Af einhverjum undarlegum ástæðum sat ég fyrir framan kassann nú síðdegis og horfði á landsleik í handbolta. Við erum í einni af fjölmörgum forkeppnum fyrir eitt af fjölmörgum stórmótum í handbolta. Við spiuðum við Argentínu áðan. Þeir kunna ekki handbolta. Allir vita það og allir vissu að við myndum vinna leikinn.
Og sagan kennir okkur það að við þurfum ekki að tefla okkar bestu mönnum fram í nánast alla leiki. Hver mínúta sem lykilmenn fá í hvíld er þeim mikilvæg að ekki sé talað um mínúturnar sem hinir fá til að spila!Sagan hefur ítrekað reynt að kenna Guðmundi þjálfara að vera ekki að þreyta okkar bestu menn um of.
Guðmundur breytist sennilega aldrei með þetta. Innáskiptingar eru honum eitur í beinum. Leikmennirnir á bekknum eru menn sem gripið er til í neyð. Þeim er svo gjarnan hent inn á annað hvort þegar leikurinn er gjörtapaður eða gjörunninn. Hvað fá menn út úr því?
Hvað gæri hugsanlega gerst ef Ólafur eða Guðjón fengju að setjast niður í fyrri hálfleik til að dreifa álaginu og búa til breydd og auka á leikgleði allra? Er Einar Hólmgeirsson svona lélegur leikmaður? Getur verið að honum tækist að klúðra leik gegn Argentínu ef hann spilaði meira en 11 mínútur?
Guðmundur hefur brennt sig á því oftar en einu sinni að brenna okkar sterkustu menn upp í stórmótum. Brennt barn ætti að forðast eldinn en ekki gerist það hjá Guðmundi. Játa þó að ég bind nokkrar vonir við að Óskar Bjarni nái að hafa áhrif. Hann er algerlega hinu megin á kvarðanum. Vill skipta ört inn á. Þjálfari Dana líka. Þeir eru Evrópumeistarar.
það sem gætu hugsanlega bjargað okkur núna er að þessi forkeppni er bara þrír leikir. Það verður því að teljast frekar ólíklegt að Guðmundi takist hreinlega að þreyta liðið nógu mikið.
En hann er byrjaður að reyna...
Röggi.
föstudagur, 30. maí 2008
Guðmundur þreytir...
ritaði Röggi kl 17:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Skil ekki alveg. Á tímabili var einn byrjunarliðsmaður inná í dag. Þess fyrir utan var liðið varla á hálfum hraða stóran hluta leiksins. Þó svo að lykilmennirnir okkar hafi spilað lungan af leiknum þá ætti það varla að þreyta atvinnumenn í toppformi spilandi á móti liði mörgum klössum lélegra.
Allt sem þú segir er að koma í ljós. Ólafur virðist fara í bakkgír þegar hann þreytist svona og drepur allt spil niður. Liðið verður að rífa sig upp í leiknum á morgun.
Annars er ótrúlegur munur á þessum tveimur liðum. Annað á sífelldri hreyfingu, en hitt statt. Hjá öðru geta allir skotið, hjá hinu þorir enginn að skjóta.
Skrifa ummæli