Það er ekki laust við að eitthvað sé minna loftið í mörgum vinstri manninum núna þegar kemur að því að félagi Össur liggur undir ámæli vegna þess hvernig hann fer með ráðningar.
Hér sannast það sem ég hef of sagt. það er enginn munur á mönnum í þessu tilliti. Kannski finnst fólki heldur minna atriði hver verður orkumálastjóri en dómari en prinsippin eru þau sömu.
Það virðist sem eðli stjórnmála sé einfaldega þannig að flokksmönnum er troðið kerfisbundið út um alla stjórnsýsluna og gildir einu hvaða flokkar eiga í hlut. Helsti munurinn nú er að metnaðarlausir blaðamenn og pólitískir virðast ætla að láta Össur sleppa öllu auðveldar frá sínu en Björn. Hvað ætli ritstjórar DV skrifi margar greinar um þessi nýjustu embættisverk Össurar?
Eitthvað er þetta kerfi okkar ekki að gera sig. Til hvers er verið að fá nefndir fagmanna til þess að gefa álit sitt fyrirfram? Svoleiðis hefur ekkert vægi ef einhver gæðingurinn er næstur í röðinni.
Nú taka menn sér nokkra daga í að birta rökstuðning fyrir ákvörðun sem er löngu tekin. Hvurslags stjórnsýsla er það eiginlega. Ef rökstuðningurinn var til þá er ekkert að vanbúnaði.
Við erum eiginlega höfð að fíflum í þessa ítrekað. Niðurstaða mín verður ávallt sú sama. Hættum að treysta á sanngirni og heiðarleika manna. Breytum kerfinu svo mis misheppnaðir stjórnmálamenn komist ekki í það að sukka.
Drögum úr völdum þessara manna og reynum að temja okkur þann sið sem aðrar þjóðir hafa gert fyrir margt löngu og það er að láta fólk axla ábyrgð.
Sama hvar í flokki það stendur.
Röggi.
laugardagur, 5. janúar 2008
Sami rassinn undir þeim...
ritaði
Röggi
kl
23:03
0
comments
Pólitík á Bessastaði.
Hún er næsta taumlaus gleði vinstri manna yfir því að frambjóðandi þeirra, Ólafur Ragnar, ætli að sækjast eftir því að sitja lengur á Bessastöðum. Ólafur hefur aldrei verið minn maður þó hann hafi að mestu komist vel frá sínu. Afskipti hans af pólitík í embætti eru þó að mínu mati vanhugsuð.
Af ýmsum ástæðum. Mér finnst ekki eðlilegt að maður sem var jafn umdeildur og hann var pólitískt bæði af samherjum sem andstæðingum taki það upp á sína arma að breyta eðli embættisins bara sísona. Gera það pólitískara en áður. Þeir sem hafa raunverulegan áhuga á að hugsa um þessi mál út frá embættinu en ekki bara steingeldri og gamaldags flokkapólitík geta sett Davíð Oddsson í hlutverk Ólafs og sjá þá kannski ljósið í rökræðunni.
Mér finnst ekki endilega útilokað að eðli embættisins geti og megi breytast. En þá að undangengnum umræðum um það. Forsetinn okkar hefur ekkert pólitískt umboð til eins eða neins. Sama hver hann er. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að viðkomandi nefni það í aðdraganda kosninga hverju sinni hvort og þá hvernig standi til að breyta áherslum og nálgunum. Annað er virðingarleysi fyrir sögunni og embættinu.
Þannig og aðeins þannig á það að gerast. Fagurgali manna um að forsetinn okkar skuli vera sameiningartákn þjóðarinnar er hjóm skoðað í þessu ljósi. Ég er ekki viss um að meginþorri þjóðarinnar vilji gera þetta að pólitísku embætti. Stórefast reyndar.
Veður geta skjótt skipast í lofti hér og glerharður hægri maður komist í embættið og þá heyrist væntanlega hljóð úr vinstra horninu haldi áfram sem nú horfir. Og kannski vex þeim á endanum mest fiskur um hrygg sem vilja bara leggja þetta niður.
Finnst ekki útilokað að vinstri mönnum takist jafnvel að fá öflugt hægri framboð gegn sínum manni. það er kannski það sem menn vilja gera með sameiningartáknið. Það væri breyting vissulega því ekki er hefð fyrir alvöruslag og vonandi fyrirgefst mér að líta ekki á framboð Ástþórs sem alvöru.
Höldum í hefðirnar þegar kemur að þessu embætti og reynum okkar besta að menga það ekki af skítugri pólitík. það geta engir menn sameinað þjóðina um neina pólitík.
Röggi.
ritaði
Röggi
kl
01:01
0
comments
Ráðherrar eiga ekki að vera þingmenn.
Ég hef mjög lengi átt bágt með að skilja af hverju við tökum ekki kaflann um þrískiptingu valds í stjórnarskránni alvarlega. Það er varla að nokkur maður hafi nefnt þetta að neinu gangi frá því Vilmundur gerði það forðum. Hann á enn talsvert í mér blessaður.
Jú framsóknarmenn voru að nefna þetta lítillega en þá dó málið að sjálfsögðu snarlega. Fáir geta þolað framsókn neitt gott. Spilling heyrðist hrópað hátt. Nútímafjölmiðlafólk annað hvort hefur ekki á huga á svona leiðindum eða nennir ekki. Hlutlaus rannsóknarblaðamennska er ekki stunduð hér nema í mýflugumynd.
Kannski finnst mönnum þetta ekki skipta neinu máli. Sem er í sjálfu sér mögnuð túlkun á stjórnarskránni. Ég nefnilega hélt að þrískipting valds væri upphafið og endirinn. Grundvallaratriði sem flestar siðmenntaðar þjóðir telja sig ekki geta gefið afslátt af. Hér liggur þetta á milli hluta.
Ég held að þetta skipti höfuðmáli. Það er lykilatriði að valdið sér þrískipt. Það þýðir einfaldega að ráðherrar eru ekki þingmenn. Kannski væri við hæfi að spyrja, hvað réttlætir það að ráðherrar hér séu þingmenn? Er það góð stjórnsýsla að menn sitji við það fyrir hádegi að semja leikreglur sem þessir sömu menn fara svo að vinna eftir síðdegis? Ég hef heldur enga sannfæringu fyrir því að ráðherra eigi að skipa dómara. Get haldið áfram...
Mér finnst kominn tími til þess að við leggjum afdalamennskuna til hliðar. Hættum að trúa því að allir séu góðir menn þangað til annað sannast. Tökum upp reglurnar sem stjórnarskráin gefur okkur og minnkum líkurnar á því að misvel heppnaðir stjórnmálamenn geti hoppað í holurnar og leikið sér með fjöreggið.
Er ég kannski að misskilja hressilega?
Röggi.
ritaði
Röggi
kl
00:25
2
comments
föstudagur, 4. janúar 2008
Skemmtilegur Jón Viðar.
Ég hef áður lýst því að Jón Viðar gangrýnandi finnst mér ljómandi skemmtilegur. Ég sæki leikhús að vísu ferlega stopult en les allt sem karlinn skrifar með bestu lyst. Mér finnast greinar hans matarmiklar. Hann er að sönnu fremur neikvæður oft og þá getur hann orðið verulega kjarnyrtur. Súsanna Svavarsdóttir var í svipuðum vandræðum á sínum tíma. Jónas Sen býr líka við almennt óþol í sinn garð. Þykir leiðinlegur og neikvæður. Samt er það þannig að listamenn taka ekki meira mark á neinum en þessu fólki þegar það er jákvætt. Hvernig má það vera?
Ætla ekki að endurtaka það sem ég hef sagt um Guðjón Pedersen og ákvörðun hans um bannfæringu Jóns. Vitlausara getur það varla orðið. Mæli eindregið með því að fólk lesi þessa nýjustu söngva satans og felli sjálft sinn dóm um ákvörðun æðsta prests.
Margir þola Jón Viðar illa. Sérstaklega þeir sem muna eftir honum úr sjónvarpi. Skraufaþurr og húmorslaus þá en í dag litríkur og ruddalega skemmtilegur og fyndinn. Enginn getur efast um faglega þekkingu hans en eins og áður er hægt að þrasa um hvort er fegurra rautt eða blátt.
Hann þorir að hafa skoðanir í þessu pínulitla íslenska listaþorpi. Lætur það meira að segja henda sig að efast um okkar færustu menn. Því eiga þeir auðvitað ekki að venjast en hafa án efa gott af.
Svo þorir hann líka að hrífast og þá er það extra gaman. Endalausar lofrullur þar sem ganrýnendur sitja opinmynntir yfir öllu eru þreytandi og ósannfærandi.
Röggi.
ritaði
Röggi
kl
23:48
0
comments
Kristján Möller samkvæmur sjálfum sér.
Nú er hamast á Kristjáni Möller. Af því að hann leyfir sér að reyna að hafa þá skoðun að að göng úti á landsbyggðinni skipti meira máli en sundabraut.
Kemur þetta á óvart spyr ég. Hann er hér samkvæmur sjálfum sér og engin ástæða til þess að skammast yfir því. Hann hefur oft haldið því fram að þeir sem vilja setja vegaframkvæmdir á höfðuborgarsvæðinu í forgang hafi sérstaka andúð á landsbyggðinni.
Landsbyggðahroki hans hefur ekki farið leynt. Veit reyndar ekkert hvort sá hroki er verri en höfðuborgarhrokinn sem landsbyggðin talar stundum um. Mér hefur Kristján alltaf hafa haft á sér gamaldags fyrirgreiðslu stimpil og það hefur ekki hrifið mig.
Kannski þótti samfylkingunni sniðugt að stinga upp í kallinn með því að gera hann að samgönguráðherra. Það er þekkt aðferð og viðurkennd. En engin regla er án undantekninga og kannski sannast það hér.
því Kristján stendur undir nafni og er samkvæmur sjálfum sér. það er lofsvert í sjálfu sér þó ég voni að góðir menn geti undið ofan af honum í þessu máli.
Röggi.
ritaði
Röggi
kl
09:41
1 comments
fimmtudagur, 3. janúar 2008
Hvað kom fyrir leikhússtjórann?
Hvað hefur komið fyrir leikhússtjóra leikfélags Reykjavíkur? Hvernig dettur honum í hug að taka gangrýnanda af boðsgestalista þó honum mislíki gagnrýnin? Þetta er ekki ein af hans sterkari ákvörðunum.
Hann segist ekki líða dónaskap í sínum húsum. Þetta finnst mér verulega hrokafullt. Jón Viðar stendur bara og fellur með sínum skrifum. Það er ekkert nýtt. Leikhússtjórinn leggur sig fram um að skilja ekki myndlíkingar sem Jón Viðar notar. Og reiðist kannski vegna þess að gangrýnandinn fagnar starfslokum hans. Er bannað að fagna þeim?
Skil hvorki upp né niður. Mér finnst þetta aumt hjá Guðjóni og óþarfa viðkvæmni. Hvað er næst? Á ég kannski á hættu að verða bannfærður fyrir þessi skrif?
Röggi.
ritaði
Röggi
kl
19:06
0
comments
þriðjudagur, 1. janúar 2008
Siðlaus þjóð.
Við erum enn kotbændur á mörgum sviðum. Okkur leiðast reglur. Grundvallaratriði og prinsipp stundum við helst ekki. Í stað þess að hafa eina reglu sem gildir jafnt um alla alltaf og allsstaðar þá tökum við afstöðu frá einu atviki til annars.
Þá koma við sögu hlutir eins og hvort einhver kunni hugsanlega að hafa verið óheppinn. Og hvort viðkomandi sé góður aðili eða almennt ekki talinn góður. Hvort hér sé um stóra hluti eða smáa að ræða. Gallar þannig fyrirkomulags er miklir og hætta á að ekki gildi jafnt um alla. Gagnsæið verður ekkert og slúður og sögusagnir fá líf.
það er í þessu ástandi sem stjórnmálamenn og aðrir reyndar líka komast upp með að þurfa ekki að axla ábyrgð. Sínkt og heilagt er hægt að benda á afbrigði og undantekningar. Dæmin eru fyrir framan okkur nær daglega og flest gerum við okkur sek um að taka þátt í þessu. Við verjum óverjandi hluti hjá stjórnmálamönnum bara ef þeir eru í okkar liði. Skammtíma hagsmunir taka langtíma hagsmunum fram.
Það er afleitt. Ekki gengur endalaust að skammast út í þetta ef við hvert og eitt höfum ekki sjálf siðferðislegan styrk. Þeir sem ekki krefjast siðferðis eru ekki líklegir til að búa við það. Því miður lýgur sagan engu í þessu.
Nú gerist það að stjórnmálamenn og stofnanir eru að fá gjafir frá aðilum sem eiga ekkert með að bera gjafir á þetta fólk. Margir hneykslast en ég hygg því miður að þeir séu líka margir sem munu verja þessa ósvinnu.
Þetta sé nú smáræði sem engu máli skipti fyrir fólk sem á nóg af aurum. Þarna sé bara góður hugur á bak við og fleira í þá áttina. Af hverju gerum við ekki eins og aðrar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við og krefjumst þess að þetta breytist? Á meðan við gerum það ekki þá er svona nokkuð rétt mátulegt á okkur.
Rauðvínsgjafir til ráðherra var lítillega til umræðu í silfrinu nú síðast. Össur og Þorgerður voru þar og þetta þótti í besta falli tilefni til spaugs. Gott ef Össur tuðaði ekki yfir því að hafa ekki fengið kassa. Einungis fulltrúi vinstri grænna leit málið alvarlegum augum. það var sorglegt en kom ekki á óvart.
Til þess að þetta breytist verðum við að hætta að verja ruglið þó það komi frá okkar fólki. Stórt eða smátt, góðir menn eða minna góðir skiptir bara engu.
Einhversstaðar verðum við að byrja. Er þessi tími verri en annar?
Röggi.
ritaði
Röggi
kl
20:38
4
comments