föstudagur, 20. júní 2008

Svanur um Hannes og háskólann.

Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði skrifar pistil í fréttablaðið í dag. Hægri menn hafa aldrei og munu aldrei þola hann. Hann hefur enda aldrei þolað að hægri maðurinn Hannes Hólmsteinn kenni við hákólann. Hann hefur ræktað með sér að mér hefur fundist bæði faglega og persónulega óbeit á Hannesi. Þannig hefur díllinn verið. Hann hefur fundið Hannesi allt til foráttu og flestir eru bara hættir að nenna að hlusta á það. Nema Helga Kress auðvitað.

Hef ekki sett mig mjög nákvæmlega inn í þá sögu en hefur fundist báðir aðlilar njóta þess hanaats til fullnustu. Veit fátt um Svan en hef af honum mynd fremur óspennandi manns sem líkist mun frekar þreyttum embættismanni en leiftrandi vísinda og fræðimanni. Mjög líklega alröng mynd og vonandi allra vegna.

Og nú ryðst hann fram og heggur á báðar hendur. Talar um grundvallaratriði og trúverðugleika háskólans. Er ekki heilmikið til í því sem hann segir?

Ég hef ekki þá skoðun að rétt sé að hálshöggva Hannes af því að hann er Hannes eins og margir virðast vilja gera. Mér finnst einfaldega að um hann eigi að gilda sömu reglur og um aðra. Hvorki meira né minna.

það er skylda rektors og deildarforseta að sannfæra alla aðila um að enginn vafi leiki á að Hannes fái eðlilega meðferð eftir dóminn sem hann hlaut. Enginn afsláttur sé veittur né að á rétti hans sé traðkað.

það hef ég á tilfinningunni að ekki hafi tekist og varla verið reynt. Fisléttar yfirlýsingar rektors og almennar hafa frá mínum bæjardyrum séð ekki gert annað en að koma því að hjá mér að henni þyki málið í besta falli óþægilegt og hentugast væri að reyna að svæfa það. Vanhæfisyfirlýsingar deildarforseta þekki ég ekki en varla má vera mikil leynd yfir ástæðum þess vanhæfis.

Heiður háskólans og reyndar Hannesar er hér að veði. það verður aldrei léttvægt fundið. Þar erum við Svanur sammála.

Röggi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var kallinn dæmdur fyrir ritstuld?

Var kallinn ekki dæmdur fyrir ritstuld?

Það ætlar að reynast sumum erfitt að átta sig á því.

Balzac.

Nafnlaus sagði...

Svanur nýtur mikillar virðingar nemenda sinna í Háskólanum enda afbragðs kennari.
Sama verður seint sagt um Hannes blessaðan.

Og það er alveg sama hvernig á það er litið. Maðurinn var dæmdur fyrir ritstuld og Háskóli stefnir á að skapa sér alþjóðlega virðingu getur ekki verið þekktur fyrir að láta það líðast að hafa ritþjóf innan sinna raða.
Svona mál eru litin mjög svo alvarlegum augum í akadímska heiminum og ég þori að fullyrða að það finnst ekki háskóli í hinum vestræna heimi sem hefði ekki sparkað Hannesi með það sama

Nafnlaus sagði...

Ráðning Hannesar á sínum tíma var með eindæmum og viðbrögð HÍ við þessu ritstuldsmáli öllu enn skrýtnari. Það er rétt sem nafnlaus segir; í nánast öllum öðrum háskólum hefði maðurinn verið rekinn, sérstaklega í háskólum sem vilja vera meðal þeirra 100 bestu í heimi. Ég held samt að Svanur sé að draga þetta fram vegna nýrra háskólalaga þar sem sjálfstæði ríkisháskólanna er skert verulega og fulltrúar háskólanna komnir í minnihluta í stjórnum þeirra og algerlega undirseldir valdi ráðherra. Ég tel að Svanur sé að benda á hvað svoleiðis afskipti geta leitt af sér og að háskólar sem eru ofurseldir pólitísku valdi geta aldrei vænst þess að vera meðal 100 bestu. Er annars einhver norður-kóreskur háskóli á þeim lista?

Nafnlaus sagði...

Þetta er spurning um hver eigi að ráða í háskóla. Fulltrúar ríkisvaldsins sem eru skipaðir af stjórnmálamönnum eða starfsmenn háskólans og nemendur. Að mínu viti eru afskipti stjórnmálamanna oftast vond. En eins getur myndast klíkustemming innan háskóla. Ég get ekki tekið mark á Svani frekar en Hannesi. Báðir sömu öfga mennirnir. Hannes átti auðvitað að seigja af sér enda mun hann ekki ná neinni reisn innan skólans eftir þennan dóm. En ég held að háskólinn verði ekki betri skóli fyrir það að hafa Svan á launaskrá. Hann gerir auðvitað lítið úr öllum innan skólans í skrifum sínum í Fréttablaðinu. Þetta virðast aumingjar í hans huga og eins og fyrri daginn er hann þeirrar skounar að hann einn viti.

Nafnlaus sagði...

Ég hef verið nemandi bæði Hannesar og Svans og verð að segja að Svanur hefur mikið forskot á Hannes sem kennara þó Svanur sé ekki hinn fullkomni kennari.

Mín skoðun á þessu máli er sú að loksins hafi Háskólinn fengið ástæðu til að losa sig við Hannes. Vinnubrögð hanns við kennslu eru með ólíkindum, setningar á borð við að ekki megi nota heimildi við ritgerða skrif eftir aðra en hann eru bara eitt lýsandi dæmi um vanhæfni hans. Það eru mér mikil vonbrigði að hvorki Kristín né Ólafur hafi tekið almennilega á þessu máli. Þetta er Háskóla Íslands til skammar.