mánudagur, 4. október 2010

Jóhanna þumbast við

Ég sit hér og horfi á Jóhönnu Sigurðardóttir tala frá alþingi í fréttatíma. Hún er reynslubolti hún Jóhanna og ætlar sér ekki að fara frá. Hún talar um að hún ætli sér að taka mótmæli alvarlega en þá með því að reyna að fá stjórnarandstöðuna að borðinu til að leysa vandann. Hún treystir á að hinir flokkarnir séu jafn lafhræddir við kosningar og hennar eigin og þannig muni þessi sameiginlega hræðsla þrýsta flokkunum saman. Það kann að vera rétt mat og margt er til þess vinnandi að koma góðum verkum í gang. En kosningar verða vart umflúnar....

Þetta er því snilldarbragð atvinnustjórnmálamannsins Jóhönnu. Takist ekki að fá stjórnarandstöðuna til liðs mun hún reyna að kenna henni um að ekki tekst frekar en fyrr að leysa nokkurn vanda.

Jóhanna virðist ekki átta sig á að þjóðin hefur glatað tiltrú á ÞINGINU en ekki bara ríkisstjórninni. Þessa tiltrú hef ég ekki trú á að verði hægt að kaupa með sjónhverfingum eða töfralausnum sem allt í einu virðast til en hafa í raun bara beðið samþykkis stjórnarandstöðunnar!

Hver dagur sem þingið og ríkisstjórnin mun taka sér í að stinga hausnum neðar í sandinn mun bara kosta meira á endanum. En svo hlýjir eru ráðherrastólarnir að ekkert annað kemst að en að sitja þar hvað sem á dynur. Og spila pólitík, pólitík sem svo margir eru orðnir þreyttir á.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg ótrúlegt. Jóhanna var inni á þingi þegar Mario Kempes var að salla inn mörkum fyrir Argentínu á HM 78´. Hún talar eins og nýliði, blautur á bakvið eyrun.

Það er annars skondið að heyra vinstra fólkið tala um öll þau úrræði sem ekki mátti heyra minnst á fyrir tæpum tveimur árum, þ.e. þjóðsstjórn. Þá talaði t.d. Davíð Odsson um þetta fyrstur manna. "ekkert til að tala um" sagði Steingrímur J. inntur um þennan möguleika. Hvað ætli hafi valdið þessari breyttu afstöðu sem manni heyrist nú vera farið að örla á hjá forystumönnum "hinna tæru" vinstri stjórnar? Kannski ráðaleysið? Hugssnlega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að bæta sig fylgi um 50% síðan í kosningum miðað við síðustu fylgiskannanir, og þær voru teknar áður en fjárlögin voru sett fram, og atkvæðaplott samfó um landsdóm var hleypt af stokkunum?

Annars fór frekar lítið fyrir Össuri Skarphéðinssyni í kvöld. Aldrei þessu vant. Það hefur lítið farið fyrir kappa undanfarið.

Nafnlaus sagði...

Mótmælendur biðja um þessa ríkisstjórn:

Bjarna vafning
Illuga 9.
Þorgerði 7h
Árna Johnsen tæknilega
Gulla styrk
Sigurð bílstjóra

Nafnlaus sagði...

Láttu veslings Jóhönnu í friði, eineltisníðingur!