fimmtudagur, 15. september 2011

Orðið á götunni

Nú er þeim skemmt. Þeim vinstra megin er vel skemmt vegna þess að Hanna Birna er að daðra við að bjóða sig fram gegn Bjarna Ben. Orðið á götunni á eyjunni upplýsir um taugatitring í þingliði flokksins og pirringi.

Ég veit ekkert um þann titring eða pirring þannig séð en eitthvað væri nú dauft yfir ef fólki í þingflokknum léti það svona mál ekki raska ró sinni. Ég þekki ekki einn einasta Sjálfstæðismann sem er ekki að reyna að koma sér upp skynsamlegri afstöðu komi til framboðs gegn Bjarna. Þó það nú væri og hvernig gæti það verið öðruvísi?

Það er dálítið gaman að því hvernig andstæðingar Sjálfstæðisflokksins líta á það að við höfum allavega tvo afar frambærilega og áhugasama aðila í þetta embætti. Samfylking hefur til að mynda engan og neyðist til að tefla fram forsætisráðherra sem veit hvorki hvort hún er að koma eða fara en langar þó alveg augljóslega að fara en kemst hvergi. Pirrandi.....

Sjálfstæðisflokkurinn er í góðri stöðu hvað þetta varðar þó auðvitað muni formannsslagur komi til hans verða helvíti mikill slagur. Og flokkurinn myndi að mínu mati enda með afar sterkan formann hvor sem ynni.

Ynni Hanna Birna yrði það gríðarlegur pólitískur og persónulegur sigur og ekki myndi það veikja stöðu Bjarna Ben að leggja svo sterkan frambjóðanda af velli sem Hanna Birna er. Þeir eru til sem telja það einmitt vera honum nauðsynlegt að fá endurnýjað og öflugt umboð.

Þeir sem sjá lengra en aðrir í pólitík vita nefnilega að verði þessi tveir í framboði til formanns er það win win staða fyrir flokkinn fram í tímann þó það valdi titringi um stundarsakir.

En það er kannski ekki orðið á götunni.......ennþá.

Röggi

Engin ummæli: