Nú er kannski ekkert að marka mig verandi sá Sjálfstæðismaður sem ég er en eftir dóm hæstaréttar varðandi endurútreikninga gengistryggðu lánanna verður ekki betur séð en að Jóhanna verði að spreða einu af níu lífunum sem hún segir þessa ríkisstjórn hafa til þess að lifa þennan dóm af.
Á meðan fjölmiðlar pólitískir eyða öllu púðri í að elta stjórnarandstöðuna hefur gagnslausasta ríkisstjórn sögunnar gert fátt annað en að tefja fyrir því að við komumst út úr kreppunni. Um það eru í raun allir hagsmunaaðilar sammála.
Öll lögmál þekkt í stjórnmálum hefðu fyrir löngu losað bæði þjóðina og flokkana sem sitja uppi með hvorn annan við þá ánauð sem þessi stjórn er ef ekki væri fyrir ótta þeirra einstaklinga sem sitja á þingi fyrir vinstrið um að missa þingsætið.
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort væri verra hjá ríkisstjórninni aðgerðaleysið eða aðgerðirnar. Í dag eru það klárlega aðgerðirnar og verður áhugavert að sjá menn reyna að þvæla sig út úr þessu og einnig hvernig fjölmiðlar munu fjalla um þetta mál sem er skuldlaus eign ríkisstjórnar sem keyrði málið í gegn á sínum tíma þrátt fyrir skynsamleg varnaðarorð.
Röggi
miðvikudagur, 15. febrúar 2012
Dómur er fallinn
ritaði Röggi kl 17:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Röggi sjálfstæðismaður :) Þú ættir kanski að spyrja þingmenn flokksins þíns afhverju þeir sátu hjá þegar 151/2010 fór í gegn. Afhverju greiddu þeir ekki atkvæði á móti?
Skrifa ummæli