sunnudagur, 20. apríl 2008

Orðdólgurinn jonas.

Ég var búinn að gleyma Jónasi Kristjánssyni. Magnað alveg því maðurinn er ógleymanlegur. Síðustu ár hans sem ritstjóra DV verða lengi í minnum höfð, hélt ég. Lágkúran sem hann birti í blaði sínu nánast daglega var þannig að menn trúðu vart eigin augum.

Hann var látinn hætta því. Dró sig í hlé, löngu verðskuldað hlé og fór á hestbak held ég,. Heldur snautleg burtreið gamla meistarans. Ég fann ekki fyrir söknuði.

Og nú bloggar hann af mikilli innlifun. Bloggarinn jonas er bitur maður og reiður og man aldrei eftir neinu jákvæðu. Hann er sérfróður sem aldrei fyrr og hann er líka orðljótur og stóryrtur. Hálfgerður orðdóni.

En hann er lesinn öfugt við það sem gerðist síðast þegar hann hafði lifibrauð sitt af því að skrifa. Ætli það sé vegna þess sem hann er að reyna að koma til skila eða vegna stóryrðanna sem hann velur frekar en ekki?

Umbúðir umfram innihald. Okkur lesendum er að fara aftur því ekki hefur jonasi farið neitt fram.

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jónas þorir ennþá að segja, þegar aðrir þegja. Það er hressandi að lesa hann. Hann á ekkert undir neinum og getur sagt sannleikann. Öfugt á við flesta sem þora ekki. Að vísu förlast honum þegar hann segir í pistli fyrr í vetur að hann hafi ekki leyft nafnlaus skrif í DV (fyrir utan Svarthöfða, sem hann loksins losnaði við). Geir Andersen á DV, hafði það hlutverk að skrifa lesendabréf undir lyganöfnum. Og oft birtust löng lesendabréf undirrituð: lesandi. En ekki fékk hver sem er að fá svoleiðis birt í DV undir stjórn Jónasar Kristjánssonar.
Samt finnst mér hressandi að lesa hann í dag. Það er eins og fara í sturtu eftir að hafa lesið drasl-fréttablöðin öll.