mánudagur, 1. september 2008

Viðskiptavit Gunnars Smára.

Það kom ekki alveg eins og þruma úr heiðskýru lofti að Nyhedsavisen fór á hausinn. Ja. nema kannski Gunnari Smára og félögum. Eins og þegar Gunnar Smári reiknaði það í botn að NFS gæti ekki klikkað á sínum tíma þá brást honum reiknisnillin aftur hér. Reyndar tókst að finna fjárfesti til að koma að rekstrinum nýverið. Hvernig það hafðist er mér hulin ráðgáta en eigendur þessa blaðs eru að vísu miklir sjónhverfingamenn.

Gunnar Smári er hugmyndaríkur maður og hefur á undrastuttum tíma tekist að tapa óhemjumiklu fé. Efast ekki um burði hans sem blaðamanns en eitthvað eru honum mislagðar hendur þegar kemur að rekstri fjölmiðla. Fréttablaðið reyndar virkar ennþá en ég man samt eftir fyrstu útgáfu blaðsins áður en Jón Ásgeir kom að...

Núna vinnur Gunnar Smári fyrir borgina á sviði sem ætti að henta honum vel. kannski er þetta eins og það á að vera. Menn sem ekki ná árangri á einkamarkaði enda hjá opinberum aðilum.

Þar skiptir hvort sem er ekki alltaf máli hvað vitleysan heitir eða hvað hún kostar...

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Common...Röggi

Hvað er þetta með þig og Gunnar Smára? Það má margt segja um hann og eitt af því er snilligáfa.

Fréttablaðið breytti fjölmiðlamarkaðnum varanlega á Íslandi, hvort sem það var með aðstoð J.Á. eður ei. Mogginn er búinn.

Hvað varðar viðskiptavit Smárans, þá hefur hann sannað sig þar líka þó að hlutirnir eiga það til að fara handaskolum eftir að hann hverfur frá störfum.

Hann er duglegur, brutally honest og góður drengur- þó hann sé, auðvitað, líka meingallaður, líkt og allir sem til hafa vera votta snilligáfu. Það er ekki mögulegt að hafa til að bera snilligáfðu á ákveðnu sviði öðruvísi en bera fötlun á öðru. Skoðaðu söguna og vertu góður við Smárann og lestu þér til um drenginn og lærðu.

Sagan mun dæma hann sem stórmenni...

Góðar stundir.
Kv. Sókrates