miðvikudagur, 7. maí 2008

Heftandi útgangspunktar.

Það er eins og við manninn mælt. Nú spretta fram menn sem hafa kallað úlfur úlfur í hvert einasta skipti sem stjórnvöld hafa gert nokkurn skapaðann hlut síðustu tvo áratugina liggur mér við að segja. Ég vissi það hrópa menn í taumlausri gleði liggur mér við að segja yfir eigin visku.

Tækifærismennska oft segi ég. Það er bara þannig að flest orkar tvímælis sem gert er. Þeir sömu og garga núna vegna aðgerðaleysis garga líka þegar eitthvað er gert. VG hefur líka rétt fyrir sér af og til og yfirleitt þegar allt stefnir á versta veg enda sjá þeir glitta í ragnarrök í hvert einasta skipti sem skipt er um kúrs. Hvenær skyldi einhverjum detta í hug að gera úttekt á því sem þeir höfðu ekki rétt?

Guðmundur Gunnarsson bloggari með meiru er í stuði núna. Hann vissi alveg að allt færi til fjandans auðvitað. Það er vegna þess að vondir öfgamenn til hægri flæmdu hann úr sjálfstæðisflokknum og tóku hann gíslingu. Og hafa upp frá því unnið sleitulaust að því að eyðileggja íslenskt efnahagskerfi. Og það sem er verra.

Þeir hafa beitt blekkingum og líklega lygum til þess að árangur þeirra yrði sem mestur og bestur við meðvitaða niðurrifsstarfsemina. Ég verð nánast orðlaus við lestur svona greina. Hvernig dettur nokkrum manni annað eins í hug?

Getur verið að hér séu við völd menn og konur sem beinlínis hafi illan ásetning? Við höfum orðið vitni að því undanfarin ár að ýmsir hér halda svona löguðu fram. Baugsmenn riðu á vaðið og hófu að níða niður lögreglu og dómsvald og aðrir hafa svo tekið við því keflinu. Sá tími virðist liðin að fólk trúi á að ráðamenn geti gert heiðarleg mistök. Nú er allt mannvonska.

Frjálshyggja með stóru effi upphaf og endir alls sem nú hrjáir okkur. Barnalegt finnst mér. Kannski sakna Guðmundur og þeir gömlu tímanna þegar allt var gegnsósa í alvöru pólitískri spillingu. Liðónýtir stjórnmálamenn voru bókstaflega allsstaðar og allt í kring. Haftatímabilið í algleymi. Fólk grátbað senditíkur flokkanna sem plantað var í banka um lán en þeir voru þá uppteknir við henda peningum í flokksgæðinga hægri vinstri og skila bönkunum frá sér án hagnaðar. Það voru öðruvísi erfiðir tímar.

Þá var hægt að tefla fram fræðingum um allskyns hyggjur og isma eins og í dag. Allir eru og voru með töfralausnina. Nú sóttu menn atvinnumann frá skóa í chicago í því að spá fyrir um það sem búið er að gerast. Glænýr messias sem stjórnarandstæðingar taka fegins hendi. Hann segir það sem þeir sem borguðu farið fyrir hann vilja heyra. Reyndar röflar hann eitthvað um að evran sé ekki lausnin en enginn tekur sérstaklega eftir því. Hvernig stendur á því? Örugglega velviljaður maður og góður.

Nei, vel má vera að Guðmundur og hans fylgismenn hafi rétt fyrir sér. Kannski hafa þeir sem hafa valist til þess að stjórna einir manna ekkert vit á því hvernig á að gera það. Og hugsanlega hefði verið betra að halda hér í gamla systemið með slæmum stjórnmálamönnum og slæmum verkalýðsleiðtogum sem reyndu án afláts áratugum saman að tryggja verklalýðnum mannsæmandi kjör algerlega án árangurs.

það voru tímarnir þar sem þjóðin missti gersamlega trú í því góða fólki öllu saman. Ég engin undantekning en aldrei datt mér þó í hug að öll þau endalausu msitök sem þá voru gerð við samningaborð ítrekað væru neitt annað en heiðarleg mistök.

það er nefnilega svo heftandi fyrir hugann að trúa á hitt.

Röggi.

Engin ummæli: