miðvikudagur, 16. apríl 2008

Málgagn morðingja.

Þeir eru sýnu merkilegri morðingjarnir ef þeir eru pólskir. Ekki er verra ef þeir hafa framið hrottaleg morð með áhöldum sem að jafnaði eru notuð við kornuppskeru.

Fjölmiðlar, sér í lagi DV, eru undirlagðir umfjöllun um tvo misyndismenn pólskrar ættar sem hafa nú fundið sér málgagn þar sem þeir bera hvern annan sökum. DV er greinilega búið að taka afstöðu í málinu og hefur ákveðið að halda með öðrum aðilanum.

Ekki þekki ég sannleikann í þessu máli en ætla að leyfa mér að halda að ekki sé til einn sannleikur í þessum farsa. Hversdagslegt fólk eins og ég kemst í gegnum lífið án þess að lenda í útistöðum við sveðjumorðingja og annað hyski af þeim toga. Enda aldrei verið í glæpabransanum.

Afleitt þegar morðingjum sinnast svona. Veit ekki hvort gerandi er grín að þessu því svona gaurar koma óorði á allt sem pólskt er hér og það hlýtur að vera erfitt fyrir yfirburðameirihluta þeirra pólverja sem hingað hafa komið í eðlilegum tilgangi.

Fólk sem aldrei hefur tilheyrt, eða vera boðið að tlheyra, glæpaklíkum. Þekkir ekki glæpamenn og síðast en ekki síst, hefur aldrei myrt nokkurn mann.

Og aldrei haft varnarþing á síðum DV.

Röggi.

Engin ummæli: