Aldrei þessu vant horfði ég að hluta á silfur Egils í gær. Magnaður panell í upphafi og minn maður Tryggvi Þór frábær. Áhugaverðast var þó að fylgjast með félagsmálaráðherra sem reyndi án afláts að láta eins og Guðfríður Lílja væri ekki þarna og væri ekki að segja það sem hún var að segja.
Árni Páll er að verða sérfræðingur í að segja ekki neitt. Draumur hans um leiðtogasæti Samfykingar fjarlægist með hverju viðtalinu sem hann gengur glaðbeittur til og Dagur og Össur fagna óspart.
Í gær kepptist hann við að ræða stöðu stjórnarandstöðunnar. Fyrir okkur flest er staða ríkisstjórnarinnar verulegt áhyggjuefni þó mér finnst fremur undarlegt að einhverjir hafi búist við öðru en þeir fengu þegar merkt var við vinstri.
Ef ekki hefði verið fyrir öfluga stjórnarandstöðu bæði innan ríkisstjórnar og utan hefði félagsmálaráðherra tekist að samþykkja Icesave samninginn ólesinn og óbreyttan í sumar. Árni Páll er hins vegar upptekinn af þvi að menn sem ekki gerðu samninginn skuli ekki greiða honum atkvæði. Vissulega tókst stjórnaradstöðunni að lágmarka skaðann með ærinni fyrirhöfn en að ætlast til þess að hún beri ábyrgð á samningnum sjálfum er hreinlega barnalegt.
Ef maður hefði nú bara áhyggjurnar hans Árna Páls segi ég. Ég held að hann ætti að snúa sér að öðru en að benda á stjórnarandstöðuna og vinda sér að hinum erfiðu verkefnum sem fyrir liggja því ekki verður betur heyrt á honum en að lausnir séu í hendi.
þetta er maðurinn sem sagði í sigurvímu hér fyrr á árinu að allt yrði hér í blóma ef við bara sendum inn umsóknaraðild að ESB. Nú er það frá og við siglum á sjálfstýringu þaðan í gegnum IMF en ekkert bólar á bjargráðum og skjaldborgum sem lofað var.
Af því ætti hæstvirtur félagsmálaráðherra að hafa áhyggjur en ekki heilsufari stjórnarandstöðunnar.
Röggi
mánudagur, 5. október 2009
Silfur Árna Páls.
ritaði Röggi kl 13:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Samf. og Framsókn mega skammast sín fyrir sinn þátt og VG voru og eru óstjórntæk, en FLokkinn ætti að bannna og hreint ótrúlegt að hér sé maður að viðurkenna að hann fylgi FLokki sem "sturtaði heilli þjóð niður um klósettið" (tilv. í enskt blað")
Fólk átti engra góðra kosta völ í kosningunum.
Þið Sjallar ættuð að fara með veggjum.
Sjálfgræðgisflokkurinn pereat
Þegar og ef ÞINN MAÐUR kemst að kjötkötlunum þá get ég lofað þér einu. Þá mun hann reyna að leysa verkefnið ICESAVE eins hratt og mögulega. Helst fyrir morgunkaffi á fyrsta degi eftir stjórnarskipti. Því þá eru meiri líkur á því að það gleymist.
Því hvernig sem á það er litið þá er búið að þjófkenna íslendinga og engin treystir þjófum. Landsbankinn fór í vasa venjulegs fólks, góðgerðarfélaga og fleiri og rændi þau hýrunni.
Árni hefur þó eitt sem ÞINN MAÐUR hefur ekki það er þétt lið á bakvið sig. Það er engin klofningur hjá Samfó enda skilja menn stöðunna og eru ekki að gera sér neinar grillur um að veruleikin sé annar en hann er.
Guðríður Lilja er stjórnmálamaður sem skilur ekki munin á svörtum og hvítum leikmönnum og að hlutverk allra leikmanna er að valda kónginn. Ef stjórnmálamenn skilja þetta ekki þá er best að forðast þá.
Aðkoma er AGS er verðmiði á trausti eða öllu heldur skortinum á því. Á meðan AGS hefur ekki gúderað Ísland þá kemur ekkert fjármagn til landsins. Ekkert fjármagn engar virkjanir, engar virkjanir engin iðnaður, þá er engin vinna, engar gjaldeyristekjur og engin skjaldborg um heimilin.
Kveðja
Magnús
Sá líka þetta Silfur Egils og verð að segja að sá sem finnst Tryggvi Herbertson standa sig þar vel "eins og venjulega" hlýtur að vera illa blindur af ranghugmyndum. En hins vegar er rétt há þér að Árni var eins og skrifræðkálfur út úr kú.
Skrifa ummæli