mánudagur, 7. apríl 2008

Hannesarofnæmið.

Hannesarofnæmið. Vinstri menn fá almennt útbrot og ógleði þegar minnst er á Hannes Hólmstein. Hann á vitaskuld eitthvað af því skilið enda stíllinn knappur hjá honum í gegnum tíðina. Reyndar er það þannig að megnið af því sem hann hefur haldið fram alla sína tíð eru í dag almenn gildi.

Hann hefur ekki þurft að skríða í felur eða skipta um lífsskoðanir eins og margir vinstri menn þurftu að ganga gegn um, ef þeir þá gerðu það. Þetta virðist pirra marga mjög.

Nú ryðjast vinstri menn margir fram og vilja sparka í kallinn eftir klúðrið með Laxness bókina. Yfirskyn umræðunar er dómurinn en fæstir ná að halda sig við þau efnistök. Fyrr en varir snýst málið um pólitík. Vinskap við Davíð og hreina skítapólitík. þar fór fagmennskan af.

Dómurinn snýst ekki um pólitík Hannesar. Og refsingin snýr kannski mest að honum sem fræðimanni. Þá kemur að því að ekki er bráðeinfalt að refsa opinberum starfsmönnum. Það er ótækt ef ég er spurður en ekki samdi Hannes þær reglur þó hann hafi lýst sig óánægðan með þær áður.

Honum er núið það um nasir að vinna hjá hinu opinbera þó afstaða hans til opinbers reksturs sé neikvæð. Furðulegt að þrástagast á þessu enda hljóta vinstri menn og ríkissinnar að geta hugsað sér að vinna hjá einkareknum skólum. Hver vill stunda akademískt nám í algerlega einsleitu andrúmsofti, þar sem allir eru á einni skoðun? Veit reyndar um marga....

Breytum endilega reglum sem vernda opinbera starfsmenn umfram aðra menn á vinnumarkaði. Þá fengi Hannes trúlega að fjúka enda fræðimannsheiður hans nú laskaður.

En hættum skítkasti um einkahagi manna og pólitískar skoðanir eins og flestir stunda núna. Þetta mál er ekki pólitískt. Greinilegt er þó að ofnæmið fyrrnefnda auk mikils vilja til að innleiða ameríska skítapólitík sem snýst mest um persónur og þeirra einkahagi en minna um málefni er mönnum hugleikið viðfangsefni.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki eru það nú lög um opinbera starfsmenn sem hinda að eitthvað sé gert í málum Hannesar. Rektor getur áminnt hann í starfi og margir hætta frekar en að fá áminningu. Hafi menn fengið áminningu má reka þá við næsta brot. Hins vegar er ég sammála þér að það er ekkert skrýtið við það að Hannes sé ríkisstarfsmaður, það vill þannig til hér á landi að hans starfssvið er ríkisrekið. Til samanburðar má minna á það að "sjálfstæðishetjan" Jón Sigurðsson var alla sína hunds og kattatíð á launum hjá danska ríkinu.