mánudagur, 12. desember 2011

Össur ekki að lesa salinn

Össur Skarphéðinsson er nagli. Hertur í pólitík og oft glúrinn að lesa salinn. Þessa dagana reynir mjög á þann hæfileika hans. Össur er nefnilega fastur á sjálfstýringunni. Í rikisstjórn sem enginn vill hvort heldur átt er við landsmenn eða þá sem þar sitja. En hann kemst bara ekki út...

Össur er líka á sjálfstýringu í ESB málinu og kemst ekki þaðan út heldur. Hann hefur lært það á löngum ferli að staðan má vera djöfulleg til þess að ekki sé hægt með klókindum að túlka hana sér í hag. Staða ESB er afar slæm og verri en djöfulleg að flestra mati þó hugsanlega hafi tekist að forða algerri upplausn ESB um helgina með því að skipta bandalaginu í tvennt.

Evran færist fjær og fjær og hún var og er aðal aðdráttaraflið. Kannski telur Össur að við myndum lenda í efstu deild þegar og ef við samþykkjum samning. Hann er þá einn um þá skoðun.

Kalt hagsmunamat. Þetta orðalag fer mjög fyrir brjóstið á andstæðingum Sjálfstæðisflokksins þegar ESB ber á góma. En þetta er besta orðalagið þegar taka þarf afstöðu til inngöngunnar í ESB.

Það getur ekki verið trúaratriði að ganga inn í ESB no matter what. En það þarf að virka í báðar áttir þetta kalda mat og ég treysti því að þannig sé því farið.

Kalda hagsmunamatið hans Össurar segir honum án efa að best væri fyrir þá sem vilja inn að gera hlé. Hann bara þorir ekki að taka þá ákvörðun enda engin önnur svör til fyrir flokkinn hans en að finna himnaríkið í Brussell.

Þess vegna þumbast hann við og vill ekki sjá jafnvel það sem ekki er neinn ágreiningur um. Össur er ekki að lesa salinn nógu vel núna.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kalt hagsmunamat segir manni að það sé sé betra fyrir smáríki að vera í ríkjasamböndum en ekki. Sérstaklega fríverslunar- og friðarsamböndum eins og EU. Sérhagsmunir einstakra atvinnugreina skipta ekki máli. Bretar gerðu þau hroðalegu mistök að setja hagsmuni örfárra bankastofnanna ofar hagsmunum þjóðarinnar og því eru þeir komnir á hliðarlínuna, eitthvað sem heimskustu stjórnmálamenn Bretlands eru ánægðir með. Þessir stjónmálamenn væru allir félagar í Heimssýn ef þeir væru Íslendingar...

Dude

Hermann Ólafsson sagði...

Þetta er skrítið mat hjá þér þegar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi meirihluta stuðning meðal íslendinga við einmitt það sem Össur er að vinna að, þ.e.a.s. klára aðildarviðræðurnar og gefa kjósendum kost á að kjósa um aðild! Í því ljósi held ég að þú sért sjálfur ekki að lesa salinn;-)