miðvikudagur, 25. ágúst 2010

Kirkjan

Kirkjan er í vanda og öllum er ljóst að hún kann ekki að vinna úr stöðunni. Kirkjan er eins og stjórnmálamennirnir okkar eftir hrun. Allir sjá stórfellt klúðrið í málefnum Ólafs Skúlason en hver á fætur öðrum hlaupa kirkjunnar munn undan og halda að málið snúist um að vernda þeirra eigið skinn. En hér er meira undir......

Biskupinn okkar tafsar og muldrar þegar málið er við hann rætt. Karl Sigurbjörnssson telur sig ekki þess umkominn að dæma látinn manninn, það muni aðeins einn geta og muni gera og á þar við almættið sjálft á dómsdegi. Orðhengilsháttur segi ég og er sannfærður um að almættið muni veita honum undanþágu til að fara inn á verksviðið og hafa skoðun á málinu verði eftir því leitað.

Karl Sigurbjörnsson og kirkjunnar menn mega ekki komast upp með svona undanbrögð. Það virðist liggja afgerandi fyrir að kirkjan vissi en hafði ekki verkreglur sem réðu við málið og því var það þaggað niður. Sú skömm er ekki auðveldlega hreinsuð af en tilraunir til þess að komast undan því mun að líkindum verða bæði persónum og kirkjunni dýrkeypt og loða lengi við.

Og hollt fyrir Karl og félaga að muna að þeir þurfa svo líka að standa skapara sínum reikningsskil gerða sinna....

Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

FLokkurinn er í vanda og öllum er ljóst að HANN kann ekki að vinna úr stöðunni. HANN er eins og HINIR stjórnmálaFLOKKARNIR okkar eftir hrun. Allir sjá stórfellt klúðrið í málefnum BANKANNA en hver á fætur öðrum hlaupa STJÓRNMÁLAMENNIRNIR undan og halda að málið snúist um að vernda þeirra eigið skinn. En hér er meira undir......

HAARDE telur sig ekki þess umkominn að dæma SEÐLABANKASTJÓRANN, það muni aðeins einn geta og muni gera og á þar við almættið sjálft á dómsdegi. "EKKI PERSÓNUGERA VANDANN."Orðhengilsháttur segi ég og er sannfærður um að almættið muni veita honum undanþágu til að fara inn á verksviðið og hafa skoðun á málinu verði eftir því leitað.

FLokksmenn mega ekki komast upp með svona undanbrögð. Það virðist liggja afgerandi fyrir að HRUNSTJÓRNIN vissi en hafði ekki verkreglur sem réðu við málið og því var það þaggað niður. Sú skömm er ekki auðveldlega hreinsuð af en tilraunir til þess að komast undan því mun að líkindum verða bæði persónum og FLOKKNUM dýrkeypt og loða lengi við.