Jóhanna Sigurðardóttir heldur áfram með leikritið sem hún setti af stað þegar mótmælin stóðu sem hæst. Lokaatriðið hefur hún samið líka og það verður á þann hátt að öllum öðrum en henni sjálfri verður um kennt hvernig staðan er.
Stjórnarandstaðan verður talin standa í vegi fyrir lausnum og allir hagsmunaaðilar sem um lausnirnar hennar Jóhönnu hafa fjallað líka. Þetta fólk allt ásamt þeim sem eiga bankana núna og hafa flestir unnið sér það helst til saka að hafa lánað þeim peninga á sínum tíma verður líka vonda fólkið.
Þetta er söguþráðurinn í þeirri sápu sem ríkisstjórn Jöhönnu og Steingríms er með á fjölum núna. Töfralausnir á töfralausnir ofan er boðskapurinn. Engar fastar skoðanir eða kjarkur heldur bara hrakist undan háværum kröfum fjölskyldna og loforðum sem byggð eru á hreinni óskhyggju.
Hvers vegna stígur Jóhanna ekki niður? Auðvitað getur verið að þeir sem eru þjakaðir af pólitískum rétttrúnaði kaupi það að vondir menn í þjóðfélagi ætli að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin leysi vandann á augabragði með einu pennastriki. En meginþorrinn þarf væntanlega að hafa mikið fyrir því að sjá ekki í gegnum skrípaleikinn.
Verkefni ríkisstjórnarinnar hefur mistekist hrapalega. Helsta baráttumál Steingríms um að borga Icasave upp í topp ætlar líklega ekki að ganga eftir heldur eingöngu fyrir styrk stjórnarandstöðunnar. Það eina sem tekist hefur afar vel hjá ríkisstjórninni er að leggja stein í götu atvinnulífs og framfara.
Verkefnið var einmitt að byggja upp en ekki rífa niður allt þrek og frumkvæði. Ég bjóst alls ekki við því að nein ríkisstjórn eða stjórnmálaleiðtogar gætu komið með töfralausn. Grundvallarskoðanir vinstri stjórnarinnar eru þannig að hún á ekkert erindi núna.
Það tók þau tvö ár að reyna að taka á vandanum og ég ætla rétt að vona að þau taki ekki næstu tvö að koma sér úr ráðherrastólum sínum. Þjóðin hefur ekki lengur efni á þessari mislukkuðu tilraun sem vinstra vorið var alltaf.
Þessi sýning féll með stæl....
Röggi
laugardagur, 16. október 2010
Leikritið heldur áfram
ritaði Röggi kl 14:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skjaldborgarstjórnin hefur alltaf verið á móti almennri niðurfellingu sem var í raun eina skynsamlega leiðin.
Núna er það of seint.
(Biðu t.d. í eitt ár eftir dómstólum vegna lánamála..). Engin flýtimeðferð þar.
Þetta lið dregur áfram lappirnar.
Hefur engar aðrar tillögur að viti.
Hvað í ósköpunum hjálpar það að hringja í þá sem eru að fara á uppboð!!!! Kemur sennilega í áramótaskaupinu :)
Nú er það ekkert nema leiga á íbúðum í eigu banka ríkis og banka sem getur verið í stöðunni þökk sé "skjaldborginni".
Skrifa ummæli