mánudagur, 9. ágúst 2010

Kosningar eina leiðin.....

Hún er mögnuð undiraldan í pólitíkinni núna. Allir vita að ríkisstjórnin er tæknilega búin að vera en þetta er eins og í sovét í gamla daga, menn reyna að þræta og halda andliti alveg fram í dauðann sjálfan.

Í raun merkilegt hversu vel tekst að halda því sem er að gerast undir yfirborðinu en það helgast fyrst og fremst af því að fjölmiðlar hafa ekki áhuga á að vera að ónáða þessa ríkisstjórn. Þetta er jú búsáhaldastjórnin eftir allt....

Illa duldar hótanir og daður Lilju Mósesdóttur við Hreyfinguna eru til þess fallnar að fá menn ofan af þeirri hugmynd að reyna að fá Framsókn til liðs við hina andvana ríkisstjórn.

Á meðan á þessu stendur dedúa ráðherrar við sín gæluverkefni án afskipta verkstjórans Jóhönnu hvort heldur sem þau snúast um að eyðileggja fyrir allri framþróun eða að ráða vini sína baneitraða til starfa og þá allra helst án þess að auglýsa. Nú má bara ekki vera að slíku fíneríi....

Svo birtast hagfræðingarnir á næstu dögum með tillögur sínar um uppsagnir opinberra starfsmanna í stórum stíl og helst frystingu launa þeirra sem eftir verða. Benda svo VG á að svigrúm til skattahækkana er fyrir löngu sprungið. Þá springur allt endanlega og meira að segja þeir sem reynt hafa að sannfæra sjálfa sig um að þetta sé eini möguleikinn við landstjórnina munu sjá ljósið.

Kosningar gott fólk. Kosningar.....

Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kosningar núna er varla eftirsóknarverð fyrir neina af stjórnmálaflokkunum. Það yrði þvinguð niðurstaða vegna órólegudeildarinnar í VG.

Eftirspurn eftir sömu stjórnmálamönnunum er varla mikil.

sérðu virkilega fyrir þér endurnýjun sem skiftir máli?