laugardagur, 27. september 2008

Sigurvegarinn Heimir.

FH var rétt í þessu að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ég sjálfur hefði vel getað unnt Keflavík að vinna þetta mót. Þeir voru frábærir eiginlega allt mótið og stórskemmtilegir. Kannski má segja að þeir hafi tapað mótinu frekar en að FH hafi unnið. Keflvíkingar virtust fara á taugum þegar þeir voru komnir í dauðafærið...

Ég er ekki í nokkrum vafa um sigur FH er fyrst og fremst sigur Heimis Guðjónssonar þjálfara. Hann hefur að mínu viti framkomu og afstöðu atvinnumanns. Ummæli hans eru að því er ég best fæ séð alltaf á þann veg að hann og hans fólk verði að bæta sig. Heimir hugsar inn á við öfugt við marga þjálfara.

Ódýrar skýringar ein og dómgæsla og óheppni ekki til eða þá vallaraðstæður. Heimir hefur hugarfar sigurvegarans. Upphrópanir og hávaði ekki hans stíll. Eftir leik á móti Fram þar sem mörgum FH ingum fannst mótlætið mikið í dómgæslu tókst með engu móti að draga orð upp úr Heimi um það mál.

Þá talaði hann einungis um það hvað hann þyrfti að laga og bæta og lofaði að það yrði gert. Í dag sáum við úr hverju hann er gerður. Hógværð og fagmennska eru sem betur fer persónueinkenni sem duga líka í þjálfarabransanum þó oftar fari meira fyrir hinum sem týpunum enda selja þeir fjölmiðla betur...

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála þér með Heimi, einstaklega flottur. Svipaða sögu er að segja af Kristjáni Keflvíkingi á löngum köflum, hógvær og einbeittur. Í þau fáu skipti sem hann hefir stigið á tær er það rétt nóg til að minna menn á að engir endast í þjálfun nema vera gallharðir keppnismenn.

Gamla sagan um að menn þurfi að tapa toppbaráttu áður en þeir fara að vinna á vonandi vel við um Keflavík, skemmtilegt og léttleikandi lið sem á að geta gert usla næstu 2-3 árin amk.

Kv, KÓ