miðvikudagur, 18. mars 2009

Skítblönk ríkisstjórn.

Það má með sanni segja að ríkisstjórnin sé að vinna okkur gagn þessi dægrin. Hún er kynjuð að verða og hún ætlar að segja okkur hvað ráðherrar eiga af verðbréfum. Jóhanna fer fyrir umræðum um siðbót nýdæmd fyrir brot á stjórnsýslulögum! Allt horfir nú til betri vegar og Grímsi segir skuldir okkur mun minni en hann fullyrti að þær áður en hann settist í stólinn hans Árna Matt.

Nú skal því haldið að okkur að allt sé hér í öruggum höndum og fleyinu sylgt til af styrk til hafnar. Staðreyndin er samt sú að þessi hundlata ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir þá sem hún lofaði að hjálpa. Hver blaðamannafundurinn á fætur öðrum er bara froðusnakk um eitthvert léttmetið og prívat áhugamál ráðherra og þó margt af því sé öndvegis þá er það bara ekki það sem við erum að bíða eftir.

Vissulega getur ríkisstjórnin notast við pakkann sem gamla stjórnin útbjó og kom á koppinn og líklega mun það plan koma okkur á réttan kjöl á endanum. Rétt er þó að halda því rækilega til haga að þessi stjórn á ekki staf í þeim efnahagsaðgerðum sem unnið er að. Okkur er haldið uppteknum við að hlusta á forsjárhyggju raus um bann við einkadansi. Mikið hljóta skuldsettur fjölskyldurnar að fagna þessu banni, eftir því höfum við beðið!

Væntanlega sitja ráðherrar nú daglangt við að útbúa gullbryddaða kosningapakka handa lýðnum. þá verður allt hægt og lausnir handhægar en bara ekki fyrr en eftir kosningar. Menn eins og Steingrím munar auðvitað ekkert um snæða kosningaloforð í öll mál eftir kosningar, annað eins hefur hann nú þurft að sporðrenna af yfirlýsingum undanfarið.

Hafi fyrri ríkisstjórn verið stjórn aðgerðaleysis þá verðum við að finna ný viðmið til handa þessari sem nú gerir ekki neitt fyrir pottalemjandi umbjóðendur sína né okkur hin. Helstu vinna þeirra í efnahagsmálum er að hafna öllum hugmyndum sem upp koma og keyra bara áfram á kúrsinum sem Geir setti með gjaldreysissjóðnum.

Blankheitin eru alger og öllum ljós.

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Talandi um blakheit

Hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins skrifaði einu sinni bók sem hét

“Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?”

Þeir sem ekki trúa þessu ættu að skoða eftirfarandi

http://is.wikipedia.org/wiki/Hannes_H%C3%B3lmsteinn_Gissurarson

http://is.wikipedia.org/wiki/Hannes_H%C3%B3lmsteinn_Gissurarson

Nafnlaus sagði...

Röggi:
Þorir þú að skjóta á hvað seðlabankinn hefði gert með stýrivextina á morgun ef Davíð væri þar ennþá?

jens