miðvikudagur, 21. nóvember 2012

Vafningur DV og Andersen heldur áfram

Ekki er að spyrja að DV. Ingi Freyr fréttastjóri blaðsins virðist ekki geta tekið á heilum sér tekið eftir að vafningur hans gegn Guðlaugi þór með ákærðum Gunnari Andersen gékk ekki upp, heldur afhjúpaði einungis misferli í opinberu starfi.

Áfram skal samt haldið. Nú hefur traustur heimildarmaður DV sagt Inga að Guðlaugur hafi verið kærður. Samkvæmt þessum grjóthörðu heimildum er kærandinn einmitt hinn ákærði fyrrum forstjóri FME, Gunnar Andersen.

Sem ekki sá ástæðu til að kæra þingmanninn meðan hann var forstjóri FME heldur tók ömurlegan vafning í málinu sem við öllum blasir, nema DV sem var reyndar þátttakandi í brellunni.

DV hefur miklu meiri áhuga á þætti Guðlaugs Þórs í þessari sögu en nokkurn tíma þeirri stórfrétt sem málið er. Nefnilega fáránleg framganga embættismannsins, sem við reyndum að treysta fyrir FME á viðkvæmum tíma í okkar sögu.

Fyrir DV er þetta einfalt. Ef einhver, og þá skiptir í raun engu máli hver er, er reiðubúinn að tala illa um að ég tali nú ekki um, að kæra Sjálfstæðismann er viðkomandi öruggur um plás í blaðinu. 

Ef þetta gerist er fréttastjórn blaðsins tilbúin að setja til hliðar öll prinsipp sem hægt er að týna til um vandaða fréttamennsku. 

Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fatta ekki hvert þú ert að fara með þessari grein, nema hvað andúð þín á DV skín í gegn.

Er það ekki frétt ef Gunnar hefur kært Guðlaug Þór ? Eru greinilega að vinna vinnuna sína svo framalega sem fréttin sé rétt.

Svo er það þetta með áhuga DV af sjálfstæðismönnum. Það er einfaldlega mest af skíthælum hrunsins tengdir Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt. Sorrý!!!