Ég heyri marga góða og gegna Sjálfstæðismenn lýsa því yfir að þeir ætli ekki að kjósa flokkinn í kosningum núna. Vegna atburða sem gerðust hinu megin við gærdaginn. Linnulaus áróður ónýtra fjölmiðla í garð flokksins og forystumanna hans virðist hafa náð til eyrna ótrúlega margra. Sjálfstæðisflokknum er um að kenna er messað yfir okkur ótt og títt þó við fáum fréttir af því daglega að heimsbyggðin öll sé undirlögð og engin fái rönd við reyst og það þrátt fyrir að fall okkar hafi allsstaðar kveikt á loftvarnaflautum. Mikill er máttur flokksins segi ég.
Hver erlendi sérfræðingurinn á fætur öðrum er fluttur til landsins til að segja okkur að glæpirnir séu bankanna en það heyrist lítt enda eru fjölmiðlar ekki að básúna svoleiðis. Við munum trúlega rífast um þetta út í hið óendanlega og skekkjan í umræðunni verður í rökréttum takti við það hvaða hagsmunir eigenda fjölmiðlana henta best hverju sinni.
það sem skiptir máli í næstu kosningum er þó ekki þetta. Nú þarf að velja leiðir til að komast út úr vandanum. þar erum við að tala um grundvallarspurningar í stjórnmálum. Hvaða sjónarmið liggja að baki þegar við merkjum við. Þeir Sjálfstæðismenn sem ekki merkja við D eru þá væntanlega sáttir við vinstri stefnuna.
Við vitum út á hvað hún gengur. Skattahækkanir á allar hendur umfram allt svo ríkið megi nú stækka sem hraðast og mest. Allt sem heitir niðurskurður og hagræðing bannað. Vinstri stjórnir síðustu aldar brúuðu bilið jafnan með lántökum erlendum en nú er sá möguleiki ekki til staðar. Hvernig á þá að koma ríkiskassanum á rétt ról aftur?
Um þetta snýst málið næsta kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir því að niðurskurður hjá hinu opinbera er óhjákvæmilegar og nauðsynlegur, má líka gjarnan kalla það hagræðingu. það verður ekki sársaukalaust og krefst kjarks sem vinstri menn hafa ekki. Æfingar ríkisstjórnarinnar núna 5 mínútum fyrir kosningar í þá veru að hætta við heilbrigðar áætlanir um hagræðingu hjá hinu opinbera eru sjónhverfingar. Af þeim verður látið fljótlega eftir kosningar.
Nú þegar allt atvinnulífið fer um með blóðugan niðurskurðarhnífinn á lofti ætla ríkisforsjárflokkarnir tveir að berja höfðinu við steininn. Hvaða lógík er í því að ríkið geti ekki hagrætt og sparað? Er ríkisrekstur þeirrar gerðar að þar sest ekki fita utan á? Fólk og atvinnulíf sem berst nú í bökkum frá einum mánuði til þessa næsta mun ekki að óbreyttu þola miklar skattahækkanir. Þannig er það bara.
Skerum niður kostnað ríkissins og hagræðum. Hóflegar skattahækkanir eru óhjákvæmilegar og eðlilegar en ég mun aldrei kjósa yfir mig fólk sem telur það einu lausnina. Nú ríður á sem aldrei fyrr að grunnstefin í stefnu Sjálfstæðisflokksins haldi. Nú þegar yrti skilyrði eru afleit megum við ekki búa til heimatilbúnar álögur á skraufaþurrt atvinnulíf og heimili með skattaofbeldi.
Ríkisstjórn sem segist ætla að gera allt fyrir ekkert er á alvarlegum villigötum. Við hækkum ekki vaxtabætur án þess að einhver borgi það. Hátekjuskattur skilar okkur því að háar tekjur hverfa af yfirborðinu og skatttekjur ríkissins lækka. Hagfræðin og sagan leyna engu í þessum efnum.
Ég hvet Sjálfstæðismenn til að kjósa flokkinn vegna þess sem hann stendur fyrir. Þær grundvallarhugmyndir að frelsi einstaklingsins skili okkur mest og best fram á veginn. Látum ekki litinn hóp glæpamanna og pólitískt fatlaða fjölmiðlamenn selja okkur það að frelsið sé skammaryrði og vandamál.
Höft, bönn og ríkisforsjá eru ekki okkar tebolli. þeir Sjálfstæðismenn sem hafa skipt um skoðun kjósa auðvitað vinstri flokkana. Þeir hinir sem ekki hafa horfið frá grundvallarhugmyndum mæta auðvitað á kjörstað upplitsdjarfir og veita nýrri forystu flokksins brautargengi.
Flóknara er það nú ekki. Ég geng ekki um alla daga harðánægður með allt sem minn flokkur gerir í öllum málum. Mín afstaða mótast af grundvallarsjónarmiðum og þar á ég alla samleið með Sjálfstæðisflokknum.
þess vegna kýs ég hann og hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að skoða hug sinn vel áður en þeir kjósa yfir sig vinstri stjórn þann 25. apríl fyrir tóman misskilning.
Röggi.
þriðjudagur, 31. mars 2009
Sjálfstæðismenn kjósi XD.
ritaði Röggi kl 12:50 17 comments
mánudagur, 30. mars 2009
Jóhanna og launakjörin.
Jóhanna Sigurðardóttir er merkilegur stjórnmálamaður. Gerir út á að hún vilji gagnsæi og ábyrgð. Talar hátt um siðferði þó hún telji hvorki að siðferði né ábyrgð eigi við hana sjálfa eins og viðbrögð hennar við nýgengum dómi yfir hennar embættisfærslum sannar.
Hún virðist hafa smitast all hraustlega af popúlisma pólitík félaga Össurar. Tími ofurlauna er liðinn messar hún yfir landsfundi Samfylkingar um helgina og söfnuðurinn ætlar að ærast af fögnuði. Alltaf gott að geta sagt það sem lýðurinn vill heyra.
Þegar bent er á að hin Norsk Franska Eva fá frábær laun fyrir ráðgjöf til handa okkur vegna rannsókna á bankahruninu þá fer Jóhanna að tala um að nú verði að skoða laun skilanefnda. Núna þegar mjög ríður á að skilanefndirnar skipi okkar hæfasta fólk þá vill Jóhanna lækka laun þeirra vegna þess að Eva er svona dýr. Líklega væri rökréttara að hækka laun skilanefnda en hitt.
Þetta er dæmigert fyrir stefnuleysi og eftirsókn eftir vindi sem einkennir forystu Samfylkingar. Nú þarf þetta blessaða fólk sem hefur tögl og hagldir í stórn landsins að standa í fæturna og hlaupa ekki upp til handa og fóta í hvert sinn sem vindur stýkur kinn.
Rökstuðningrinn fyrir launum Evu er svo sér mál. Jóhanna er sannfærð um að hún sé hverrar krónu virði! það dugar henni en er ekki mjög gagnsætt fyrir okkur hin. Hún var nefnilega sannfærð um að embætismaðurinn sem hún braut stjórnsyslulögin á um daginn væri að reyna að hafa af okkur fé með kröfum sínum. þar sagðist Jóhanna hafa sparað ríkiskassanum peninga. Bara kalt mat hjá henni og þá eru hlutir eins og dómstólar léttvægir fundnir.
Hver skilur svona stjórnmálamenn? Hentistefna og popúlismi og ekkert annað ef ég er spurður. Vonandi stendur Jóhanna ekki við hótanir sínar um að sitja lengi í ráðuneyti forsætis ef þetta er það sem á að bjóða upp á.
Kjarkleysi og popúlismi eru afleitt vegnanesti til þeirra sem þurfa óhjákvæmilega að taka erfiðar ákvarðanir næstu misseri.
Röggi.
ritaði Röggi kl 18:43 2 comments
föstudagur, 27. mars 2009
Jarðsamband Skúla Helgasonar.
Skúli Helgason er upprennandi stjarna í Samfylkingunni. Hann er skilgetið afkvæmi klækjastjórnmálaskóla flokksins. Í framkvæmdastjóra tíð hans molnaði flokkurinn niður og stakk undan formanni sínum svo að aldrei gleymist.
Samræðustjórnmál Samfylkingar hafa ekki verið merkilegri en það að hefja samræður við flokka um myndun vinstri stjórnar á meðan Ingibjörg Sólrún notaði alla sína takmörkuðu orku í að vinna með samstarfsflokknum að lausn þeirra vandamála sem upp komu. Sú vinna er í dag vegvísirinn sem unnið er eftir. þessi Skúli setur ofan í við okkur Sjálfstæðismenn í dag.
Þar sakar hann okkur um að hafa tafið fyrir Samfylkingu í viðleitni hennar til að bjarga heimilum og atvinnulífi. Stórmerkileg söguskýring enda hefur ekkert borið á þessum bjargráðum þó Sjálfstæðisflokkur sé ekki lengur í veginum. Samfylking mun líklega kenna Framsókn um það. þannig flokkur er bara flokkurinn hans Skúla.
Skúli gagnrýnir hugmyndir okkar Sjálfststæðismanna í ESB málum. Við höfum farið í mjög metnaðarfulla skoðun á öllum hliðum þess máls og mikil vinna margra aðila og opinská að baki. Samfylkingin hefur ekki staðið í slíku enda eiga samræðustjórnmálin ekki alltaf við.
Til dæmis þegar flokksforystan hefur komist að niðurstöðu. Þá þarf ekkert að ræða málið frekar. Skúli kemst að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tefja málið með því að vilja setja það í þjóðaratkvæði. Gott að vita að Skúli telur þjóðaratkvæðagreiðslur tefja fyrir því sem flokkarnir hafa bara ákveðið.
Skoðanakannanir segja okkur að meirihluti þjóðarinnar vill ekki fara í aðildarviðræður á þessu stigi. Slíkir smámunir þvælast ekki mjög fyrir Samfylkingunni og Skúla Helgasyni. Við vitum betur syndromið birtist þarna sprelllifandi. Þið eruð ekki þjóðin lifir góðu lífi í hugum þessa flokks og nýstirnin fljót að tileinka sér vísindin.
Þjóðin er ekki Samfylkingin og Samfylkingin ekki þjóðin. Þetta vefst fyrir Skúla sem telur að óþarfi sé að spyrja þjóðina af því að hann hefur fundið sannleikann eina þó þjóðin sé ekki að fullu sammála. Helvítis lýðræðið getur verið of svifaseint fyrir riddara sannleikans.
Mælingar Skúla Helgasonar á jarðsambandi verð seint löggildar. Í málefnum ESB er þjóðin klofin og meirihlutinn fellur öfugu megin víglínunar séð úr horninu hans Skúla. Allar tafir sem verða á því að minnihlutinn fái sínu framgengt falla Samfylkingunni þungt.
Við Sjálfstæðismenn þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vilja fara lýðsræðsleiðina í því að leiða málið til lykta. Samfylkingin verður bara að gera stundarhlé á bakherbergja og baktjaldamakks aðferðum sínum á meðan þjóðin fær að gefa sitt álit.
Röggi.
ritaði Röggi kl 12:11 1 comments
miðvikudagur, 25. mars 2009
Lestur minnisblaðs.
Merkileg umræðan um minnisblaðið hans Davíðs. Stjórnmálamenn láta eins og það skipti engu máli og vinstri menn rembast eins og áður við að gera allt grunsamlegt sem frá Davíð kemur. Þessi pólitíski stífkrampi vinstri manna gagnvart Davíð er fyrir löngu orðin skaðlegur svo um munar.
það er kunnara en frá þurfi að segja að nú er bankakreppa um allan heim. Stöndugar stofnanir riða til falls vegna þess sama og plagar okkar samfélag. Peningakerfi stærstu landa heims með þróað eftirlitskerfi og þrautreynt fólk í öllum stöðum stendur á gati og getur vart rönd við reyst. Vandinn er ótrúlegur og hann er nánast allra og sameignlegur í minnkandi heimi sem vinnur meira og minna eftir sama regluverkinu enda krafan um stöðlun og miðstýringu æpandi.
Hér á litla á litla Íslandi höfum við fundið einn mann öðrum fremur sem hægt að að skrifa fyrir hruninu. Þetta hefur öðrum þjóðum ekki tekist enda eru ekki allar þjóðir í fjötrum pólitískrar lömunur eins og við.
Bankahrunið snérist um viðskipti og siðferði þeirra sem áttu og ráku bankana. Alþjóðlegt lagaumhverfi sá ekki við svívirðunni og fáir komu auga á glæpina fyrr en of seint. það er hinn bitri sannleikur sem við eins og aðrir búum við. Þennan sannleika virðast margir hreinlega ekki vilja horfast í augu við.
Þess vegna tekst fólki að lesa minnisblað Davíðs á þann hátt að stílbragð og uppsetning bréfsins sé aðalatriði máls. Innihaldið og kjarninn auka. Hversu mikil þarf hin pólitíska blinda að verða? Kannski er ekki óeðlilegt að stjórnmálamenn reyni að koma sér undan sannleikanum að ég tali nú ekki um fyrri eigendur bankanna.
En hörmulegt að er að sjá málsmetandi menn bæði bloggara og aðra reyna að bjaga það sem er augljóst við lestur minnisblaðsins. Mér er fyrirmunað að sjá hvaða hagsmunir liggja þar að baki aðrir en pólitísk fötlun og hanaslagur í aðdraganda kosninga.
Davíð hefur verið einn fárra sem reynt hefur að benda á þvæluna og hlotið bágt fyrir. það er ekki hann sem reyndi að koma í veg fyrir að sérstakur saksóknari fengi fullt frelsi. Hann aftur á móti fór fram á fulla rannsókn í eigin málum í bankanum.
Bankarnir voru ýmist seldir vafasömum mönnum eða enduðu í eigu slíkra aðila. Pólitísk öfl tryggðu þeim svo yfirburðastöðu hér á öllum sviðum og þar var ekki svigrúm fyrir gagnrýni og er varla enn. það mun breytast.
Vonandi verður hulunni svipt af fleiri minnismiðum í framtíðinni. Líklega er þó best að þeir tengist ekki nafni Davíðs því ótrúlega ætlar að lifa lengi í þeim sem finna honum allt til foráttu. Upp úr þeim hjólförum verðum við að komast svo finna megi hina raunverulega sökudólga.
Röggi.
ritaði Röggi kl 10:30 2 comments
laugardagur, 21. mars 2009
Össur fabúlerar um Sjálfstæðisflokkinn.
það er uppi á Össuri typpið eins og stundum áður og nú hefur klækjameistarinn sjálfur komið auga á plott hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Hann trúir auðvitað á að allt sé hannað og plottað eins og gjarnan gerist í hans flokki. Karlgarmurinn nauðaþekkir slík vinnubrögð enda hefur ekkert gerst í leiðtogamálum Samfylkingar hvort heldur er í Reykjavík eða á landsvísu öðruvísi en að um það sé vélað í fjölskylduboðum rétthugsandi klíkumeðlima.
Svo fer spunadoktorinn að rýna í framtíð Sjálfstæðisflokksins og hvert hann ætli sér að leita eftir kosningar. Mælitækið sem hann notar á okkur er tækið sem hann beitir að jafnaði á sinn eigin flokk. Á þeirri mælistiku glidir eitt og aðeins eitt. Hvaða málefni þarf ég að setja á oddinn þennan daginn til að ég geti nú örugglega verið ráðherra.
Hann telur auðvitað að formannsefni Sjálfstæðisflokksins ætti að skoða málefnaskrár annarra til að komast að því hvað skoðun er heppileg. Það er aðferð sem passar bara ekki öllum. Bjarni Ben vaknar ekki kjarklaus alla daga heldur þorir að hafa skoðanir og afstöðu. Jafnvel þó þær henti ekki fullkomlega taktískt í augnablikinu. Slíkur þankagangur er félaga Össur ókunnur.
Þeir stjórnmálamenn sem ekki þora út fyrir rammann sem smíðaður er utan um ráðherrastóla og hvaðhentarbest stjórnmál eru léttvægir fundnir eins og kjósendur í prófkjöri Samfylkingar hafa nýverið hnykkt á í tilfelli Össurar sem sér þó ekki merkin sjálfur heldur hnýtir í menn eins og Bjarna Ben af engu tilefni.
Hvort Sjálfstæðisflokkurinn hentar félaga Össur eftir kosningar snýst auðvitað ekkert um málefni enda eru þau að jafnaði talsvert á reiki hjá Samfylkingunni. Össur mun koma blaðskellandi í fangið á hvaða þeim formanni sem Sjálfstæðisflokkurinn velur eftir kosningar ef hann telur það henta sér.
Við Sjálfstæðismenn erum að fara að takast á við stór mál og það verður varla þrautalaust með öllu. Á meðan félagi Össur og hans fólk bannar einkadans eru aðrir flokkar sumir að ræða alvöru stjórnmál. Þar verður vonandi svigrúm fyrir nýja vinkla og nýjar nálganir hvort sem það er herfræðilega sniðugt út frá ráðherrastólum dagsins eður ei.
Sorpritið DV hefur nú verið virkjað til þess að reyna að selja fólki að Bjarni sé vafasamur valkostur af því að hann tilheyrir fjölskyldu sinni. Össur kýs að ganga til liðs við svoleiðis aðferðafræði og það mun bara verða honum til minnkunar og minnir okkur á hversu mjög ríður á að losna við þessa tegund stjórnmálaumræðu hvaðan sem hún kemur.
það er eiginlega synd að maður með alla þá kosti sem félagi Össur er búinn geti með engu móti búið sér til almennilega trúverðuga ímynd eða sýnt stefnufestu. Seglum skal alltaf haga eftir vindi.
Núna blása vindarnir til vinstri og þá snýr Össur þangað. Hvert hann snýr eftir kosningar veit enginn eða hvaða málefni munu ráða afstöðu hans. Ef eitthvað er að marka grein hans í dag tekur hann helst afstöðu út frá því hvernig hægt er að smyrja saman ríkisstjórn og hæðist svo að þeim sem eru að láta málefni þvælast fyrir sér.
Röggi.
ritaði Röggi kl 18:40 1 comments
miðvikudagur, 18. mars 2009
Niðurstöður PISA könnunar.
Við Íslendingar erum ekki að skora nógu vel þegar námsárangur í grunnskólum er mældur. Það er viðvarandi vandamál og við höfum kosið að láta eins og ekkert sé að marka þær rannsóknir og þann samanburð sem aðrar þjóðir notast við. Það er hinn séríslenski útúrsnúningur sem við skýlum okkur svo gjarna á bak við þegar eitthvað er ekki nógu þægilegt.
Þarna er ég að vísa í PISA könnunina sem gerð er á námsárangri með reglubundnum hætti og öðrum þjóðum þykir góður mælikvarði. Niðurstöður þessarar könnunar staðfesta aftur og aftur að eitthvað er að í okkar kerfi. það gerist þrátt fyrir að fáar þjóðir ef nokkrar setji meira peninga í málaflokkinn.
Í dag skrifar Lára Dögg Alfreðsdóttir sem er formaður aðgerðarhóps PISA, hvað svo sem það nú er, grein í Moggann. Þar segir hún að nemendur og kennarar hér hafi greinlega ekki nógu mikinn áhuga á könnuninni og það skýri útkomuna. Þetta les hún út úr því að við skorum svo vel í samræmdum prófum.
Ég er pínu efins um þessa afstöðu. Af hverju tökum við ekki fullt mark á niðurstöðunum í stað þess að leita að ódýrum svörum? Hvort við getum ekki þjálfað okkar börn til að þau mælist betur í þessu. Mér finnst þetta tilraun til að sjá ekki það sem við eigum að sjá.
Og það er að eitthvað erum við ekki að gera rétt í grunnskólunum. Það er lærdómurinn en ekki hvernig við getum snúið á þessa ansans könnun. Könnunin er ekki vandamálið.
Röggi.
ritaði Röggi kl 16:30 1 comments
Skítblönk ríkisstjórn.
Það má með sanni segja að ríkisstjórnin sé að vinna okkur gagn þessi dægrin. Hún er kynjuð að verða og hún ætlar að segja okkur hvað ráðherrar eiga af verðbréfum. Jóhanna fer fyrir umræðum um siðbót nýdæmd fyrir brot á stjórnsýslulögum! Allt horfir nú til betri vegar og Grímsi segir skuldir okkur mun minni en hann fullyrti að þær áður en hann settist í stólinn hans Árna Matt.
Nú skal því haldið að okkur að allt sé hér í öruggum höndum og fleyinu sylgt til af styrk til hafnar. Staðreyndin er samt sú að þessi hundlata ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir þá sem hún lofaði að hjálpa. Hver blaðamannafundurinn á fætur öðrum er bara froðusnakk um eitthvert léttmetið og prívat áhugamál ráðherra og þó margt af því sé öndvegis þá er það bara ekki það sem við erum að bíða eftir.
Vissulega getur ríkisstjórnin notast við pakkann sem gamla stjórnin útbjó og kom á koppinn og líklega mun það plan koma okkur á réttan kjöl á endanum. Rétt er þó að halda því rækilega til haga að þessi stjórn á ekki staf í þeim efnahagsaðgerðum sem unnið er að. Okkur er haldið uppteknum við að hlusta á forsjárhyggju raus um bann við einkadansi. Mikið hljóta skuldsettur fjölskyldurnar að fagna þessu banni, eftir því höfum við beðið!
Væntanlega sitja ráðherrar nú daglangt við að útbúa gullbryddaða kosningapakka handa lýðnum. þá verður allt hægt og lausnir handhægar en bara ekki fyrr en eftir kosningar. Menn eins og Steingrím munar auðvitað ekkert um snæða kosningaloforð í öll mál eftir kosningar, annað eins hefur hann nú þurft að sporðrenna af yfirlýsingum undanfarið.
Hafi fyrri ríkisstjórn verið stjórn aðgerðaleysis þá verðum við að finna ný viðmið til handa þessari sem nú gerir ekki neitt fyrir pottalemjandi umbjóðendur sína né okkur hin. Helstu vinna þeirra í efnahagsmálum er að hafna öllum hugmyndum sem upp koma og keyra bara áfram á kúrsinum sem Geir setti með gjaldreysissjóðnum.
Blankheitin eru alger og öllum ljós.
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:10 2 comments
Útúrsnúningar LOGOS.
Ég er að reyna að staulast í gegnum yfirlýsingu frá LOGOS lögmannsstofu í Mogganum mínum. Þar útlistar Gunnar Sturluson fræðin á bak við skiptastjóra djobbið allvel. Fer yfir helstu prinsipp og upplýsir okkur um að skiptastjóri skuli gæta hagsmuna kröfuhafa en ekki fyrrverandi eigenda. þetta er allt gott og fínt og ber að fagna því að lögmannsstofan skilur hlutverk skiptastjóra til fullnustu.
Hitt er verra að LOGOS skilur alls ekki að menn skuli efast um hlutleysi starfsmanna LOGOS til að skipta upp búi fyrrverandi eða jafnvel núverandi viðskiptavinar stofunnar. Hvort Baugur var "fastur" viðskiptavinur Gunnars Sturlusona eða ekki fastur er bara eitthvað tækniþvaður sem okkur flestum er nákvæmlega sama um. LOGOS hefur unnið fyrir Baug og tengd fyrirtæki.
það er viðurkennt og upplýst og því einboðið að stofan komi ekki að uppgjöri Baugs. Nóg er komið af sukki og svínaríi í kringum Baug og tengd fyrirtæki eins og það heitir. Nú má alls ekki kasta til hendinni og ekki má leika minnsti vafi um uppgjör Baugs.
það er krafa almennings og réttur og mjög er dapurlegt að þessir sjálfsögðu hagsmunir almennings skuli ekki fara saman við hagsmuni LOGOS. Ég fæ ekki betur séð en að útúrsnúningar Gunnars Sturlusonar í Mogganum í morgun ali frekar á tortryggni í garð LOGOS en hitt.
Legg eindregið til að þeir sem um þessi mál véla kippi þessu í liðinn svo ekki þurfi að leika vafi um að eðlilega verði staðið að uppgjöri Baugs. Það eru einu hagsmunirnir sem skipta máli núna.
Röggi.
ritaði Röggi kl 09:23 3 comments
sunnudagur, 15. mars 2009
Staða Framsóknar.
Er hugsi yfir stöðu Framsóknarflokksins. Mómentið þeirra virðist algerlega farið og vindur úr seglum. Ákvörðunin um að ábyrgjast vinstri stjórnina var frá upphafi afleikur sem hefur eiginlega lamað flokkinn sem er nú í þeirri stöðu að ekkert hlustað á hann.
Hvorki stjórn né stjórnarandstaða gefur flokknum neinn gaum. Fálætið afgerandi enda er pirringur Framsóknar orðinn öllum ljós. Á meðan stjórnarflokkarnir tveir hamast við að gera ekki neitt til bjargar heimilum og atvinnulifi er litið undan í hvert skipti sem Sigmundur kemur með tillögur.
Þetta hefðu Framsóknarmenn mátt vita. Vinstri flokkarnir hreinlega þola ekki þennan flokk og þrá ekkert heitar en að hann þurrkist burt af þingi. Samfylking hefur náð marktækum árangri í þeirra baráttu í síðustu kosningum.
Ég held að Sigmundur og félagar séu að meina það sem þau segja. Mér sýnist Framsókn vera eini flokkurinn sem talar af sannfæringu um stjórnlagaþing. VG og Samfylking hafa engan alvöru áhuga á málinu en finnst öndvegis að hafa þetta með kosningaloforðafroðunni.
Gildran sem Sigmundur gékk sjálfviljugur í þegar hann tók að sér að vera ábyrgðarmaður fyrir VG og Samfylkingu er núna að kæfa flokkinn. Ég býst fastlega við því að Samfylking muni verðlauna Framsókn fyrir greiðann með því að kenna honum um að ekki hefur tekist að gera það sem stóð til að gera.
það gerir Samfylkingin alltaf eins og við Sjálfstæðismenn vitum. Kosningabaráttan verður því mjög áhugaverð þar sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír munu berast á banaspjótum. þar mun Framsókn þurfa að berja vel frá sér ef ekki á illa að fara.
Röggi.
ritaði Röggi kl 15:57 2 comments
fimmtudagur, 12. mars 2009
Baugur in memorian.
Fyrir okkur sem höfum árum saman reynt að benda á hvurslags fólk stendur að Baugsveldinu eru þessir dagar hálf undarlegir. Ég sjálfur hef á stundum þótt orðljótur mjög í umfjöllun minni um þessa fjölskyldu en núna sé ég eins og allir aðrir að hugarfari og siðferði þessa fólks fá eiginlega engin orð lýst.
Í dag finnst mér eiginlega sorglegast að þetta þyrfti að taka svona langan tíma og að kostnaðurinn er svo mikill. Þjóðin skiptist niður í afstöðunni með þessi fólki eftir pólitískum línum lögðum að Samfylkingu. Um það held ég að fáir efist nema heittrúaðir Samfylkingarmenn.
Áhrif þessa á stjórnmál og þjóðlíf síðustu ára eru svo augljós. Viðhlægjendur Baugs tryggðu eignarhald þeirra á fjölmiðlum og horfðu á í velþóknun. Auðvitað mun bæði forseti og Samfylking þræta fyrir þessa söguskýringu meðan stætt er en þess mun ekki verða langt að bíða að sagan mun bíta í skottið á þeim.
Jón Ásgeir flýr land eins og við mátti búast með fullfermi peninga sem við eigum eftir að greiða. Nú þegar er hafin áróðursherferð í fjölmiðlum drengsins til að hefja Jóhannes upp til skýja svo hann geti haldið áfram að drottna yfir matvörumarkaði okkar. Án efa munu góðhjarataðir Íslendingar mjög margir kokgleypa söguna um góðhjartaða kaupmanninn Jóhannes.
Ég vona að Baugi takist ekki að skjóta Högum undan kröfum okkar um að fá eitthvað upp í framtíðarskattana okkar. Núna standa yfir æfingar í þá veru og Jóhannes prýðir forsíðu DV nú í upphafi enn einnar áróðursbarátta Baugs. Í þeirri baráttu munu hagsmunir fjölskyldunnar teknir yfir alla aðra. Þessi taktík er þekkt en vonandi erum við flest vöknuð og látum ekki glepjast enn ganginn enn.
Matvöruverslun á Íslandi stendur ekki og fellur með Baugsfjölskyldunni. Hins vegar hefur Íslenskt þjóðfélag fallið með dyggri aðstoð þessarar fjölskyldu og Jóhannes stórkaupmaður og milljarðamæringur er ekki undanskilinn þar. Hann hefur hvergi dregið af sér.
Hann er tregablandinn fögnuðurinn yfir því að tímabil þessa fólks er að líða undir lok. Og mikið hlýtur óbragðið í munni þeirra sem veittu liðsinni sitt á meðan uppbyggingin stóð sem hæst að vera súrt.
Ég trúi því að sá hluti sögunnar sé allur ósagður og að þar sé talsvert kjöt á beinum.
Röggi.
ritaði Röggi kl 09:48 4 comments
miðvikudagur, 11. mars 2009
Fellur á silfrið.
Silfur Egils er áhrifamikill sjónvarpsþáttur enda eiginlega eini þátturinn sem ræðir stjórnmál og málefni líðandi stundar utan kastljóss, eða gerir tilraunir til þess. Egill virðist nefnilega ekki leggja nógu mikla vinnu á þáttinn sem verður æ yfirborðskenndari með hverjum sunnudeginum.
Venjulega byrjar ballið á því að fjórir aðilar sem algerlega hafa sömu skoðun og afstöðu tala saman. Kannski er bara ekki hægt að finna fólk sem er ósammála lengur en ólíkt er nú áhugaverðara að fylgjast með fólki skiptast á skoðunum heldur en þessa halleljúa moðsuða sem boðið er upp á nánast vikulega.
Nú síðasta sunnudag tók Egill ágætan mann tali. Eða ætti ég að segja að hann hafi boðið manni til sín til þess að tala við sjálfan sig. þar úttalaði maðurinn sig um málefni lífeyrissjóðs frá öllum hliðum og tók stórt upp í sig. Egill lét sér þetta vel líka og gerði ekki minnstu tilraun til þess að taka þátt í spjallinu með gagnrýnum hætti.
kannski er það tímaskortur eða fjármagns sem veldur því að Egill gerir enga tilraun til efast um málflutning viðmælanda sinna. Nema þegar hann sjálfur er persónulega ósammála. það er ódýrt finnst mér. Núna eru þær aðstæður í okkar þjóðlifi að mjög auðvelt er að taka menn af lífi án dóms og laga.
Þá verða fjölmiðlamenn að standa í lappirnar því ekki hafa allir heilu fjölmiðlana til að verja stöðu sína. Ekki er sjálfgefið að þeir sem æpa hæst og mest og stærst séu endilega með rétta sjónarhornið. þess vegna eiga fjölmiðlamenn aldrei að hætta að efast. Ég held að Egill sé hættur að stunda svoleiðis fjölmiðlun.
Árum saman var hlegið að ásökunum á hendur Baugsmönnum í þessum þætti en nú hefur það algerlega snúist við. Af hverju? Of oft er bara gárað á yfirborðinu. Rannsóknarvinna og alvöru fjölmiðlun látin lönd og leið.
Hann er í það minnsta meira og minna hættur að leiða saman fólk með andstæð sjónarhorn heldur fylgir frekar meginstraumum frá einum tíma til annars. það er líklega þægilegast og auðveldast í meðförum en mér finnst það metnaðarlaust og laust við þann kjark sem nauðsynlegur er hverjum fjölmiðlamanni.
Röggi.
ritaði Röggi kl 14:31 0 comments
Hvað hræðist Jóhanna?
Merkilegt að fylgjast með Samfylkingunni reyna að galdra Jóhönnu til formennsku. Maður gengur undir manns hönd og stuðningurinn virðist alger. Þetta ætti í venjulegu árferði að vera hið fullkomna veganesti. En þannig er það nú samt ekki.
Konan hefur klárlega engan áhuga á djobbinu. Hún mun þó taka það að sér þvert gegn vilja sínum enda þrýstingurinn orðinn óbærilegur. En það getur varla orðið til langframa og því hlýtur enn eitt plottið að vera í pípunum.
Jóhanna verður látin sigla með laskað skipið í gegnum kosningar og svo verður hönnuð atburðarás svo hún losni við þennan kaleik sem hún hefur alls engan áhuga á. Þetta er auðvitað strangheiðarlegt gagnvart þjóð og flokki.
Nú er bara hugsað um koma sér upp einhverju trúverðugu svona rétt yfir kosningar. Og helst ekki að gera neinar mannabreytingar þó þjóðin öll æpi hástöfum á slíkt. Gamla liðinu er bara skákað til hingað og þangað eftir útgefinni forskift elítunnar.
Ég finn eiginlega til með Jóhönnu sem virðist vera dæmd til að taka flokkinn að sér þangað til annað kemur í ljós þvert gegn vilja sínum.
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:58 2 comments
þriðjudagur, 10. mars 2009
Málþóf og ekki málþóf.
það er engu logið á 80 daga stjórnina. Hún hefur ekki gert nokkurn skapann hlut til bjargar heimilum og atvinnulífi eins og lofað var. þar á bæ hafa menn ýmist verið uppteknir af því að breyta okkur í Norðmenn eða að reyna að dekstra einhvern til að verða formaður.
Þess á milli hafa nokkra daga ráðherrarnir gengið um sumir og rekið menn hægri vinstri og tekið stefnumarkandi ákvarðanir okkur til handa. Í hvers umboði það er gert veit auðvitað enginn enda átti þetta að vera aðgerðastjórn til bjargar heimilum og atvinnulífi. Svo átti að kjósa og sækja sér umboð...
Nú er þingið í óða önn að vasast í málum sem eru annað hvort risastór grundvallarmál um stjórnarskrá eða eitthvað sem skiptir okkur litlu sem engu máli í augnablikinu. Þá er hentugt að tuða um að Sjálfstæðisflokkurinn stundi málþóf. Vissulega held ég Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að flýta sér að troða stórmáli eins og breytingum á stjórnarskrá í gegnum þingið en ef það kallast málþóf þá skal það bara vera málþóf.
Sjálfstæðsiflokkurinn hefur marg sagt að hann muni ekki standa í vegi fyrir málum sem varða bjargráð til handa heimilum og atvinnulífi. Þetta er skýrt og hvert mannsbarn skilur nema eindreginn vilji sé til annars.
Hvernig dettur minnihluta alþingis í hug að eðlilegt sé að reyna að koma fram með breytingar á stjórnarskrá núna og koma þeim í gegnum þingið án samkomulags? Til hvers þarf svona fólk stjórnlagaþing?
Hvernig væri að koma nú bara með þau mál öll til afgreiðslu sem lofað var. Þá mun ekkert standa í vegi fyrir bráðabirgðastjórninni. Eftir því er beðið um allt land. Breytingar á stjórnarskrá er bara ekki á dagskrá þessarar stjórnar eða neinnar stjórnar yfirleitt. Það er mál okkar allra og um það verður að ríkja sátt.
Allar tafir á góðum málum stjórnarinnar skrifast bara á hana sjálfa. Það er ákveðin tegund málþófs að reyna að slá ryki í augu þjóðar sem má ekki vera að því að hinkra eftir því að bjargráðin góðu komist á dagskrá að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn tefji þau.
það er útúrsnúningur.
Röggi.
ritaði Röggi kl 16:31 0 comments
föstudagur, 6. mars 2009
Frjáls og áháð augu Gríms Atlasonar.
Þá hefur Grímur Atlason frjáls og óháður frambjóðandi og bloggari á Eyjunni byrjað að kyrja sama sönginn og Össur Skarphéðinnson. Þeir sem ekki sjá heiminn sömu frjálsu og áháðu augum og þeir sjálfir eru vont mál. Eyjan er að skemmast af því að eitthvað birtist hér sem ekki þóknast þeim og þeirra pólitíska brambolti.
Greinilegt að mjög er erfitt að vera í framboði. Taugaveiklun Grims og fleiri er hreinlega út í hött. Þeim svelgist hreinlega á ef fyrir frjáls og áháð augu þeirra birtast greinar sem eru þeim sjálfum ekki fullkomlega þóknanlegar og þá dugar að þeir sjálfir þekki sannleikann.
það kann að vera pínu óþægilegt að fram komi sjónarmið sem ekki henta í miðjum prófkjörslagnum. En fyrir frjálsa og áháða fjölmiðla er um að gera að reyna að koma sem flestum sjónarmiðum á framfæri.
það er alvöru fjölmiðlun en henni eigum við ekki að venjast hér, og við vitum hverjum við getum þakkað það.
Röggi.
ritaði Röggi kl 11:40 1 comments
miðvikudagur, 4. mars 2009
Enn um Össur.
Nýjasta bloggfærsla Össur Skarphéðinssonar er um margt kyngimögnuð. þar kvartar hann undan okkur hægri mönnum sem bloggum á Eyjunni og að hér sé komin hægri slagsíða og karlinn finnur Moggalykt. Ja, öðruvísi mér áður brá að félagi Össur kveinki sér undan orðaskaki okkar hægri manna. Hér á Eyjunni erum við í öruggum minnihluta þeirra sem blogga en vel má vera að að okkur hafi fjölgað eitthvað þó hlutfall okkar og þeirra sem leggjast til vinstri hafi ekki jafnast neitt.
Mér sýnist ráðherrann helst vilja hlaupa í öruggt skjól vinar síns Björns Inga núna og losna undan því að þurfa að berja gagnrýni okkar á hans störf augum. Kannski Björn Ingi hafi lofað ráðherranum friðhelgi, hver veit. Heldur þykir mér þessi létt dulbúna hótun hans lágreyst og nú virðist fjara allnokkuð undan gamla strigakjaftinum sem hefur til þessa ekki veigrað sér við einn og einn slag sér í lagi ef hann kemur frá hægri. Reyndar þykir honum best að eiga fyrsta höggið...
Vonandi nær Össur sér af þesum leiða og taugaveiklun og heldur sínu striki því verulegur sjónarsviptir yrði að karlinum héðan. Kosningavillidýrið Össur getur varla hafa átt von á að hér á Eyjunni yrðu allir í beinni röð að lofsyngja það sem hann á að vera að gera í vinnunni gagnrýnislaust. Kannski eru Samfylkingar ráðherrar undanþegnir aðfinnslum heima fyrir og svíður því núna eljan í okkur hægri mönnum.
Ef að líkum lætur hressist nú Eyjólfur og nær fyrri styrk því sá Össur sem skrifaði þessu nýju færslu passar honum illa. Þegar nær dregur kosningum og vinnuleiðinn bítur ekki lengur trúi ég að Össur muni hafa gaman að því að taka aðeins á mönnum með sínu oft flugbeitta orðfæri. Og muni ekki skæla undan andsvörum sem greidd eru í sömu mynt.
Röggi.
ritaði Röggi kl 15:14 1 comments
þriðjudagur, 3. mars 2009
Efnislitill og hrokafullur Össur.
það má alltaf hafa gaman af því þegar félagi Össur ryðst fram og skrifar. Ég reyni að missa ekki af enda orðfærið magnað og innihaldið alltaf af og til kjarnmikið. Í dag var textinn bæði gisinn að magni og innihaldi.
Hann er að efnagreina Sjálfstæðisflokkinn. þar greinir Össur forystukreppu. það er væntanlega það ástand að klíkan á toppnum er ekki búin að ákveða niðurstöður prófkjörs og ákveða atvikaröð framtíðarinnar. Það er nefnilega þannig sem hlutirnir gerast hjá Samfylkingunni. Á svoleiðis bæjum verður engin forystukreppa.
Sjálfstæðisflokkurinn á vissulega eftir að velja sér formann. Ég notaði viljandi þetta orðalag, að velja sér formann. Samfylkingin reykfyllir bara herbergi í fjölskylduboði til að velja sér forystu og lætur svo flokksmenn kjósa það yfir sig. Forystukreppa Sjálfstæðisflokksins er að mati untanríkisráðherrans sumsé að ekki er búið að ákveða bakatil hver skal landið erfa og hvernig og hver skal svo vera næstur í röðinni líka.
Hann talar um að Sjálfstæðisflokkurinn eyði dýrmætum tíma þingsins í fánýtt karp. það var Samfylkingin sem notaði dýrmætan tíma þingisins í eitt mál og aðeins eitt mál vikum saman á meðan loforðin fögru brunnu upp. Þingið var tekið úr sambandi heilan dag á meðan mesta æðið rann af fulltrúum framkvæmdavaldsins vegna þess að löggjafinn gerðist svo ósvífinn að vilja sinna skyldum sínum!
Össur getur auðvitað hártogað og gert góðlátlegt grín að tilraunum Sjálfstæðismanna til að lita í eigin barm og læra af sögunni. Það eru kenndir sem hvorki hann né aðrir ráðherrar Samfylkingar hafa reynt að þroska með sér. Á meðan grasrótin í þeim flokki æpir á ábyrgð og endurnýjun sitja ráðherrarnir sem fastast við sinn keip og telja mikilvægi sitt óendanlegt. Ég veit að nöldur andstæðinga eins og mín er léttvægt en að daufheyrast við kröfum sinna eigin leiðir bara til eins.
Kannski var mesta ógæfa okkar Sjálfstæðismanna að efast aldrei. Kannski vorum við ekki með réttu spurningarnar og þá hreint ekki réttu svörin heldur. Nú þegar við erum að reyna að komast til botns í okkar málum telur félagi Össur það merki um upphlaup og forystukreppu.
Hann þekkir hvoru tveggja mætavel enda er það staða sem er viðvarandi í hans eigin flokki þó hann láti sem ekkert sé. Hvenær skyldi flokkurinn hans fara að sinna því sem hann lofaði í stað þess að eyða dýrmætum tíma í rembast við að slá keilur í aðdraganda kosninga?
Þjóðin hefur bara ekki tíma aflögu í svoleiðis þó Össur telji ekkert brýnna nú.
Röggi.
ritaði Röggi kl 22:23 7 comments
DV tekur mann niður.
DV heldur áfram að koma út af ástæðum sem ég skil ekki. Kannski munar liðinu sem á blaðið ekkert um að tapa peningum á útgáfunni. það fólk er ekki vant að borga skuldir sínar hvort eð er. Taprekstur er bara hugarástand og því hugarástandi kemur aldrei að skuldadögum.
Blaðið er rekið til að hundelta fólk eftir þörfum eiganda þess frá einum tíma til annars. Einhliða málflutningur og áunninn skortur á fagmennsku er auðvitað hverjum einasta manni sem þarna starfar til vansa þó ábyrgð þeirra sem eiga blaðið og ritstýra sé stærst og mest.
Núna birtist á forsíðu frétt um starfskjör forstjóra lífeyrissjóðs VR. Þau eru að sönnu mun betri en hjá mér og mörgum öðrum. þar er útgangspunkturinn að fyrirtækið hafi tapað svo miklu að kjörin séu óeðlileg. Gott og blessað allt saman en af hverju ætli blaðið velji þennan mann umfram aðra menn sem starfa hjá fyrirtækum sem hafa tapað stórt. Til að mynda Jón Ásgeir svo einhver sé nefndur....
Ég man eftir því að Baugur lét þennan lífeyrissjóð fara mjög í taugarnar á sér hér um árið. Þá fannst Baugsmafíunni fjáfestingarstefna sjóðsins ekki liggja nægilega mikið til fyrirtækja Baugs. Hótanir um að stofna eigin lífeyrissjóð fyrir sína starfsmenn voru hafðar uppi. Vill einhver hugsa þá hugsun til enda að Baugur hefði getað ráðstafað lifeyri starfsmanna sinna??
Krafan um að lifeyrissjóðirnir setji peninga í Íslenskt atvinnulíf hefur alltaf verið sterk. Auðvitað vildi Baugur komast í sjóði lifeyrsissjóðs VR eins og annarra fyrirtækja sem þeir hafa mergsogið. Frá mínum bæjardyrum séð eru það meðmæli með forstjóranum að hafa ekki látið hafa sig út í þá vitleysu þrátt fyrir þessar hótanir. Annars er það út af fyrir sig merkileg nálgun hjá Baugi að halda að lífeyrissjóðir seu fyrir vinnuveitendur. Ég hélt að þeir væru fyrir hinnar vinnanndi stéttir.
Kannski hefur verið tekin ákvörðun um að taka þennan mann niður eins og það heitir á ritstjórn þessa snepils. það eru ekki sögurnar sem blaðið segir sem eru fréttirnar. Launakjör þessa manns eru opinber gögn og hvergi leyndarmál.
Það eru sögurnar sem ekki eru sagðar í DV sem eru fréttirnar. Á hvernig bíl er eigandi þess blaðs eiginlega um þessar mundir? Hvernig flugvél flýgur hann núna í boði þjóðarinnar? Hversu miklu fé hefur hann tapað og hver borgar tapið?
það borgar sig greinilega ekki að lenda í ónáðinni hjá Baugsfólkinu. Það gleymist greinilega seint. Eins og þetta dæmi sannar.
p.s. ég frábið mér allan útúrsnúning um að birtingur sé ekki í eigu Jóns Ásgeirs eða að engin tenging sé milli Hreins Loftssonar og Jóns. Því trúir ekki nokkur maður...
Röggi.
ritaði Röggi kl 17:40 11 comments
Verndun uppljóstrara.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ætlar að myndast við að tryggja þeim sem komu upp um svik og pretti í fjármálageiranum vernd. Afslátt af hugsanlegri eigin sök eða hreinlega sakaruppgjöf. Þessu fagna ég.
Árum saman hefur dómskerfið hér sent kolröng skilaboð frá sér í þessum efnum. Þeir sem hafa talað hafa fengið sömu refsingu og þeir sem þegja. Hver man ekki eftir líkfundamálinu kostulega. Höfuðpaurinn í málinu spann mögnuðustu lygaþvælu mannskynssögunnar og fékk að launum sömu refsingu og félagi hans fékk fyrir að upplýsa málið.
Frægasta dæmið hlýtur þó að vera þegar Jón Gerald reyndi af öllum mætti að segja bæði þjóð og dómstólum frá fáránlegum viðskiptum Baugsfeðga. Það gerði hann af mikilli þekkingu enda innsti koppur í búri í svindlinu.
Hvernig fokdýrum lögfræðingum tókst síðan að fá glæpamennina sýknaða er eitthvað sem sagnfræðingar framtíðarinnar verða að kryfja en að dómsvaldið skyldi svo láta hafa sig í að ákæra uppljóstrarann er og var alger skandall.
Þess vegna fagna ég því nú að loks skuli menn sjá að mjög mikilvægt er að vernda þá sem vilja hjálpa til við að koma upp um glæpi jafnvel þó viðkomandi hafi verið þátttakandi að einhverjum hluta.
Röggi.
ritaði Röggi kl 13:00 0 comments
mánudagur, 2. mars 2009
Gamla góða Samfylkingin.
Á meðan Sjálfstæðismenn ætla að reyna að horfa og hugsa inn á við í kjölfar náttúruhamfara okkar situr gamla Samfylkingin hnarreyst í fílabeinsturni sínum og plottar og planar. Allt snýst um að hanna atburðarás og niðurstöður. Klækjapólitíkin er þar fædd og uppalin og dafnar sem aldrei fyrr.
Nú er hreinlega leitun að Samfylkingarfólki sem skilur hvað Ingibjörg Sólrún er að fara. Mér fannst hún standa sig vel eftir bankahrunið. Fárveik kom hún heim og stóð sterk við hlið Geirs. Létthugsandi samflokksmenn hennar og ráðherrar vildu helst flýja af vettfangi en hún stóð fast á sínu og kom áætluninni sem nú er unnið eftir á koppinn nánast ein síns liðs, með okkur Sjálfstæðismönnum. Engir aðrir stjórnmálamenn hafa síðar komið með betri áætlanir. En nú er heldur betur tekið að halla undan fæti hjá Ingibjörgu.
Núna þegar eina baráttumál flokksins er í höfn situr ekkert eftir. Nýinnfluttur norskur seðlabankastjóri byrjar á því að tilkynna að gjaldeyrishöft verði hér áfram. Við þurftum ekkert að flytja þá visku inn frá Noregi. Framsóknarflokkurinn þumbast við að koma með hugmyndir sem vinstri flokkarnir nenna ekki einu sinni að sinna. Þeir eru bara á sjálfstýringunni sem Geir smíðaði með gjaldeyrissjóðnum. Þessi ríkisstjórn er bókstaflega ekki að gera neitt. Og ef Steingrími tekst ekki að eigna sér vaxtalækkunina sem áætlunin gerði ráð fyrir núna verður heldur fátt um fína drætti.
Þjóðin bíður furðu þolinmóð eins og fjölmiðlarnir sem eru greinilega stútfullir af fólki sem ekki getur gagnrýnt neitt nema það sem kemur frá hægri. Doðinn er alger og loftið úr mótmælum sem voru auðvitað ekkert annað en flokkspólitísk eins og hverjum manni ætti nú að vera fullljóst. Af hverju er fullkomnu aðgerðarleysinu ekki mótmælt? Hvar er Hörður?
Það verður spennandi að sjá hvort þetta splúnkunýja forystuplott plott gengur upp. Hvort grasrótin í Samfylkingunni ætlar að láta aðalinn komast upp með að þennan snúning. Hvar er lýðræðisástin og samræðupólitíkin? Hvenær ætla ráðherra flokksins að bretta upp ermarnar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fyrir? Hvað stendur í veginum spyr ég?
Sennilegast er að sjónhverfingameistarar flokksins muni reyna að þreyja þorrann fram yfir kosningar með þvaðri um að vonda fólkið í Sjálfstæðisflokknum hafi skilið svo illa við að ekki sé hægt að gera neitt. Fyrr en eftir kosningar auðvitað...
Þá mun Samfylkingin bjóða okkur upp á sama fólkið og fyrr. Í nýjum hlutverkum að hluta og búið að velja sér erfðaprinsa og prinsessur eftir hentugleika sem allur miðast við að halda völdum hvort heldur sem er innan flokks eða í stjórnarráðinu.
Hvað sem tautar og raular.
Röggi.
ritaði Röggi kl 13:05 2 comments