þriðjudagur, 1. mars 2011

VG í pólitískum leikskólaleik

VG er stjórnmálflokkur sem ég hef hvað minnsta samleið með. Ekki vegna þess að þar sé vont fólk heldur vegna þess að ég er í grunninn ósammála þeirri heimspeki. VG er flokkur sem rís alveg undir mínum væntingum í svo mörgu nú um stundir.

Margir bera þó virðingu fyrir flokknum sem þótti í stjórnarandstöðu vera flokkur grundvallaratriða sem ekki voru gerð út með afslætti. VG er klassískur ríkisflokkur sem trúir á kerfið og að embættis og stjórnmálamenn séu best til allra hluta fallnir.

Nú berast þau ótrúlegu tíðindi að VG hafi troðið Ástráði Haraldssyni í landskjörstjórn aftur. Ástráður þessi stýrði þeirri stjórn til strands fyrir stuttu síðan og varð að segja af sér fomennsku. Hvað getur flokknum gengið til með þessu?

Auðvitað er flokkurinn ósáttur við að reglur sem hann sjálfur setti vegna kosninga til stjórnlagaþings skuli hafa verið svo hraustlega sniðgengar að hæstiréttur ógilti þær. Óánægja flokksins með þá niðurstöðu beindist þó ekki að formanni kjörstjórnar, téðum Ástráði, heldur réttinum sem las úr reglunum. Þetta er svo ótrúlega barnaleg leikskólapólitík að engu tali telur.

Og grafalvarleg þegar betur er skoðað. VG hefur ákveðið að hætta að reyna að búa til nýtt Ísland en herðir í staðinn á í baráttunni fyrir gamla ruglinu. VG sniðgengur lög í pólitískum tilgangi ítrekað og þetta allt að því hlægilega dæmi er enn ein sönnun þess.

Hér er gert lítið úr þinginu, hæstarétti og ekki síst vesalings lögmanninum sjálfum þó augljóst sé að með þessu er VG að reyna að sýna honum stuðning í ímyndaðri baráttu við vondan hæstarétt.

Eru þetta ekki vinnubrögð sem við viljum kveðja spyr ég?

Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ágætur pistill.

Þó ekki sammála um VG.

Þar er einmitt vont fólk.