föstudagur, 13. ágúst 2010

Eiður Smári

Íþróttafréttamenn er í fýlu út í Eið Smára. Hann vill ekki vera almennilegur og tala við þá. Auðvitað er það verra enda hefur hann skyldum að gegna í þessum efnum. Ekki gott að sniðganga fjölmiðla og ef hann þarf andrými væri skynsamlegt hjá honum að biðja um það.

Við viljum öll að honum gangi vel enda okkar besti maður en hann getur ekki skorast þegjandi og hljóðalaust undan því að tala við okkur þegar honum hentar. Kannski vill Eiður að helstu fréttir sem við fáum af honum séu djammsögur og viðtöl tekin í gríngolfmótum. Eða sprell með Audda og Sveppa....

Eiður Smári er greinilega með vindinn í fangið núna. Hann ætti frekar að sækja sér styrk hingað heim heldur en hitt.

Röggi

Engin ummæli: