sunnudagur, 15. mars 2009

Staða Framsóknar.

Er hugsi yfir stöðu Framsóknarflokksins. Mómentið þeirra virðist algerlega farið og vindur úr seglum. Ákvörðunin um að ábyrgjast vinstri stjórnina var frá upphafi afleikur sem hefur eiginlega lamað flokkinn sem er nú í þeirri stöðu að ekkert hlustað á hann.

Hvorki stjórn né stjórnarandstaða gefur flokknum neinn gaum. Fálætið afgerandi enda er pirringur Framsóknar orðinn öllum ljós. Á meðan stjórnarflokkarnir tveir hamast við að gera ekki neitt til bjargar heimilum og atvinnulifi er litið undan í hvert skipti sem Sigmundur kemur með tillögur.

Þetta hefðu Framsóknarmenn mátt vita. Vinstri flokkarnir hreinlega þola ekki þennan flokk og þrá ekkert heitar en að hann þurrkist burt af þingi. Samfylking hefur náð marktækum árangri í þeirra baráttu í síðustu kosningum.

Ég held að Sigmundur og félagar séu að meina það sem þau segja. Mér sýnist Framsókn vera eini flokkurinn sem talar af sannfæringu um stjórnlagaþing. VG og Samfylking hafa engan alvöru áhuga á málinu en finnst öndvegis að hafa þetta með kosningaloforðafroðunni.

Gildran sem Sigmundur gékk sjálfviljugur í þegar hann tók að sér að vera ábyrgðarmaður fyrir VG og Samfylkingu er núna að kæfa flokkinn. Ég býst fastlega við því að Samfylking muni verðlauna Framsókn fyrir greiðann með því að kenna honum um að ekki hefur tekist að gera það sem stóð til að gera.

það gerir Samfylkingin alltaf eins og við Sjálfstæðismenn vitum. Kosningabaráttan verður því mjög áhugaverð þar sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír munu berast á banaspjótum. þar mun Framsókn þurfa að berja vel frá sér ef ekki á illa að fara.

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fanning the flames are you ;)

Framsókn verður mjög líklega í stjórn með S og VG eftir kosningar.

Jóhanna og Steingrímur kalla víst Sigmund á fund í hvert sinn sem hann pirrast eitthvað í fjölmiðlum. Vilja hafa gott samráð.

En þið Sjálfstæðismenn viljið náttúrulega helst endurvekja stjórnarmynstrið frá ´95-'07?!?

Nafnlaus sagði...

Æi, er bara ekki best að sem fæst orð séu höfð um þetta skrípi, sem framsókn er? Almenningur er allavega alveg með það á hreinu, hver bar ábyrgð á viðskipta-og bankamálum í samstjórn þeirra og sjálfstæðisflokks, allan tímann!