mánudagur, 12. desember 2011

Peningar og íþróttir

Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði kvennalandsliðsins talaði enga tæpitungu í viðtali eftir að kepnni lauk á HM í handbolta í gær. Sársvekkt og ör eftir leik lét hún vaða og hreyfir við umræðunni. Margir ætla að láta knappann stíl Harfnhildar verða að aðalatriði umræðunnar.

Sjálfskipaðir fulltrúar listamanna móðgast vegna þess að Hrafnhildur gerði samanburð á listum og íþróttum þegar kemur að fjárlögum ríkissins. Síðan hvenær varð það frágagnssök að gera samanburð þegar rætt er um útgjöld skatttekna okkar?

Hugsanlega er það þannig að íþróttamenn almennt gera sér ekki nægilega vel grein fyrir mikilvægi þess sem kallað er list og menning. En íþróttafólk gerir sér vel grein fyrir því að stjórnvöld gera mikinn greinarmun á gildi íþrótta og ungmennastarfs og listageirans.

Þeir eru til sem hafa í raun ekki nokkra hugmynd um hvernig íþróttaheyfingin er uppbyggð og rekin. Halda að allir séu atvinnumenn og stórstjörnur. Að þeir peningar sem safnast fari allir til þess að greiða ofdekruðum íþróttamönnum. Þannig er þetta ekki á Íslandi.

Vissulega er reynt að halda upp afreksstarfi í íþróttum eins og öðrum greinum. Ég veit ekki hvað listamannalaun og eða laun fyrir þá sem spila í sinfóniuhljómsveit eru ef ekki tilraun til að halda uppi afreksstarfi.

Íþróttahreyfingin á Íslandi er starfrækt af sjálfboðaliðum og snýst um umgmennastarf öðru fremur þó þeir sem ekki þekkja vel til sjái aðeins toppinn af ísjakanum þ.e. þá sem keppa í afreksíþróttum í sjónvarpi.

Ég hvet þá sem vilja kynna sér staðreyndir um starfsemi íþróttahreyfingarinnar að lesa pistil Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ.

Ekkert í þessum pistli ætti að þurfa að fara fyrir brjóstið á þeim sem vilja láta mikilvæga umræðu snúast um orðalag afrekskonu í tilfinningarússi eftir stóran kappleik.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það gætir ákveðins misskilnings í garð listamanna og fjárframlaga til þeirra í orðum Hrafnhildar og ég held að þessir "sjálfskipuðu fulltrúar listamanna" sem þú kallar svo hafi einfaldlega viljað benda á það. Stærstur hluti fjárframlaga til íþróttageirans kemur frá sveitarfélögum en listageirinn fær sáralítið úr þeirri áttinni. Það er því afar misvísandi að segja að listir og menning fái risaframlög af skattfé en íþróttir ekkert. Þessa heildarmynd verður að hafa í huga þegar framlög til lista og íþrótta af almannafé eru rædd.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ótrúlegur hroki hjá Hrafnhildi, ekki beint í sönnum íþróttaanda. Sé enga ástæðu til að skattgreiðendur séu að styrkja svona fólk.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus @ 12:12,

Og þau framlög frá sveitarfélögum eru að langmestu leyti fólgin í að útvega aðstöðu og strangt eyrnamerkta styrki út frá iðkendafjölda og veittri þjónustu. Langflestir skjólstæðingarnir eru börn og unglingar.

Grundvallarmunurinn liggur því í að það er ekki verið að borga fullorðnu fólki fyrir að sprikla. Yfirgnæfandi meirihluti íþróttamanna er í skóla og/eða lifir á öðru, enda meirihluti starfsævinnar eftir þegar þeir heltast úr þeirri lest.

Mér finnst að skattgreiðendur ættu hvorugt að hafa á herðunum - nægar eru byrðarnar fyrir! Það að bótaþegar skattgreiðenda með listamannakomplexa séu á jötunni réttlætir ekki að aðrir komist þangað.

Eyjólfur