fimmtudagur, 15. desember 2011

Jóhanna leiðréttir hagstofuna

Hvað ætlar forsætisráðherra að gera í málefnum hagstofu Íslands? Hagstofan birtir tölur um fólksflutninga sem eru greinilega kolrangar. Það er grafalvarlegt mál og nokkur fjöldi manna hefur byggt málflutning sinn á þessum tölum undanfarið.

Það er ekki fyrr en Jóhanna Sigurðardóttir stígur fram og upplýsir okkur um staðreyndir málsins að upp um rangfærslur hagstofunnar kemst. Þar sitja menn og standa leiðréttir. Augljóst hlýtur að vera að þarna þarf að taka til.

Hagstofan hefur með þessu framferði komið óróa af stað og aukið á óánægju að óþörfu og við fögnum því að Jóhanna skuli af myndugleik taka af öll tvímæli hvað þetta varðar. Enda vitum við að ekki lýgur forsætisráðherra......

Röggi

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru nú til fordæmi að leggja niður þá sem birta tölur sem gagnast.
Fer hún ekki bara Davíðs leiðina.

Nafnlaus sagði...

Það eru prósentubrot sem munar á tímabilinu nú og svo t.d. tímabilinu t.d. 1995 til 6. Og þegar að Samtök atvinnulífsins líka þessu við landfluttningin hér fyrir aldamót þá finnst mér aðlilegt að Jóhanna taki svona til orða.
Bendi á að síðan 1961 er staðan á brottflutning íslenskra ríkisborgar á móti aðflutum þannig aðeins í 10 af þessu 50 árum hafa fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt til landsins en flutt héðan og samtals hafa yfir 21 þúsun fleiri flutt héðan en til landsins.

Nafnlaus sagði...

Jamm bara leggja þessa stofnun niður að hætti Davíðs.

Nafnlaus sagði...

hún leiðrétti ekkert hagstofuna, mannfjöldafræðingurinn þarna ólöf eitthvað og Jóhanna virtust alveg sammála í mism. viðtölum um að þessi brottflutningur væri ekki mikill í sögulegu samhengi. Prófaðu að anda rólega rétt áður en hagstofan gefur út mannfjöldatölu næst. Seinast var hann 318.452 , skyldi hann fara kannski mögulega niður í það sem hann var 2006, 315.459? Gvuð forði okkur frá því, hjáááálp, ég vil mömmu mína.

Nafnlaus sagði...

Sjá hér:
http://umbiroy.blog.is/blog/umbiroy/entry/1211609/

Stefán Benediktsson sagði...

Samkv. Vísi fluttu 1440 út árlega, árin 69-70, 1337 á ári 95-96 og 1853 á ári 09-11. Það gera 0,7% þjóðarinnar á ári 69-70, 0,5% á ári 95-96 og 0,63% á ári árin 09-11. Samkvæmt því flutti nokkuð stærri hluti þjóðarinnar út árin 69-70 en á öðrum tíma í nútímasögu okkar eða um 11% stærri hluti en 09-11 og það var fyrir daga sameiginlegs vinnumarkaðar og Norrænu..

Nafnlaus sagði...

Hvað segja stuðnings menn lygara núna.
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/12/16/ekki_fleiri_brottfluttir_i_100_ar/

Nafnlaus sagði...

Jæja.. mbl fjarlægði fŕéttina.
Hvers vegna ?

http://mbl.is/frettir/innlent/2011/12/16/ekki_fleiri_brottfluttir

Nafnlaus sagði...

Roggi minn, þú ert stórkostlega sniðugur. Ágúst Einarsson, prófessor í Bifröst og samflokksmaður Jóhönnu hefur birt afar gott sögulegt yfirlit yfir búferlaflutninga sem hann vann uppúr tölum hagstofunnar...

Nafnlaus sagði...

6300 eru brottfluttir umfram aðflutta á síðustu 4 árum. Það eru 2% þjóðarinnar og hátt hlutfall ef litið er til síðustu 150 ára.Á timum Vesturfaranna var hlutfallið 14%.Brottfluttir als er alltaf stærri tala eðlilega. Af hverjum 3 sem fara kemur einn til baka.