fimmtudagur, 3. apríl 2008

Einkaþotutuð.

það er eins og við manninn mælt, allt ætlar um koll að keyra vegna þess að ráðherrar tóku þann kostinn að leigja sér einkaþotu til að komast á fund erlendis. Smásálin í okkur ryðst upp á yfirborðið. Einungis viðskiptagúrúin okkar hafa leyfi til þess að ferðast með einkaþotum sem þeir fengu sér eftir sérdeilis velheppnuð viðskipti.

Af hverju er svo verið að skammast? Er það vegna þess að kostnaðurinn er of mikill? Hugsanlega en samt veit enginn hver kosnaðurinn er. Eitthvað er þetta hagstæðara í tíma sem þessa dagana er óvenju dýrkeyptur hjá þessum ráðherrum. Þá sparast dagpeningar hugsanlega...

Nei, hér finnst mér afdalamennskan ráða ríkjum. Gagnrýnendur þessarar ferðar vilja líklega líka að við byggjum allt á einni hæð, ekki uppúr jörðinni að ég tali nú um upp í loftið. Stór hluti gangrýnenda höfðu til að mynda ekkert við það að athuga að forseti lýðveldisins margnýtti sér einkaþotur nýríku businessvina sinna sér til handa og konu sinnar.

Þras um aukaatriði er sérgrein heilu hópanna hér. Dægurtuð sem ristir grunnt. Veit einhver hvað er til umræðu á fundinum?

Röggi.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey heyr, fáránleg umræða, krísa í gangi og fólk vill að Geir hangi á terminal 5 að sms seðlabankanum í Evrópu .... það væri flott fréttaskot hjá Bloomberg eða öðrum fjármála fréttamiðlum...held að flestum finnist þetta eðlilegt.

Þráinn sagði...

Sæll Röggi og takk fyrir blogg sem mér finnst oft mjög skemmtilegt.
Einkaþotutuðið snýst um notkun á peningum almennings - sem mestan part er ósýnileg.
Munurinn á farþegaflugvél og einkaþotu er hins vegar sýnilegur.
Og mér finnst að á bakvið allt þetta tuð sé krafa um að fara skynsamlega og sparlega með almannafé og sýna ábyrgð og virðingu í starfi.

Nafnlaus sagði...

Já ég tek undir það að þetta er algjört tuð um ekki neitt. Ég vil að ráðamenn eyði peningum okkar skynsamlega og í þessu tilfelli finnst mér það miklu skynsamlegra í þeim ólgusjó sem við siglum nú, að ferðatími þeirra sé eins stuttur og hægt er. Time is money í þessu tilfelli.
Karl J

Nafnlaus sagði...

einnig sammála. Það er mikið hagkvæmara að leigja flugvél undir 20 manns, til Bucharest, en að panta í gegnum dohop.is

Nafnlaus sagði...

Ekki alltaf sammála því sem hér er skrifað en í þessu máli er ég hjartanlega sammála. Og vitleysan sem gengur um þetta mál eins og fólk las á visir.is og gleypti hrátt þar sem blaðamaður fór á dohop.is og fann út að ferð ráðherrana hefði getað kostað 130 þúsund á mann. Hann gleymdi því að til að byrja með hefðu þau komið of seint, þau hefðu varla náð á milli flugstöðva þarna á Heathrow. Og svo er komið í ljós að þetta var ekki nema kannski 300 þúsund dýrara og með þessu komst Geir í viðtöl við erlenda fjölmiðla sem hafa skilað sér í vaxandi gegni og viðsnúning álits á íslenskum efnahagsmálum erlendis og stöðu bankana.

Nafnlaus sagði...

Hafið nú samt í huga að ráðherrar að ferðast á vegum ríkisins eru ekki látnir dúsa á flugstöðvargöngum eins og allir aðrir. Þeir eru sérsóttir út í vél, keyrðir á sérbíl innan vallar á þjóðhöfðingja biðstofu og svo keyrðir út í næstu vél. Heldurðu að þeir séu látnir fara í gegnum öryggisleit eins og hver annar meðaljón? Mér finnst allt í lagi að hann skelli sér með einkaþotu en mér finnst ekki allt í lagi að hann sé að reyna að verja sig með þessu... "heiðursmannasamkomulagi" og að Terminal 5 sé að auki alveg stopp núna... eins og hann hefði þurft að horfa uppá það.

Nafnlaus sagði...

Hvaða dauðans della er þetta í þér Rögnvaldur...og þessum já-kór hérna!?
Auðvitað er það til háborinnar skammar að rétt á meðan þjóðin horfir kvíðnum augum til framtíðar, þá skuli ráðamenn þvælast um á einkaþotu! Þá skiptir engu máli hvað það kostar...við erum bara að tala um að kunna sig!

Og að Geir skuli voga sér að neita að gefa upp kostnað við ævintýrið á þeim forsendum að hann sé bundinn heiðursmannasamkomulagi við Ice.Jet að gefa það ekki upp!! Hvað um þjóðina?
Kv H

Nafnlaus sagði...

Við erum að tala um peninga almennings, þar liggur munurinn á því að fárast yfir stjórnmálamönnum og bissnessgaurum, sérstakt í meira lagi að þú skulir ekki átta þig á því. Fáránlegt hjá stjórnmálamönnum að predika aðhald og sparnað til almennings og hoppa svo uppí leiguþotu á einhvern fund þar sem íslenskir fulltrúar eru nú meira til gamans en gagns.