föstudagur, 1. október 2010

Váleg tíðindi af álveri

Þau válegu tíðindi voru að berast að álverið í straumsvík sé að breyta um framleiðslu og stækka. Þar hafa útlenskir menn með útlenska peninga sem líklega er vondir peningar, hugsanlega mafíósapeningar, ákveðið að fjárfesta hér á landi. Og ekki nóg með það....

..þessi hegðun mun skapa 150 ný störf. Hvernig gat þetta farið framhjá Andra Snæ og ríkisstjórninni? Vita eigendur álversins ekki að við framleiðum nóg handa okkur sjálfum af áli og álver er vondur vinnustaður? Auk þess kaupa svona fyrirtæki orku af okkur en Andri Snær vill nota þá orku í "eitthvað annað" eins og það er gjarnan kallað þegar þarf að finna eithvað fyrir vinnandi fólk að gera.

Þetta eru skelfileg tíðindi og sýnir okkur svart á hvítu að ef ríkisstjórnin slakar á eitt augnblik er stórhætta á því að atvinnulífið reyni að koma undir sig fótunum.

Röggi

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hagnaðurinn fer reyndar úr landi,
við fáum vissulega störf og viðskipti við fyrirtækið.
Væri þá ekki betra að nota orkuna í "eitthvað annað" og fá hagnaðinn hingað til lands. Við græddum meira á því.

Nafnlaus sagði...

Þessir útlendingar eru Rio Tinto. Norski olíusjóðurinn fjárfestir ekki í Rio Tinto af siðferðisástæðum. Það er einfaldlega staðreynd.

Þannig að þú ættir að ræða þetta við norðmennina.

Sigurjón Vigfússon sagði...

Framkvæmd þessi og undurbúningur hefur farið hljóðlega fram og unnið hefur verið að undir búningnum síðustu tvö árin, ástæðan fyrir því hve leyndin var mikill var ótti við að hún yrði stöðvuð af stjórnvöldum og mótmælum eins og að framan kemur í pistli þínum.

Framkvæmdir vegna þessa tiltekna verkefnis kalla á 150 ársverk.

Samanlögð fjárfesting Rio Tinto í straumhækkunarverkefninu og ofangreindum breytingum á framleiðslulínunni nemur 57 milljörðum króna og samtals kalla þær á 620 ársverk.
Raforkum samninginn var endurnýjaður og verð hækkaðu yfir 20% og nú er greitt yfir meðalverð fyrir orkuna.

Um 100 milljarðar verða eftir í gjaldeyristekjum í landinu af áliðnaði.

Sigurjón Vigfússon sagði...

Nafnlaus.
Best Ethical Quote Score.

Að hafa upp ósannindin frá Andra Snæ um Río Tinto hefur hann getið þess að Río Tinto var valið árið 2008 eitt af 10 best í heiminum öllum atvinnugreinum er snýr að siðferði og orðspori svissneska fyrirtækisins Covalence sem gefur fjölþjóðar fyrirtækjum einkunn í fyrirteljasiðferði -Best Ethical Quote Score.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst pistillinn þinn bjánalegur.

En þetta er gott, það er gott að fá nokkur störf.

Ég held að Norski olíusjóðurinn fjárfesti ekki í Rio Tinto vegna meðferðar á verkamönnum í 3ja heiminum ekki held ég að þeir komi til með að berja Íslendinga.

En því miður vegna óstjórnar framsóknar og sjálfstæðismanna hafa Íslendingar ekki efni á að taka "the high road" í þessu máli.

Nafnlaus sagði...

Taka the high road!
Ég geri ráð fyrir að það sé þar sem allir geti spásserað á sósíalhjálp í Nauthólvík og drukkið rauðvín með ríkissteikinni næsta veitingastað.

Alls ekki að búa til verðmæti sem geta staðið undir "velferðinni".

Nafnlaus sagði...

Sigurjón: Það eru ekki ósanninndi að norski olíusjóðurinn fjárfesti ekki í Rio Tinto. Það er óumdeilanleg staðreynd. Það er heldur ekki af ástæðulausu enda voru þeir einn af stærri eigendunum þegar þessi ákvörðun var tekin og hafa því haft mjög góð tök á því að kynna sér hvernig þetta fyrirtæki vinnur.

Að halda að þetta verði eitthvað öðruvísi hérna því Íslendingar eru svo sérstakir... er... tja... dæmigert íslenskt. Hvernig var nú til dæmis farið með vinnuaflið við framkvæmdirnar á kárahnjúkum? Hve margir létust?

Nafnlaus sagði...

150 störf, guð minn almáttugur. Þða hlýtur að vera haldinn krísufundur í ríkisstjórnarflokkunum. Stöf að skapast án þess að ríkið eða sveitarfélög ráði einhvern vildarvin eða flokksgæðing í djobbið. Þetta gæti meira segja aukið útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin. Það hlýtur að renna kalt vatn á milli skins og hörunda á Bonný og Clyde?

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt frétt í Fjarðarpóstinum í gær skapar þetta 20 framtíðarstörf í Álverinu.
150 störfin eru á meðan á framkvæmdunum stendur.

Nafnlaus sagði...

Arður úr landi?!
Hvert hafa íslenskir banksterar og "auðmenn" farið með gróða sinn hingað til?

Pétur Maack sagði...

Þetta er nú ekki sérlega nákvæmt hjá þér Röggi.
Framkvæmdin kallar á 150 ársverk. Framtíðarstörf eru 20.
Til gamans má geta þess að það þýðir að kostnaðurinn við hvert starf er ca 800 milljónir. Þá er eftir að meta kostnað við öflun raforku til starfseminnar.
Verkamannastörf í áliðnaði halda því áfram að vera langdýrustu störf sem stofnað er til hér á landi. Frábært!

Sigurjón Vigfússon sagði...

Pétur Maack. Góð ábending hjá Pétri hagnaðurinn við þessa framkvæmd fyrir þjóðarbúið eru hreinar gjaldeyristekjur upp á 800 milljónir á hvert starf engin önnur framkvæmd skilar eins miklu fyrir þjóðina ekki veitir þjóðabúinu af þeim gjaldeyrir.

Nafnlaus sagði...

@Sigurjón Vigfússon.

Það fer gríðarlega í taugarnar á mér þegar það er talað um hversu miklar gjaldeyristekjur áliðnaðurinn skapi okkur, því gjaldeyristekjurnar eru vissulega stór og mikil tala. En súrálið er keypt erlendis frá, þannig réttara væri að tala um gjaldeyrishagnað, þ.e. draga "gjaldeyris"kostnaðarliðinn frá... ekki það að allur þessi gjaldeyrishagnaður fari ekki beinustu leið úr landi í vasa eigenda álveranna.

Einhver vinsælasta aðferðin við að blekkja fólk í þessum álversmálum er eingöngu að sýna þeim hversu miklar tekjur unna álið gefur. Þá er verið að gefa í skyn að súrálið sé íslensk auðlind, sem við vitum öll að svo er ekki.

Nafnlaus sagði...

Þetta minnkar þá bara líkurnar á að eitthvað rísi í Helguvík. Það er ekki næg orka til fyrir það dæmi núna og verður enn síður eftir að búið að að úthluta straumsvík meira.

Nafnlaus sagði...

Það er ekki hægt að fara fram á að þeim sem finnst lítið mál að selja sig hverjum sem er, fari í manngreiningarálit.
Götumellur gera það heldur ekki.

Nafnlaus sagði...

"Fínt" að fá 150 störf fyrir pólska og kínverskja verkamenn í nokkra mánuði á meðan verið er að auka framleiðslugetu álversins. Þessi tuttugu varanlegu störf sem standa síðan eftir kosta síðan þjóðfélagið margfalt meira en þau skapa. Við fjármögnum jú allar orkuversframvæmdir með erlendu lánsfé.

Nafnlaus sagði...

Það er hreint og beint ömurlegt að lesa flest innleggin hér. Um leið og fréttist að eitthvert iðnfyrirtæki ætli að fara að framkvæma eitthvað þá fara allir andskotans umhverfishryðjuverkamennirnir á límingunum

Nafnlaus sagði...

Álfíklum þykkir sannleikurinn harður. Auðvirðilegt var að sjá
austfirðingan á öllum aldri flagga og syngja fósturlög fyrir forstjóra Alcoa einsog hann væri einhver fucking messías.