fimmtudagur, 16. febrúar 2012

...og ráðherrann fagnar.

Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera hluti af þeim þingmeirihluta sem samþykkti ólögin hans Árna Páls. Ég reyndar les það í Fréttablaðinu i morgun að ráðherrann fyrrverandi fagnar niðurstöðu hæstaréttar.

Árni Páll er ekki fæddur í gær og reynir að sið atvinnumanna í pólitík að snúa þessum ömurlega ósigri í rennandi sigurgöngu. Hann sér þetta þannig að ólögin hans hafi í raun fært fólki fé frá upphafi og muni gera það enn frekar með þessum úrskurði. Og þessu fagnar Árni Páll.

Hversu langt er hægt að seilast í pólitískri ósvífni? Þegar dómstólar ógilda íþýngjandi löggjöf ráðherra og tryggja lántakendum meiri rétt fagnar ráðherra og reynir að eigna sér heiðurinn.

Einnig sést það á fyrstu viðbrögðum þeirra sem enn hafa þrek til þess að verja allt sem þessi ríkisstjórn gerir með því að benda á stjórnarandstöðuna að ekki eru miklar líkur til þess að þeir sem tóku ákvörðunina finni neinn styrk eða fái hvatningu til að taka á henni ábyrgð.

Engir PR snillingar eða vinveittir fjölmiðlar auk álitsgjafa eða bloggara. Orðhagir ráðherrar og aðstoðarmenn. Engum mun takast með orðhengilshátt og útúrsnúninga að vopni auk áunnins misskilnings að koma þessu klúðri á stjórnarandstöðuna.

En ég spái því að það verði taktíkin og verður áhugavert og afhjúpandi að sjá hverjir munu taka þátt í þeim farsa. Því þó þeim fari hratt fjölgandi fylgismönnum vinstri flokkanna sem vilja lágmarka skaðann og hætta þessu samstarfi eru þeir sem ráða för enn að skilgreina pólitískan árangur á þann hátt að hann náist með því einu að sitja að völdum.

Sá sigur er beiskur og okkur öllum dýrkeyptur.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Come on,
Það vita allir að þessi gengislán voru 100% lögleg. Hins vegar eftir hrunið var "nauðsyn" fyrir Íslendinga að dæma þau ólögleg, "afturvirkt". Sýnir náttúrulega algjört bananalýðveldi að verki, og líklega er þetta bara enn einni nagilinn í líkistu orðspors Íslendinga. Að vera kenna þingmönnum í dag um þetta er náttúrulega hlægilegt, þó að þeir geti náttúrulega klúðrað málum.

Reynum nú einu sinni að sýna smá þroska.

Nafnlaus sagði...

Ekki reikna með því eina einustu sekúndu að vinstri sinnaðir álitsgjafar, blaðamenn eða bloggarar taki þetta upp og núi núverandi ríkisstjórn um nasir. Þeir munu þegja yfir því að þessi ríkisstjórn braut gegn stjórnarskránni, hreint og klárt, með fullum vilja.
AK-47 á smugunni t.d. kemur ekki með múkk um þetta, og er hann þó ófeiminn að tjá sig þegar honum er misboðið. Ah, þ.a.s. þegar Sjálfstæðismenn misbjóða honum, VG fólk misbíður honum aldrei svo mikið að hann gagnrýni þau. Þetta á við um nær alla bloggara á Eyjunni og Smugunni og annars staðar.

Já, það er gott að geta verið réttilega reiður þegar þingmaður stelur steinum og er svo kosinn aftur á þing, en það er bara í fínu lagi, skv. sama fólki að seilast eftir milljarðatugum í vasa fólks, í þágu fjármálafyrirtækja, og brjóta stjórnarskránna í leiðinni, hvorki meira né minna.

Eyju- og Smugubloggarar hefðu kannski fagnað þessu, eins og þeir fögnuðu lögbroti Svandísar með frösum á borð við "leyfum náttúrunni að njóta vafans". Hvað hefði Árni átt að segja, "Leyfum bönkunum að njóta vafans"?

Vinstri menn geta núna tekið til sín orð Styrmis Gunnarssonar um Sjálfstæðismenn, gert þau að sínum um sína menn: "Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta."

Kv. Grétar Thor Ólafsson