Lengi er von á einum segir einhversstaðar. Helgi Hjörvar stóð upp í gær í þinginu og sagði það sem margir hugsa. Í prinsippinu er út í hött að fara út í æfingar til að sniðganga dóm hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu. Fyrir svo utan að með þessu stjórnlagaráði er hugmyndin sjálf orðin útþynnt og vægið að engu orðið.
Helga hefur tekist það sem til að mynda innanríkisráðherranum tekst alls ekki og það er horfa á málið út frá grundvallaratriðum en ekki bara hvað hentar níðþröngum pólitískum hagsmunum. Það er grafalvarlegt að alþingi sem er löggjafarvald skuli sætta sig við það að framkvæmdavaldið vaði yfir allt og alla á skítugum pólitískum skóm sínum.
Hér stendur Helgi Hjörvar í fæturna og hugsar lengra. Hann lætur sér ekki nægja að láta lítilmótlegustu prinsipp stjórnmálanna ráða husgun sinni heldur hugsar um heildarmyndina og hversu mikilvægt er að bera virðingu fyrir þrískiptingu valdsins.
En þessi vesalings þjóð heldur bara áfram að láta sig svona smámuni engu varða. Við höldum bara áfram að nöldra í hvert öðru og kvarta undan spilltum og ónýtum stjórnmálamönnum og mætum svo og merkjum við Ögmund eins og ekkert hafi í skorist.
Eitt er að vera ósammála í pólitík og takast á um það en við hljótum öll að verða að vera sammála um að losa okkur við þá hugsun að einu hagsmurnir sem máli skipta séu pólitíkusanna og í þeim hagsmunarekstri séu öll meðöl leyfileg og grunnstoðir eins og dómstólar léttvægir og til skrauts nema þeir komist að réttum niðurstöðum.
Þannig getum við byrjað á nýrri hugsun. Takist það er mönnum eins og forystumönnum VG ekki sætt á löggjafarsamkomu okkar.
Röggi
föstudagur, 4. mars 2011
Til hamingju Helgi Hjörvar!
ritaði Röggi kl 09:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Lagabreytingar takk. Strax.
Skrifa ummæli