þriðjudagur, 29. mars 2011

Lækkum bensínskattinn, það er ekkert að óttast.

Ég heyrði í einum helsta sérfræðingi Samfylkingar á þingi í efnhagsmálum, Magnúsi Orra Schram, tala í útvarpi um tillögu Sjálfstæðisflokksins um lækkun bensinskatts tímabundið hið minnsta. Magnús er lipur viðmælandi og tekur starf sitt alvarlegum tökum og telur þessa tillögu þess virði að um hana sé rætt. Mikið er það þó gott.

Og þá út frá því hvort ríkið muni tapa tekjum ef þetta verði gert. Mér finnst reyndar gaman að sjá að Magnús sér það ekki eingöngu sem umhverfismál að hækka á okkur bensínið en það gerir félagi Steingrímur blygðunarlaust og fyllir svo á ráðherrabílinn út í okkar reikning. Þess má geta að Magnús og Steingrímur tilheyra báðir stjórnarliðinu.

Ég veit ekki hvað þarf að gera til að ríkisstjórnin kveiki á perunni og geri sér grein fyrir því að auknir skattar í síminnkandi kaupmætti og atvinnuleysi munu ekki auka skatttekjurnar til lengri tíma, öðru nær. Magnús Orri er einn af yngri mönnum í þessum bransa en virðist haldinn þessum ranghugmyndum og mér liggur við að segja áunninni þrjósku og kreddum sem fylgt hafa hinum eldri lengi.

Hvernig erfist þessi della? Hvað er að óttast þó að ríkið slái af bensínlítranum til áramóta? Vinstri menn verða hreinlega að gefa þeirri hugsun sinni frí að refsa beri þeim sem verða og þurfa að nota bíl því stór hluti þjóðarinnar á ekkert val í þeim efnum.

Röggi

2 ummæli:

Georg Georgsson (gosi) sagði...

Hvers vegna ætti ríkið að lækka sinn hlut, það vita það allir að sú lækkun mun eingöngu renna til olíufélaganna, þeir munu hirða hana alla. Eða ertu búin að gleyma lækuninni á virðisaukanum til veitingahúsa??

Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma að AGS vill líka hækka vsk á t.d. matvöru. Og þú getur verið rétt viss um að fyrst AGS vill það, þá verður það gert.

ÞÚB