Félagi Ögmundur Jónasson telur að Sjálfstæðismenn sjái bara álver eða dauða þegar kemur að lausnum í atvinnu og efnahagsmálum. Kannski ekki alveg svona einfalt en þó er einhver broddur í þessu hjá ráðherra aðgerðaleysisstjórnarinnar.
Ögmundur sér nefnilega dauða þegar kemur að álverum og framkvæmdum hverskonar öðrum en fjölgun opinberra starfsmanna og auknum skattaálögum. Það sem við höfum horft upp á í tvö ár er svo sannarlega dauði.
Og það er að hluta til vegna erfiðra aðstæðna en að stærstum hluta vegna þess dauða sem Ögmundur og félagar hafa dregið yfir allt frumkvæði og allar tilraunir til að koma af stað atvinnuskapandi atburðarás.
Vaxtabroddur Ögmundar er nefnilega ekki í iðnaði. Hann liggur í "einhverju" allt öðru. Þetta hefur félagi Ögmundur alltaf vitað og nú lemur hann höfðinu við steininn og kann ekki að skipta um skoðun.
Líklega á Ögmundur þægilegt sæti við samráðsborðið góða sem enginn hefur nennt að sitja við í tvö ár. Þar gefst Ögmundi kærkomið tækifæri til að láta ljós sitt skína og kenna okkur hvað hann hefur til málanna að leggja annað en að drýgja tekjur ríkisins með því að seilast í galtóma vasa fólks og fyrirtækja.
Ef ég ætti að skipta á álversframkvæmdum nú eða dauðanum sem ríkisstjórnin hans Ömma býður upp á er valið auðvelt.
Röggi
fimmtudagur, 14. október 2010
Ögmundur; Álver eða dauði
ritaði Röggi kl 14:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli