föstudagur, 6. mars 2009

Frjáls og áháð augu Gríms Atlasonar.

Þá hefur Grímur Atlason frjáls og óháður frambjóðandi og bloggari á Eyjunni byrjað að kyrja sama sönginn og Össur Skarphéðinnson. Þeir sem ekki sjá heiminn sömu frjálsu og áháðu augum og þeir sjálfir eru vont mál. Eyjan er að skemmast af því að eitthvað birtist hér sem ekki þóknast þeim og þeirra pólitíska brambolti.

Greinilegt að mjög er erfitt að vera í framboði. Taugaveiklun Grims og fleiri er hreinlega út í hött. Þeim svelgist hreinlega á ef fyrir frjáls og áháð augu þeirra birtast greinar sem eru þeim sjálfum ekki fullkomlega þóknanlegar og þá dugar að þeir sjálfir þekki sannleikann.

það kann að vera pínu óþægilegt að fram komi sjónarmið sem ekki henta í miðjum prófkjörslagnum. En fyrir frjálsa og áháða fjölmiðla er um að gera að reyna að koma sem flestum sjónarmiðum á framfæri.

það er alvöru fjölmiðlun en henni eigum við ekki að venjast hér, og við vitum hverjum við getum þakkað það.

Röggi.

1 ummæli:

Unknown sagði...

af hverju "áháð"?