Ágætur sigur á Kýpur sem er víst langt fyrir ofan okkur á styrkleikalistanum góða. Engin glans yfir sigrinum en fyrir lið sem hefur ekki unnið lengi er ljótur sigur mun betri en gullfallegt tap.
Miklar mannabreytingar eru á liðinu frá einum leik til annars sem er almennt ekki talin góð latína en sumt af óviðráðanlegum ástæðum annað kannski skortur á sjálfstrausti þjálfara sem vinnur ekki leiki.
Slakasti maður vallarins og þó víðar væri leitað fyrirliðinn Eiður Smári lét eftir sér að kunna ekki að gleðjast eftir leik og mér finnst fyrirliðabandið fara illa á upphandlegg hans.
KSÍ tekur sig vera með svo mikla söluvöru í höndunum núna að betra sé að gefa ekki eftir af miðaverði og fá fleiri í stúkuna en færri. Það er skrýtinn bisness og kannski ekki í fyrsta sinn sem KSÍ er ekki að lesa salinn rétt.
Röggi
þriðjudagur, 6. september 2011
Ljótur sigur betra en fallegt tap
ritaði Röggi kl 20:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já, þetta var skrýtið viðtal við Eið Smára eftir leikinn. Og mikið rosalega fannst mér hann flóttalegur. Jafnvel flóttlegri en þjálfarinn.
En Hannes Þór var frábær í markinu.
ÞÚB
Skrifa ummæli