Skrifaði um þetta um daginn og geri það aftur núna. Samkeppnistofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaup OR á hlut hafnarfjarðarbæjar í HS sé ólöglegur gjörningur. Hef ekki kynnt mér þennan úrskurð en geng barasta út frá því að hann sé eðlilegur.
Bæjarstjórinn minn hann Lúðvik Geirsson hefur nefnilega tjáð sig um þetta mál fyrir nokkru. Þar tók hann afdráttarlaust þá afstöðu að honum kæmi úrskurður samkeppnisstofnunar hreint ekkert við. Hann væri með kaupsamning þar sem ekki væru fyrirvarar um úrskurð þessarar stofnunar. Síðast þegar ég tjáði mig um þessa heimspeki þótti mér hún á jaðri siðferðis.
Barnalegt hjá mér að halda að svoleiðis leiðindi vegi þungt í afstöðu stjórnmálamanns. Hætti því að hugsa um það en velti því fyrir mér hvurskonar lögfræði það er sem skyldar menn til að standa við samning sem klárlega þarf að fá úrskurð samkeppnisyfirvalda sem kemst svo að þeirri niðurstöðu að téðjur samningur sé ólöglegur.
Lúðvík vill fá aurinn og það get ég skilið en eitthvað er stórlega bogið við systemið ef OR verður að borga honum fyrir eitthvað sem ekki fæst keypt. Forsendubreytingar, skipta þær engu? Er það bara skylda kaupanda að samningur sé vel og löglega úr garði gerður?
Það er svo margt sem ég ekki skil.
Röggi.
laugardagur, 19. apríl 2008
Lögfræði Lúðvík bæjó.
ritaði Röggi kl 10:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
or má ekki eiga var úrskurðurinn, það segir ekki hvort samningurinn sé ógildur. þeir verða bara selja aftur.
Skrifa ummæli