fimmtudagur, 22. september 2011

VG

Steingrímur VG formaður hefur dansað geggjaðann línudans allt þetta kjörtímabil. Þessi hrunadans hefur gengið út á það að reyna að halda VG saman. Að flokkurinn leysist ekki upp í frumeindir en það þyrfti VG einmitt að gera og mun líklega gera.

Öllu hefur verið til fórnað svo Steingrímur geti verið ráðherra. Lengi vel afneitaði formaðurinn helstu baráttumálum VG í gegnum sigursælt stjórnarandstöðutímbil flokksins við hávær mótmæli gömlu afturhaldskommanna sem nú hafa reyndar náð slíkum hreðjatökum að okkur sviður öllum sárt undan daglega.

Flokkurinn er klofinn en það varð nú samt niðurstaðan að hluti hans færi en hinn hluti þeirra sem þarf að fara er eftir og ræður öllu. Með þessum hætti lítur út fyrir að allt sé með felldu en svo er auðvitað ekki.

Vissulega eru Ögmundur , Jón og Svandís kát og reif enda halda þau um öll ráð ríkisstjórnar og böðlast við það hvern dag þrotlaust að færa okkur til fornaldar og kommúnisma. Samfylking og sá hluti VG sem ekki sótti sér lífsspekina í austur Evrópu fyrir miðja síðustu öld situr og stendur eins og þetta fólk vill og getur illa leynt vonbrigðunum.

Kostnaðurinn vegna þessa fellur á okkur öll. Kostnaður sem þjóðin greiðir fyrir það að VG fái haldið velli í núverandi mynd. Ein ríkisstjórn og heil þjóð eru á þessu spilaborði VG þar sem vinningar taldir til afturhaldsliðsins eru gefið stórtap til allra annarra.

Sá hluti VG sem nú stjórnar landinu þarf að kljúfa sig frá. Fyrst frá andstæðingum sínum innan flokks og svo frá þjóðinni líka. Fyrr verður enginn friður og ég segi fyrir mig að frekar vill ég allan ófrið en þann frið sem félagi Steingrímur fann þegar hann afhenti þessu fólki völdin til þess að geta haldið góðu veðri heima fyrir.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú gætir alveg eins verið að skrifa um Sjálfstæðisflokkinn, nema hann er ekki í ríkisstjórn. Öllum Íslendingum væri greiði gerður ef frjálslyndi hlutinn myndi kljúfa sig frá íhalds- og náhirðargenginu. Þá gætu Davíð og co verið tuðandi, lengst út til hægri, í kapp við talíbanana í VG.
Það er nauðsynlegt að til séu öfgaflokkar á báðum ásum stjórnmálanna þar sem ruglað fólk getur fundið sér stað án þess að draga okkur hin með sér niður í svaðið...

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus góður!
VG og FLokkurinn báðir óstjórntækir.
Annar vitlaus en hinn siðspilltur.
Ekki ólíklegt að þeir verði saman í stjórn næst - miðað við gullfiskaminni kjósenda.