mánudagur, 5. september 2011

Biðlaun Þórunnar

Af hverju skyldi Þórunn Sveinbjarnardóttir ekki þiggja biðlaun? Eru þingmenn undanþegnir almennum réttindum á vinnumarkaði? Erum við kannski á þeirri skoðun að biðlaun séu óþörf? Er ekki bara rétt að stefna að því að gera starfið almennt enn verr launað og óaðlaðandi en nú er?

Mér finnst umræðan um biðlaun Þórunnar dapurleg. Þórunn er í raun fórnarlamb aðstæðna. Stór hluti þjóðarinnar telur þingmenn allt að því þroskaheft og illa meinandi fólk sem er ýmist að koma úr fríi eða í leiðinni í frí.

Dvínandi virðing fyrir alþingi er sérstakt umfjöllunarefni en ég verð þó aldrei þeirra skoðunar að með því að skerða réttindi þingmanna til kjara munum við styrkja stofnunina. Ég er einmitt og eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að gera betur í þeim efnum til að laða okkar besta fólk að.

Þórunn er ekki að gera neitt annað en hennar réttur stendur til og mér finnst umræðan um þetta stundum lituð hræsni. Ég bið þá sem myndu afsala sér launum í uppsagnarfresti að rétta skriflega upp hönd.

Í mínum huga er alveg augljóst að fólki ber ekki að afsala sér þeim kjörum sem það á fullan rétt til. Sumir telja það sérstaka dáð að gera það og það er ágætt svo langt sem það nær.

En það er enginn glæpur að gera það ekki.

Röggi

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það fær enginn uppsagnarfrest sem segir upp sjálfur nema bankabófar og stjórnmálamenn

Það má alveg hækka laun stjórnmálamanna - en það á um leið að draga úr þessum fáránlega frítíma sem þeir fá (þeir fá meiri frítíma en grunnskólakrakkar) og sleppa öllum svona sérgreiðslum

Nafnlaus sagði...

það er ógeð fyndið að hún komi úr 4 mánaða sumarfríi og fari á 6 mánaða biðlaun, löglegt en siðlaust. Greinilega ekki vanþörf á siðfræði náminu held samt að hún falli.

Nafnlaus sagði...

Í flestum þeim kjarasamningum sem ég þekki til eru ákvæði um laun í uppsagnarfresti, þ.e. ef starfsmanni er SAGT UPP. Þá er ætlast til að hann vinni uppsagnarfrestinn.

Ef viðkomandi starfsmaður fer svo að sinna öðru, t.d. fer að vinna hjá öðrum atvinnurekanda eða í nám og fer á launaskrá falla laun hans niður hjá fyrri vinnuveitanda.

Það er vegna þess að hann á ekki að vera á launaskrá hjá einhverjum sem hann hefur lokið störfum hjá þegar hann er að þiggja laun frá öðrum.

Þetta gildir á almenna launamarkaðnum. Þá eru einnig ákvæði að ef starfsmanni er SAGT UPP og er beðinn um að hætta strax þá skuli honum greidd laun út uppsagnarfrestinn sem á almenna markaðnum er eftir ákveðinn tíma í starfi oftast í kringum þrjá mánuði. Það er þó misjafnt eftir starfsgreinum og kjarasamningum.

Meginreglan er þó sú að ef starfsmaður SEGIR UPP og fer í nám, fer hann af launaskrá daginn sem hann hættir. Enda fær námsmaður ódýrustu lán sem boðið er upp á hér á landi, þ.e. námslán ef námið er lánshæft. Sem háskólanám er.

Þorsteinn Úlfar

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir kannski átt að skrifa líka um eftirlaun Davíðs, lögin sem hann setti sjálfur og skrifaði eru eitt af því ógeðfeldara sem gert hefur verið í íslenskri pólitík.

Nafnlaus sagði...

Því i andsk. á hún ekki að vinna sinn uppsagnarfrest, eins og allt annað fólk, nema um uppsögn sé að ræða. Það er sama sagan hjá þessu skítapakki..

Nafnlaus sagði...

"Það fær enginn uppsagnarfrest sem segir upp sjálfur nema bankabófar og stjórnmálamenn."

Rangt. Ég tilheyri hvorugum hópi en hef fengið biðlaun eftir að ég hef sagt upp. Reyndar ekki í sex mánuði, en biðlaun voru það.

Nafnlaus sagði...

Það væri gaman að vita í hvaða starfi nafnlaus fékk þessi biðlaun?

Nafnlaus sagði...

Siðleysi Þórunnar snýst ekki um biðlaunin sem slík heldur það að segja ekki af sér þingmennsku um leið og hún tók ákvörðunina. Hún hefur a.m.k. ekki sótt um og fengið skólavist með nokkurra daga fyrirvara. Í staðinn bíður hún þar til þing hefst til að segja af sér og fer eftir það á biðlaun. Sú tímasetning er til að hámarka þann tíma sem hún fær laun greidd. Það er óheiðarlegt.

Nafnlaus sagði...

Af hverju...já af hverju skyldi það alltaf fara fyrir brjóstið á mér þegar fólk,,,, já og það fullorðið fólk, notar orð yfir fatlað fólk, (í þessu tilfelli orðið "þroskaheftur") í niðurlægjandi tilgangi? Bara skil það ekki! Er það að vera þroskaheftur sem sagt það versta sem hægt væri að líkja þingmönnum við??? .....ja hérna! Skamm Röggi!!