sunnudagur, 15. ágúst 2010

RÚV klúðrar bikarútsendingu

Nú er nýlokið bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta.Stærsti viðburður hvers tímabils í öllum greinum. Í gær léku strákarnir og þetta er stór helgi fyrir þá íþróttamenn sem spila þessa leiki. Auðvitað er þetta sjónvarpsviðburður....

Og gamla RÚV hefur réttinn til sýninga á kvennaleiknum. Nú brá svo við í dag að ekki reyndist tími til að klára að sýna verðlaunaafhendingu sem hafn var. Í gær var útsendingin teygð svo lengi sem einhver fékkst til að ræða við fréttamenn eftir afhendinguna og stemningin komst glæsilega til skila í sófann minn.

Hver tekur svona ákvörðun? Fyrir mig er þetta virðingarleysi við stelpurnar og áhorfendur. Hvernig hefði verið tekið á framlengingu að ég tali nú ekki um tímafreka vítaspyrnukeppni?

RÚV skuldar skýringu á þessari furðuákvörðun.

Röggi

Engin ummæli: