fimmtudagur, 3. janúar 2008

Hvað kom fyrir leikhússtjórann?

Hvað hefur komið fyrir leikhússtjóra leikfélags Reykjavíkur? Hvernig dettur honum í hug að taka gangrýnanda af boðsgestalista þó honum mislíki gagnrýnin? Þetta er ekki ein af hans sterkari ákvörðunum.

Hann segist ekki líða dónaskap í sínum húsum. Þetta finnst mér verulega hrokafullt. Jón Viðar stendur bara og fellur með sínum skrifum. Það er ekkert nýtt. Leikhússtjórinn leggur sig fram um að skilja ekki myndlíkingar sem Jón Viðar notar. Og reiðist kannski vegna þess að gangrýnandinn fagnar starfslokum hans. Er bannað að fagna þeim?

Skil hvorki upp né niður. Mér finnst þetta aumt hjá Guðjóni og óþarfa viðkvæmni. Hvað er næst? Á ég kannski á hættu að verða bannfærður fyrir þessi skrif?

Röggi.

Engin ummæli: