þriðjudagur, 3. mars 2009

DV tekur mann niður.

DV heldur áfram að koma út af ástæðum sem ég skil ekki. Kannski munar liðinu sem á blaðið ekkert um að tapa peningum á útgáfunni. það fólk er ekki vant að borga skuldir sínar hvort eð er. Taprekstur er bara hugarástand og því hugarástandi kemur aldrei að skuldadögum.

Blaðið er rekið til að hundelta fólk eftir þörfum eiganda þess frá einum tíma til annars. Einhliða málflutningur og áunninn skortur á fagmennsku er auðvitað hverjum einasta manni sem þarna starfar til vansa þó ábyrgð þeirra sem eiga blaðið og ritstýra sé stærst og mest.

Núna birtist á forsíðu frétt um starfskjör forstjóra lífeyrissjóðs VR. Þau eru að sönnu mun betri en hjá mér og mörgum öðrum. þar er útgangspunkturinn að fyrirtækið hafi tapað svo miklu að kjörin séu óeðlileg. Gott og blessað allt saman en af hverju ætli blaðið velji þennan mann umfram aðra menn sem starfa hjá fyrirtækum sem hafa tapað stórt. Til að mynda Jón Ásgeir svo einhver sé nefndur....

Ég man eftir því að Baugur lét þennan lífeyrissjóð fara mjög í taugarnar á sér hér um árið. Þá fannst Baugsmafíunni fjáfestingarstefna sjóðsins ekki liggja nægilega mikið til fyrirtækja Baugs. Hótanir um að stofna eigin lífeyrissjóð fyrir sína starfsmenn voru hafðar uppi. Vill einhver hugsa þá hugsun til enda að Baugur hefði getað ráðstafað lifeyri starfsmanna sinna??

Krafan um að lifeyrissjóðirnir setji peninga í Íslenskt atvinnulíf hefur alltaf verið sterk. Auðvitað vildi Baugur komast í sjóði lifeyrsissjóðs VR eins og annarra fyrirtækja sem þeir hafa mergsogið. Frá mínum bæjardyrum séð eru það meðmæli með forstjóranum að hafa ekki látið hafa sig út í þá vitleysu þrátt fyrir þessar hótanir. Annars er það út af fyrir sig merkileg nálgun hjá Baugi að halda að lífeyrissjóðir seu fyrir vinnuveitendur. Ég hélt að þeir væru fyrir hinnar vinnanndi stéttir.

Kannski hefur verið tekin ákvörðun um að taka þennan mann niður eins og það heitir á ritstjórn þessa snepils. það eru ekki sögurnar sem blaðið segir sem eru fréttirnar. Launakjör þessa manns eru opinber gögn og hvergi leyndarmál.

Það eru sögurnar sem ekki eru sagðar í DV sem eru fréttirnar. Á hvernig bíl er eigandi þess blaðs eiginlega um þessar mundir? Hvernig flugvél flýgur hann núna í boði þjóðarinnar? Hversu miklu fé hefur hann tapað og hver borgar tapið?

það borgar sig greinilega ekki að lenda í ónáðinni hjá Baugsfólkinu. Það gleymist greinilega seint. Eins og þetta dæmi sannar.

p.s. ég frábið mér allan útúrsnúning um að birtingur sé ekki í eigu Jóns Ásgeirs eða að engin tenging sé milli Hreins Loftssonar og Jóns. Því trúir ekki nokkur maður...

Röggi.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

finnst þér í lagi að maðurinn sé með allt þetta og um leið algerlega vanhæfur , skipta milljarðatap þig engu

Nafnlaus sagði...

"DV heldur áfram að koma út af ástæðum sem ég skil ekki."

DV er hluti af Birtingi og eins og fram hefur komið er Birtingur skuldlaust félag. Ástæðan er því greinilega rekstrarleg.

Hvað svo sem mönnum kann að finnast um það sem stendur í DV verður það ekki tekið af þeim að DV er eitt blaða ekki upp á náð og miskun ríkisbankanna komið.

Nafnlaus sagði...

Var ekki forsíðufrétt á DV um daginn um leynilega bílageymslu Jóns Ásgeirs og konu hans. Það leit ekki vel út fyrir JÁJ.

Unknown sagði...

Guðmundur Gunnarsson

Svona svona Röggi ... Hreinn sá sérstaka ástæðu til að taka skýrt fram við þjóðina að kaupin á DV af Jóni Ásgeiri hafi verið "ALVÖRU VIÐSKIPTI"...!!???? (o:

Það væri forvitnilegt að vita hvers vegna Jón Ásgeir hafi staðið við hótunina að stofna lífeyrissjóðinn?

Ætli það sé eitthvað svipað og með allar hótunirnar um að lögsækja fréttamenn, pólitíkusa og bloggara sem segja eitthvað sem hentar ekki myrkraprinsinum?

Nafnlaus sagði...

Ha? Er Birtingur skuldlaust félag?
Hvar kemur það fram. Kommon sens segir mér að tímaritaútgáfa sé vondur bisness sérstaklega á árferði þar sem auglýsingatekjur hafa dregist saman um amk 30%.
Það er eitthvað bogið við þessa fullyrðingu, birtingur skuldar milljónatugi ef ekki meira útum allan bæ.

Nafnlaus sagði...

Birtíngur er skuldlaus.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson

Síðan hvenær varð Birtíngur skuldlaus?

Heimildir takk.

Síðan hvenær varð DV skuldlaust fyrir eða eftir "kaups" Hreins Loftssonar?

Heimildir takk.

Nafnlaus sagði...

"Síðan hvenær varð Birtíngur skuldlaus?
Heimildir takk."

Hér er öllu snúið á haus eins og venjulega hjá hinum froðufellandi Netverjum sem tengjast Skrímsladeild Flokksins. Þar virðist nóg að varpa einhverju fram og svo er það þeirra sem sitja undir rógburðinum að bera af sér sakir. Fremur ógeðfelld rökræða sem hér er stunduð - og hefur verið lengi í þessum ranni. Nú veit ég ekkert um skuldastöðu Birtings og kemur hún í sjálfu sér ekki við. En ekki er annað hægt en fyrirlíta svona málflutning: Birtingur er stórskuldugur er orgað. Og einhver segir: Birtingur er skuldlaus. Og þá koma óhróðursmennirnir og heimta að menn sanni það.

Annars verð ég að þakka Rögga fyrir hans blogg. Einstæð innsýn í læmingjahugsunarháttinn sem virðist einkenna þennan sértrúarsöfnuð sem eru áhangendur Flokksins - no matter what.

Kveðja,
Jakob

Nafnlaus sagði...

Jakob svona til að halda því til haga þá er Birtingur ekki skuldlaus það get ég fullyrt án þess þó að fara lengra með það. Fyrir eða eftir Hrein er ég ekki viss um en staðan í dag er að fyrirtækið skuldar milljónatugi.
Og sá sem heldur skuldleysinu fram má gjarnan koma með heimildir fyrir því.

Nafnlaus sagði...

Já, sko. Hvort Birtingur er skuldlaus eða ekki ég hef bara ekki grænan grun. Og það skiptir mig í raun engu. Það sem ég er að reynda að benda á er þessi þrætubókafræði eru algerlega siðlaus. Ef við göngum út frá því að það að skulda sé frekar neikvætt og tökum þetta aðeins lengra. En hér er stigsmunur en ekki eðlis. Ég held því fram að þú sért morðingi. Þú segist ekki vera morðingi. Og ég krefst þess að þú sannir það að þú sért ekki morðingi. Hvurskonar béfað bix er það? Og þetta einkennir röksemdafærslu Skrímsladeildarinnar. Sem er ömurlegt að horfa uppá.
Kveðja,
Jakob

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Jakob.

Froðufellingin er þí í að sleikja skottið á óþverragenginu sem þú væntalega ert á launum hjá.

Ég skal lofa þér að Birtingur er eins langt frá því að vera skuldlaus og hægt er.

Yfirvöld eru núna á leiðinni að taka til sinna ráða vegna ógreiddra launatengdra gjalda starfsmanna eins og lífeyrissjóðgreiðslna os.frv.

Hafðu vit á að halda þér til hlés vegna innistæðuleysis í umræðu sem tengist vinnuveitanda þínum, sennilega mesta smámenni sem þjóðin hefur alið?

Hæfir skel tranti.

Og Jakob ekki tala um siðleysi.

Þetta með grjótið og glerhúsið.