverfingum eða töfralausnum sem allt í einu virðast til en hafa í raun bara beðið samþykkis stjórnarandstöðunnar!
Hver dagur sem þingið og ríkisstjórnin mun taka sér í að stinga hausnum neðar í sandinn mun bara kosta meira á endanum. En svo hlýjir eru ráðherrastólarnir að ekkert annað kemst að en að sitja þar hvað sem á dynur. Og spila pólitík, pólitík sem svo margir eru orðnir þreyttir á.
Röggi
ritaði Röggi kl 22:12 3 comments
laugardagur, 2. október 2010
Enn um mótmæli og efbeldi
Hún Heiða vinkona mín á DV bloggar í dag um mótmæli og ofbeldi. Við verðum seint sammála við Heiða um skilgreininguna á ofbeldi og ég verð að leggja orð í belg einu sinni enn um þessi mál.
Mótmælendur skýla sér oftast á bak við réttinn til tjáninga þegar þeir telja málsstað sínum best þjónað með ofbeldi. Ekki megi undir neinum kringumstæðum banna fólki að tjá sig hvort heldur það er gert með truflandi uppivöðslusemi eða eggjakasti að ég tali nú ekki um rúðubrot og svo framvegis.....
Réttur til þess að tjá skoðanir sínar nær ekki út yfir allt og allan annan rétt sem borgurum og eða opinberum aðilum er einnig tryggður. Kannski finnst Heiðu í lagi að ég og þeir sem eru mér sammála geri mér ferð á klukkustunda fresti eða svo og tjá skoðanir mínar á DV með eggjakasti og rúðubrotum eftir mínum eigin smekk.
Lærdómurinn sem draga má á af búsáhaldamótmælunum var meðal annars sá að besta leiðin er að mótmæla friðsamleg. Stigvaxandi ofbeldi eins og við sáum þar endar bara með hörmungum þar sem slagsmál við lögreglu, öryggisverði eða þingverði verður markmið en auðvitað alls engin nauðsyn.
það sem oft einkennir þá sem telja að eðlilegt sé að beita ofbeldi sem tjáningu er hentistefna. Ofbeldi sem á sparidögum er stundum kallað borgaraleg óhlýðni er alltaf réttlætanlegt ef málsstaðurinn er "góður" en skilgreiningin á því hvað er góður málsstaður er svo handahófskennd eðlilega.
Kannski má hártogast um það eitthvað hvort hin eða þessu hegðunin sé alvarlegt ofbeldi eða ekki alvarlegt en eggjakast og rúðubrot er ofbeldi og um það ætti ekki að þurfa að rökræða.
Hugsum okkur að til væru hagsmunasamtök eiturlyfjainnflytjenda sem teldu að réttindi þeirra til að afla sér lífsviðurværis væri skertur mjög í hérlendri löggjöf. Hvernig ætli Heiðu litist á ef þeir hyggðust nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn sem borgara þessa lands til tjáningar með sama hætti og mótmælendur gerðu núna fyrir helgina? Auðvitað ýkt dæmi og bragðvont en hugsum um prinsippið....
Fer þá tjáningarfrelsið að snúast aftur um góðan málsstað eða slæman eða erum við þá kannski að tala um ofbeldi?
Þessari spurningu þarf að svara því þetta er grundvallarspurning. Ef einum er leyft að beita ofbeldi við tjáningu í hvaða formi sem það er hver ætlar þá að banna öðrum?
Svar óskast.
Röggi
ritaði Röggi kl 23:40 9 comments
föstudagur, 1. október 2010
Váleg tíðindi af álveri
Þau válegu tíðindi voru að berast að álverið í straumsvík sé að breyta um framleiðslu og stækka. Þar hafa útlenskir menn með útlenska peninga sem líklega er vondir peningar, hugsanlega mafíósapeningar, ákveðið að fjárfesta hér á landi. Og ekki nóg með það....
..þessi hegðun mun skapa 150 ný störf. Hvernig gat þetta farið framhjá Andra Snæ og ríkisstjórninni? Vita eigendur álversins ekki að við framleiðum nóg handa okkur sjálfum af áli og álver er vondur vinnustaður? Auk þess kaupa svona fyrirtæki orku af okkur en Andri Snær vill nota þá orku í "eitthvað annað" eins og það er gjarnan kallað þegar þarf að finna eithvað fyrir vinnandi fólk að gera.
Þetta eru skelfileg tíðindi og sýnir okkur svart á hvítu að ef ríkisstjórnin slakar á eitt augnblik er stórhætta á því að atvinnulífið reyni að koma undir sig fótunum.
Röggi
ritaði Röggi kl 10:59 18 comments