miðvikudagur, 25. júní 2008

Hollvinir grensás og sjóvá.

Af hverju vissi ég ekki að til væru hollvinir grensásdeildar? Samtök með stjórn og alles, og formann. Sem í dag skrifar grein í moggann. Og af því að mér er málið skylt fannst mér greinin frábær.

þar upplýsir hann að sjóvá lýsi sig reiðubúið að fjármagna og styrkja með beinum fjárframlögum byggingu viðbótarálmu við grensásdeild. Ríkið myndi svo leigja húsnæðið og taka það yfir að tilteknum tíma liðnum.

Svona á þetta að vera. Tryggingarfélögin hafa beinan hag af því að endurhæfing sjúklinga takist vel og gangi fljótt fyrir sig. Hér fer því hagur allra prýðilega saman. Enda minnir mig að eitthvert tryggingarfélagið hafi haft áhuga á að fjármagna tvöföldun vegar austur fyrir fjall af sömu grundvallarástæðum.

Geri mér grein fyrir því að VG og líklega fleiri fá hland fyrir ríkisrekna hjartað sitt að heyra minnst á að einkaaðilar komi að nokkrum sköpuðum hlutum og ekki síst því sem snýr að heilbrigðismálum.

En í þessu tilfelli getur varla verið að nokkur maður ætti að geti fundið meinbug. Þetta er einfaldlega skothelt í allar áttir og ekki eftir neinu að bíða. Enginn sem kynnir sér starfsemi grensásdeildar getur efast hversu frábært og nauðsynlegt starf þar er unnið. Eða hversu mörgum hefur tekist að ná fótfestu eftir vistina þar. Ekki fer heldur á milli mála að miklu betur þarf að búa að þessari starfsemi.

Kýla þetta góða mál í gegn takk. Þetta fellur þéttingsfast að grundvallarskoðunum núverandi heilbrigðisráðherra. Ég leyfir mér að vera bjartsýnn.

Er skapi næst að færa mín viðskipti öll til sjóvár...

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VG og ríkisrekna hjartað... Hvað segja þá Sjallarnir þegar Flokkurinn stendur í svona rugli?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/25/sturla_faer_adstodarmann/

á hún að vera Caddy fyrir þennan störfum hlaðna mann í 7 mánaða djobbinu?