Félagi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er gamall hundur í pólitík. Hann kann sinn orðhengilshátt utanbókar og hefur þétta reynslu í að snúa vonlausri stöðu upp í stórsigur með magnaðri málnotkun og túlkun staðreynda.
Nú hefur Ögmundur komist að þeirri niðurstöðu að Ástráður Haraldsson sem sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar fyrir örfáum dögum hafi nú það sem ráðherrann kallar "endurnýjað traust" til setu í kjörstjórn. Þessi endurnýjun byggir ef ég skil þetta rétt á þvi mati VG að hæstiréttur kunni ekki að komast að "réttri" pólitískri niðurstöðu.
Svona þvætting setur enginn betur saman en hinn þrautreyndi stjórnmálahundur sem hefur fyrir löngu lært að tilgangurinn helgar alltaf pólitískt meðalið. Þarna er hið nýja Ísland í dag og litli ríkisflokkurinn lætur ekki að sér hæða né munar hann um að lítilsvirða hæstarétt þegar hagsmunir flokksins þurfa pláss.
Ástráður þessi Haraldsson hefur svo lýst því yfir að hann hafi hreinan skjöld aðeins örfáum dögum eftir að hann hrökklaðist úr embætti formanns landskjörstjórnar. Hversu lágt nenna menn að leggjast spyr ég og velti fyrir mér faglegum metnaði og heiðri þessa lögmanns. Þær körfur er ég fyrir löngu hættur að gera til ráðherrans.
Röggi
miðvikudagur, 2. mars 2011
Hvernig endurnýjar maður traust?
ritaði Röggi kl 10:19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæstiréttur hafði ekkert með málið að gera heldur nokkrir einstaklingar sem vinna við hæstarétt. þannnig að ekki er verið að vanvirða hæstarétt á nokkurn hátt.
Hafa skal það sem sannara reynist.
Skrifa ummæli