Hvernig gat þetta endað öðruvísi spyr ég? Menn með einbeittan brotavilja hljóta á endanum að verða teknir úr umferð. Allt annað er lögleysa. Vörubílstjórar eða pólverjar, allir búa hér við sömu löggjöf og ber skylda til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu. Þeir sem ekki sjá þetta grundvallaratriði eru í mínum huga á rangri leið.
Hvaða hvatir eru það hjá fólki sem grýtir grjóti í annað fólk? Að ég tali nú ekki um lögreglu sem er í fullum rétti við að halda hér upp lögum og reglu. Hver getur varið svona framkomu?
Enginn auðvitað en fjölmargir telja samt að þessi lögbrjótar og nú ofbeldismenn hafi svo góðan málsstað að þetta sé rétt mátulegt á þessa andskota. Sem eru þá væntanlega, lögregla, olíufélög og stjórnvöld.
Ég fagna eindregið því að lögreglan hafi nú ákveðið að sinna skyldum sínum og stöðva þessa ósvinnu. Í okkar þjóðfélagi er fullt málfrelsi og tjáningar. Hver einasti þegn getur komið skoðunum sínum á framfæri á alla hugsanlega vegu. Þeir sem af einhverjum ástæðum telja sig þurfa að brjóta lög í leiðinni eiga að mínum dómi að svara til saka fyrir það.
Nú reynir á styrk stjórnmálamanna. Ekki er vafi í mínum huga að nú rjúka upp til handa og fóta grútslappir pólitíkusar sem gagnrýna lögregluna og framgöngu hennar. Populistar sem ekki geta eða þora að sjá stóru myndina. Því miður nær það fólk alltof oft eyrum almennings og það sem verra er, fjölmiðlamanna.
Hvernig væri nú að taka vörubílstjórana út úr jöfnunni og líka málsstaðinn þeirra, sem snýst auðvitað ekki um bensínverð, og setja í staðinn pólverja eða lítháa með einhvern málsstað sem þeir telja heilagan og hafin yfir guð og aðra. Ekki spurning að þá vildi almenningur setja stopp og beita til þess nauðsynlegri hörku.
Það er mergurinn málsins. Lögbrot ber að stöðva og ítrekuð skipulögð lögbrot ekki síst. Óháð því hver fremur þau og hvað viðkomandi segist vilja hafa sem málstað þegar lög eru sniðgengin.
Hver skilur þetta ekki?
Röggi.
miðvikudagur, 23. apríl 2008
Lögreglan loks farin að sinna skyldum sínum.
ritaði Röggi kl 13:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Þú ert nú ekki í lagi! Þetta voru frisamleg mótmæli burtséð frá því hvort þeir hafi brotið umferðalög á vægan hátt. Myndskeiðið á Rúv þar sem nokkrir ungir piltar spurðu lögreglu afhverju þeir færu svona með menn liggjandi í götunni, og lögreglan brást við með því að spreyja táragasi á þá, segir alla söguna. Þó einhver hálfviti hafi kastað grjóti í lögregluþjón þá bliknar það í samanburði við ofbeldið sem lögreglan beitti í dag. Mér er skapi næst að halda því fram að þú sért gjörsamlega siðblindur. Að minnsta kosti ertu gjörsamlega blindaður af pólítískri rétthugsun og ættir að skammast þín
Æ góði slappaðu af Pétur Sigmar. Myndskeiðin af netinu+myndir úr fréttatíma RÚV sýna alveg að þetta voru ekki friðsamleg mótmæli.
Að láta eins og þarna hafi lögreglan bara ruðst að hópi saklauss fólks og byrjað að berja það er auðvitað algjörlega út í hött. Eða að mótmælendur hafi verið einhverjir englar. Það sést nú vel á myndskeiðunum líka.
Ég afþakka pent að trukkarar þurfi að berjast fyrir rétti mínum til að kaupa ódýrara bensín. Ég er einfær um það sjálfur á mun friðsamlegir hátt.
Mannhálfvitarnir virðast standa í þeirri meiningu að fólkið í landinu standi á bak við þá. Ef þeir sem gerðu það á Suðurlandsvegi í dag eru þverskurður af stuðningshópi bílstjóranna þá má löggan alveg tukta þessa villiinga til.
Það kemur málinu nákvæmlega ekkert við hver málstaðurinn var. Mótmælin voru friðsamleg þangað til lögreglan fór að úða meis á fólkið vegna orðaskipta. Það sést greinilega á þessum myndum, og myndir ljúga ekki hvernig þetta fór fram. Bílstjórarnir stöðvuðu umferðina og þið kerlingarnar haldið því fram að það skapi hættuástand, sem er kjaftæði og þið vitið það vel. Lögreglan breytti þessu úr friðsamlegum mótmælum yfir í kaos. Beitti sakleysingja ofbeldi og reyndi að kýla niður friðsamleg mótmæli með ofbeldi að frumkvæði Björns Bjarnasonar.
Sæl Pétur.
Kýs að hirða ekki um barnaleg stóryrði þín um mig.
Ef þú ætlar að halda því fram að það að loka umferðargötum séu friðsamleg mótmæli þá tel ég þig að mestu óhæfan til að taka þátt í rökræðum um grundvallartriði málsins.
Fengir þú hóp af fólki inn í stofu til þín til að mótmæla stóryrðum þínum í minn garð efast ég ekki um að þér þætti það ófriðsamleg mótmæli.
Fengi lögreglan þetta fólk ekki til þess að fara að tilmælum sínum þá endar það bara á einn veg.
Þeir sem skipuleggja ólöglegt athæfi endurtekið bera ábyrgð því sem það hefur í för með sér.
Þeir sem sjá andlit Björn Bjarnasonar á þessari aðgerð hljóta að vera áhyggjufullir því að það er akkúrat svona hegðun gangvart valdstjórninni sem styrkir málsstað hans.
Þetta mál snýst ekki um stjórnmál. Lögreglan vinnur eftir lögum. Gagnvart þeim á enginn að fá afslátt.
Röggi.
Lögreglan meisaði saklaust fólk sem átti enga hlutdeild í aðgerðunum, aðra en þá að standa og horfa á. Og það þykir þér greinilega sjálfsagt mál er það ekki? Auðvitað átti hún að gera sitt besta til þess að greiða fyrir umferð. En það gerðu þeir ekki, heldur meisuðu 16 ára unglinga sem stóðu á Olísplaninu og horfðu á. Og skoðanaskipti eru ekki nægjanleg ástæða til þess að lögregla grípi til þess ofbeldis sem þeir gerðu í dag.
Sæll aftur Pétur.
Aldur þeirra sem ekki treystu sér til þess að fara að tilmælum lögreglunnar er málinu algerlega óviðkomandi. Ég spyr, hvenær hefur fólk leyfi til þess að hundsa vinsamleg tilmæli hennar?
Bendi bara á að við eigum öll að fara að lögum og fylgja þeim fyrirmælum sem lögreglan kann að beina að okkur.
Allt annað er vilta vestrið. Legg til að þú setjir aðra aðila inn í þessa jöfnu og annan málsstað og þá sérðu kannski það sama og ég.
Við getum ekki haft það þannig að hver einasti sérhagsmunahópurinn á fætur öðrum ákveði sjálfur hvað er löglegt og hvað ekki.
Í þessu máli hefur lögreglan sýnt ótrúlegt langlundargeð. Langt umfram það sem eðlilegt er.
Þeir sem vilja svo lesa það sem mér finnst um málsstað þessara manna ættu að lesa algerlega frábæran pisltil Péturs Gunnarsson hér á eyjunni.
Kv Röggi.
Því miður sannst það hér enn og aftur að það eru frekar margir eins þenkjandi eins og Pétur Sigmars. Það að hindra umferð vísvitandi er lögbrot. Það að fara ekki eftir tilmælum lögreglu er lögbrot. Það að hindra umferð getur valdið óbætanlegu tjóni og þessar mannvitsbrekkur sem standa fyrir þessum skrílslátum virðast ekki hafa eðlilegt siðferði eða virða líf annarra.
Ef þú hleypur í átt að brennandi húsi og ferð svo að væla þegar þú brennir þig og kennir eldiinum um en ekki eigin fávisku þá ertu líklega ekki eldir en 20 ára.
Mér finnst óþolandi að stýrivextir Seðlabankans séu stöðugt að hækka á ég þá að fara að mótmæla, og sýna karlmennsku að hætti trukka-ómaga, með því að fara um borgina og hleypa lofti úr dekkjum allra þeirra farartækja sem ég sé á leið minni. Það er jú hagur allra að lækka vextina ! Er það ekki ? Það sem er fáránlegt í þessu var það þegar lögreglan gaf þessum mönnum í nefið og gantaðist með þeim á meðan hundruðir biðu eftir því að þeim þóknaðist að hleypa umferð í gegn.
Ég get alveg eins verið talsmaður gegn stýrivöxtum og sagt almenning allan að baki mér eins og þessi sturlaða Sturla segist vera talsmaður sérhagsmunahóps sem vill fá að keyra sleitulaust um vegi landsins þangað til gyllinæðin fer að plaga þá virkilega. En þá munu þeir líklega bara losa í buxurnar allavega miðað við fyrri lýsingar um hve erfitt það sé að tímasetja hægðir og þvaglát vegna hins þrönga tímaramma sem þeir þurfa að vinna eftir.
Skrifa ummæli